Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 09:15 Craig Pedersen stýrir æfingu landsliðsins í gær. vísir/andri marinó „Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira