Besta afmælisgjöfin að vera með ástvinum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. júlí 2015 10:00 Arnór Dan Arnarson nýtur lífsins í Danmörku þessa dagana í faðmi fjölskyldunnar. vísir/andri marinó Tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson stendur á miklum tímamótum í dag er hann fagnar þrítugsafmæli sínu. Hann var staddur í Danmörku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. „Ég ætla að njóta dagsins með fjölskyldunni minni og kærustunni minni hér í Danmörku. Við ætlum að eyða deginum saman þangað til að yngstu börnin þurfa að fara að sofa. Ég fer svo og hitti vini mína í kvöld á góðum pöbb, þar sem við ætlum að skála og hafa gaman,“ segir Arnór Dan spurður út í hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins. Hann er líklega best þekktur fyrir að vera söngvari rokkhljómsveitarinnar Agent Fresco og þá hefur hann einnig starfað mikið í tónlist með Ólafi Arnalds. Það sem honum þykir best við afmælisdaga er að vera í faðmi ástvina sinna. „Mér þykir afmæli aðallega góð afsökun til að safna saman fólki sem manni þykir vænt um. Besta afmælisgjöfin er að fá að vera í kringum fólkið sem manni þykir vænt um,“ bætir Arnór Dan við. „Það er samt alltaf gaman að fá góð heyrnartól í afmælisgjöf,“ segir Arnór Dan og skellihlær. Hann er þakklátur fyrir að fá að eldast og hefur gaman af lífinu. „Þó svo að ég sé löngu orðinn sköllóttur og kominn með brjósklos þá heldur maður bara áfram að gera það sem maður er að gera. Þetta er allt spurning um að vera ungur í anda og glaður,“ segir Arnór Dan léttur í lundu. Hann segist ekki finna fyrir neinum ellimerkjum að ráði. „Ég varð líkamlega gamall fyrir löngu en þetta er spurning um andlega heilsu. Mér líður nokkuð vel en brjósklosið kenndi mér ýmislegt hvað varðar líkamsbeitingu og er ég hægt og rólega að læra að beita mér og höndla álagið sem fylgir tónleikaferðum,“ útskýrir Arnór Dan. Það er nóg fram undan hjá Arnóri Dan því hann og hljómsveit hans, Agent Fresco, kemur fram á tónleikum á Hinsegin dögum og á menningarnótt. Þá er sveitin einnig á leið í tónleikaferðalag um Evrópu á næstu mánuðum. Agent Fresco sendi frá sér nýtt lag og myndband við lagið Wait for Me, sem er á væntanlegri plötu sveitarinnar, Destrier en hún kemur út 7. ágúst. Lagið er honum afar kært því það er samið til fjölskyldu hans og tónlistarmyndbandið er búið til úr gömlum myndbrotum af fjölskyldu Arnórs Dan. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson stendur á miklum tímamótum í dag er hann fagnar þrítugsafmæli sínu. Hann var staddur í Danmörku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. „Ég ætla að njóta dagsins með fjölskyldunni minni og kærustunni minni hér í Danmörku. Við ætlum að eyða deginum saman þangað til að yngstu börnin þurfa að fara að sofa. Ég fer svo og hitti vini mína í kvöld á góðum pöbb, þar sem við ætlum að skála og hafa gaman,“ segir Arnór Dan spurður út í hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins. Hann er líklega best þekktur fyrir að vera söngvari rokkhljómsveitarinnar Agent Fresco og þá hefur hann einnig starfað mikið í tónlist með Ólafi Arnalds. Það sem honum þykir best við afmælisdaga er að vera í faðmi ástvina sinna. „Mér þykir afmæli aðallega góð afsökun til að safna saman fólki sem manni þykir vænt um. Besta afmælisgjöfin er að fá að vera í kringum fólkið sem manni þykir vænt um,“ bætir Arnór Dan við. „Það er samt alltaf gaman að fá góð heyrnartól í afmælisgjöf,“ segir Arnór Dan og skellihlær. Hann er þakklátur fyrir að fá að eldast og hefur gaman af lífinu. „Þó svo að ég sé löngu orðinn sköllóttur og kominn með brjósklos þá heldur maður bara áfram að gera það sem maður er að gera. Þetta er allt spurning um að vera ungur í anda og glaður,“ segir Arnór Dan léttur í lundu. Hann segist ekki finna fyrir neinum ellimerkjum að ráði. „Ég varð líkamlega gamall fyrir löngu en þetta er spurning um andlega heilsu. Mér líður nokkuð vel en brjósklosið kenndi mér ýmislegt hvað varðar líkamsbeitingu og er ég hægt og rólega að læra að beita mér og höndla álagið sem fylgir tónleikaferðum,“ útskýrir Arnór Dan. Það er nóg fram undan hjá Arnóri Dan því hann og hljómsveit hans, Agent Fresco, kemur fram á tónleikum á Hinsegin dögum og á menningarnótt. Þá er sveitin einnig á leið í tónleikaferðalag um Evrópu á næstu mánuðum. Agent Fresco sendi frá sér nýtt lag og myndband við lagið Wait for Me, sem er á væntanlegri plötu sveitarinnar, Destrier en hún kemur út 7. ágúst. Lagið er honum afar kært því það er samið til fjölskyldu hans og tónlistarmyndbandið er búið til úr gömlum myndbrotum af fjölskyldu Arnórs Dan.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein