Besta afmælisgjöfin að vera með ástvinum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. júlí 2015 10:00 Arnór Dan Arnarson nýtur lífsins í Danmörku þessa dagana í faðmi fjölskyldunnar. vísir/andri marinó Tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson stendur á miklum tímamótum í dag er hann fagnar þrítugsafmæli sínu. Hann var staddur í Danmörku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. „Ég ætla að njóta dagsins með fjölskyldunni minni og kærustunni minni hér í Danmörku. Við ætlum að eyða deginum saman þangað til að yngstu börnin þurfa að fara að sofa. Ég fer svo og hitti vini mína í kvöld á góðum pöbb, þar sem við ætlum að skála og hafa gaman,“ segir Arnór Dan spurður út í hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins. Hann er líklega best þekktur fyrir að vera söngvari rokkhljómsveitarinnar Agent Fresco og þá hefur hann einnig starfað mikið í tónlist með Ólafi Arnalds. Það sem honum þykir best við afmælisdaga er að vera í faðmi ástvina sinna. „Mér þykir afmæli aðallega góð afsökun til að safna saman fólki sem manni þykir vænt um. Besta afmælisgjöfin er að fá að vera í kringum fólkið sem manni þykir vænt um,“ bætir Arnór Dan við. „Það er samt alltaf gaman að fá góð heyrnartól í afmælisgjöf,“ segir Arnór Dan og skellihlær. Hann er þakklátur fyrir að fá að eldast og hefur gaman af lífinu. „Þó svo að ég sé löngu orðinn sköllóttur og kominn með brjósklos þá heldur maður bara áfram að gera það sem maður er að gera. Þetta er allt spurning um að vera ungur í anda og glaður,“ segir Arnór Dan léttur í lundu. Hann segist ekki finna fyrir neinum ellimerkjum að ráði. „Ég varð líkamlega gamall fyrir löngu en þetta er spurning um andlega heilsu. Mér líður nokkuð vel en brjósklosið kenndi mér ýmislegt hvað varðar líkamsbeitingu og er ég hægt og rólega að læra að beita mér og höndla álagið sem fylgir tónleikaferðum,“ útskýrir Arnór Dan. Það er nóg fram undan hjá Arnóri Dan því hann og hljómsveit hans, Agent Fresco, kemur fram á tónleikum á Hinsegin dögum og á menningarnótt. Þá er sveitin einnig á leið í tónleikaferðalag um Evrópu á næstu mánuðum. Agent Fresco sendi frá sér nýtt lag og myndband við lagið Wait for Me, sem er á væntanlegri plötu sveitarinnar, Destrier en hún kemur út 7. ágúst. Lagið er honum afar kært því það er samið til fjölskyldu hans og tónlistarmyndbandið er búið til úr gömlum myndbrotum af fjölskyldu Arnórs Dan. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson stendur á miklum tímamótum í dag er hann fagnar þrítugsafmæli sínu. Hann var staddur í Danmörku þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. „Ég ætla að njóta dagsins með fjölskyldunni minni og kærustunni minni hér í Danmörku. Við ætlum að eyða deginum saman þangað til að yngstu börnin þurfa að fara að sofa. Ég fer svo og hitti vini mína í kvöld á góðum pöbb, þar sem við ætlum að skála og hafa gaman,“ segir Arnór Dan spurður út í hvað hann ætli að gera í tilefni dagsins. Hann er líklega best þekktur fyrir að vera söngvari rokkhljómsveitarinnar Agent Fresco og þá hefur hann einnig starfað mikið í tónlist með Ólafi Arnalds. Það sem honum þykir best við afmælisdaga er að vera í faðmi ástvina sinna. „Mér þykir afmæli aðallega góð afsökun til að safna saman fólki sem manni þykir vænt um. Besta afmælisgjöfin er að fá að vera í kringum fólkið sem manni þykir vænt um,“ bætir Arnór Dan við. „Það er samt alltaf gaman að fá góð heyrnartól í afmælisgjöf,“ segir Arnór Dan og skellihlær. Hann er þakklátur fyrir að fá að eldast og hefur gaman af lífinu. „Þó svo að ég sé löngu orðinn sköllóttur og kominn með brjósklos þá heldur maður bara áfram að gera það sem maður er að gera. Þetta er allt spurning um að vera ungur í anda og glaður,“ segir Arnór Dan léttur í lundu. Hann segist ekki finna fyrir neinum ellimerkjum að ráði. „Ég varð líkamlega gamall fyrir löngu en þetta er spurning um andlega heilsu. Mér líður nokkuð vel en brjósklosið kenndi mér ýmislegt hvað varðar líkamsbeitingu og er ég hægt og rólega að læra að beita mér og höndla álagið sem fylgir tónleikaferðum,“ útskýrir Arnór Dan. Það er nóg fram undan hjá Arnóri Dan því hann og hljómsveit hans, Agent Fresco, kemur fram á tónleikum á Hinsegin dögum og á menningarnótt. Þá er sveitin einnig á leið í tónleikaferðalag um Evrópu á næstu mánuðum. Agent Fresco sendi frá sér nýtt lag og myndband við lagið Wait for Me, sem er á væntanlegri plötu sveitarinnar, Destrier en hún kemur út 7. ágúst. Lagið er honum afar kært því það er samið til fjölskyldu hans og tónlistarmyndbandið er búið til úr gömlum myndbrotum af fjölskyldu Arnórs Dan.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira