Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Jón Arnór Stefánsson var mættur í málarabuxunum á æfingu á mánudaginn en fer svo af stað með liðinu eftir nokkra daga. vísir/Andri marinó „Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira
„Ég er ekki klár í að byrja að æfa því það er svo stutt síðan ég kláraði á Spáni,“ segir Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, við Fréttablaðið er hann og blaðamaður standa við bekkina í Ásgarði og fylgjast með fyrstu formlegu æfingu landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í september. Æfingahópurinn var tilkynntur í gær og kom saman í Ásgarði, en nú hefst sex vikna undirbúningur fyrir stundina sögulegu í Berlín þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik á EM.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Tímabilið hjá mér var rosalega langt og strangt,“ segir Jón Arnór sem spilar með Unicaja Málaga, einu besta liði Spánar. Það tapaði í oddaleik í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það var mikið af æfingum og mikið af leikjum þannig að ég þarf meira frí. Ég tek nokkra daga til viðbótar sem er meira bara til að hvíla hausinn,“ segir Jón Arnór sem er þó heill líkamlega. „Ég get alveg byrjað leik en þetta er meira fyrir kollinn. Ég þarf bara að fá smá frí. Þá verð ég líka bara ferskari fyrir vikið en ég er rosalega spenntur fyrir þessu öllu.“Ægir Þór Steinarsson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson rúlla sig í gang fyrir æfingu á mánudaginn.vísir/andri marinóAuðmýktin mikil Strákarnir hafa vitað að þeirra bíður fyrsta ferðin á stórmót síðan í ágúst í fyrra. Biðin hefur því verið löng, en verður allt aðeins raunverulegra þegar æfingar eru formlega hafnar? „Bæði og. Þetta er samt enn þá alltaf svolítið furðulegt,“ segir Jón Arnór og brosir. „Menn eru búnir að bíða eftir þessum degi, að geta loksins byrjað og reynt að sanna sig. Svo kemur að því að það þurfi að skera niður og menn eru bara með brjálaðan metnað fyrir því að komast í liðið.“ Ísland dróst í algjöran dauðariðil með Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni. Möguleikarnir á móti eru litlir og því má ekki gleyma að njóta ferðarinnar. „Leiðin að EM verður ótrúlega skemmtileg þannig við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég held við séum mjög auðmjúkir. Þetta lið er mjög auðmjúkt. Við æfum bara rosalega vel og höfum mikinn metnað.“ Liðið gerir sér fyllilega grein fyrir því hversu erfitt verkefnið verður í Berlín. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hversu sterkur riðilinn er. Auðvitað ætlum við að njóta þess bara að spila þarna og keppa við þá bestu. Við eigum samt að setja okkur markmið að vinna einn leik. Það yrði bara afrek að vinna einn leik í þessu móti. Það er bara sannleikurinn,“ segir Jón Arnór.Hópurinn hóf æfingar í byrjun vikunnar og skorið verður niður í tólf manns.vísir/andri marinóMótin voru alltaf skemmtilegust Í liðunum sem Ísland mætir eru margar af skærustu körfuboltastjörnum heims. Spænska liðið er fullt af NBA-stjörnum og fleiri má finna í hinum liðunum. Dirk Nowitzki, fyrrverandi NBA-meistari með Dallas Mavericks, spilar sína síðustu landsleiki í Berlín. „Það verður skemmtilegt að spila á móti þessum körlum í landsleikjum. Ég hef nú mætt þeim sumum með félagsliðum. Ég sjálfur er bara spenntur fyrir því að vera hluti af þessu móti og sjá aðra leiki líka. Sem aðdáandi körfuboltans er ég rosalega spenntur fyrir því að sjá umgjörðina til dæmis hjá Þjóðverjanum,“ segir Jón Arnór, en spennan fyrir mótinu er mikil í Berlín. „Þarna verður fullt af fólki og mikið af Íslendingum sem ætla að mæta og skemmta sér og fá sér bjór. Síðan er Dirk að kveðja og fleira. Það er langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, að vera á svona móti. Ég man bara eftir þessu með yngri landsliðunum. Þetta var það skemmtilegasta sem maður gerði,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Sjá meira