KEXPort í beinni: Ókeypis tónleikar undir berum himni 18. júlí 2015 12:00 Það var góð stemning á KEXPort í fyrra. Benedikt Reynisson, tónlistarstjóri Kex, er einn af þeim sem hefur veg og vanda af skipulagningu KEXPort. Ernir Tólf klukkutíma maraþon tónleikar, KEXPort, verða haldnir úti í portinu fyrir aftan Kex Hostel í dag og hefjast þeir klukkan tólf. „Þetta verða fyrst og fremst dúndur tónleikar. Það verða hér tólf bönd og er þau mjög fjölbreytt, það verða nokkur stór nöfn eins og Sóley, Hljómsveitin Valdimar, Agent Fresco, Ojbarasta og Emmsjé Gauti. Svo verða nokkur minni inn á milli líka, til dæmis Gísli Pálmi, Rökkurró, Kælan mikla, og Teitur Magnússon. Þannig að þetta eru upprennandi og ráðsettari bönd í bland,“ segir Benedikt Reynisson, tónlistarstjóri á Kexi.Allt það besta í beinni KEXPort er haldið í ár í fjórða skiptið en tónleikarnir komu til vegna samstarfs Kex Hostels og bandarísku útvarpsstöðvarinnar KEXP. „KEXP hefur sent beint út frá tónleikum á Kexi Hosteli frá því í október 2011 eða nokkrum mánuðum eftir að staðurinn var opnaður. Útsendingarnar vöktu athygli á Kexi og vildu aðstandendur staðarins þakka stöðinni fyrir og ákváðu því að halda tónleikana KEXPort til heiðurs KEXP. Stöðin hefur síðan sent beint út frá tónleikum sem hér hafa verið haldnir, allt það besta úr íslensku tónlistarflórunni, meðal annars frá Iceland Airwaves og ætla þeir að gera það aftur í ár.“ Tónleikunum verður streymt í beinni á netinu þannig að þeir sem komast ekki til að fá stemninguna beint í æð geta fylgst með á netinu. „Við eigum von á að færri komist að en vilja í dag en við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna að koma með góða skapið með sér. Það er ókeypis inn og yfir þrjú þúsund manns búnir að tilkynna komu sína á Facebook. Á KEXPort í fyrra voru mest um fimmtán hundruð manns hér í portinu í einu. Það verður góð stemning í allan dag og veðrið lítur út fyrir að verða okkur hagstætt þannig að þetta verða án efa flottustu tónleikarnir í Reykjavík í dag,“ segir Benedikt og brosir.Umfangsmikil framkvæmd Hann segir svona maraþon tónleika vera umfangsmikla í framkvæmd og marga sem koma að þeim. „Undirbúningurinn fyrir þessa tónleika tók um tvo mánuði í heild. Það er margt og margir sem þurfa að stilla sig saman, tónlistarmenn, hljóðmenn, myndatökumenn, tæknimenn og fleiri því sent verður beint út í Seattle í gegnum KEXP. Stöðin hefur, eins og áður segir, unnið flott starf fyrir íslenska tónlist og kynnt hana vel í Bandaríkjunum. Hún er með eigin Youtube-rás sem er með yfir sexhundruð þúsund áskrifendur þannig að þetta er gott tækifæri fyrir íslenskar hljómsveitir til að vekja athygli á sér.“ Fylgjast má með KEXPorti í beinni í hér. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Benedikt Reynisson, tónlistarstjóri Kex, er einn af þeim sem hefur veg og vanda af skipulagningu KEXPort. Ernir Tólf klukkutíma maraþon tónleikar, KEXPort, verða haldnir úti í portinu fyrir aftan Kex Hostel í dag og hefjast þeir klukkan tólf. „Þetta verða fyrst og fremst dúndur tónleikar. Það verða hér tólf bönd og er þau mjög fjölbreytt, það verða nokkur stór nöfn eins og Sóley, Hljómsveitin Valdimar, Agent Fresco, Ojbarasta og Emmsjé Gauti. Svo verða nokkur minni inn á milli líka, til dæmis Gísli Pálmi, Rökkurró, Kælan mikla, og Teitur Magnússon. Þannig að þetta eru upprennandi og ráðsettari bönd í bland,“ segir Benedikt Reynisson, tónlistarstjóri á Kexi.Allt það besta í beinni KEXPort er haldið í ár í fjórða skiptið en tónleikarnir komu til vegna samstarfs Kex Hostels og bandarísku útvarpsstöðvarinnar KEXP. „KEXP hefur sent beint út frá tónleikum á Kexi Hosteli frá því í október 2011 eða nokkrum mánuðum eftir að staðurinn var opnaður. Útsendingarnar vöktu athygli á Kexi og vildu aðstandendur staðarins þakka stöðinni fyrir og ákváðu því að halda tónleikana KEXPort til heiðurs KEXP. Stöðin hefur síðan sent beint út frá tónleikum sem hér hafa verið haldnir, allt það besta úr íslensku tónlistarflórunni, meðal annars frá Iceland Airwaves og ætla þeir að gera það aftur í ár.“ Tónleikunum verður streymt í beinni á netinu þannig að þeir sem komast ekki til að fá stemninguna beint í æð geta fylgst með á netinu. „Við eigum von á að færri komist að en vilja í dag en við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna að koma með góða skapið með sér. Það er ókeypis inn og yfir þrjú þúsund manns búnir að tilkynna komu sína á Facebook. Á KEXPort í fyrra voru mest um fimmtán hundruð manns hér í portinu í einu. Það verður góð stemning í allan dag og veðrið lítur út fyrir að verða okkur hagstætt þannig að þetta verða án efa flottustu tónleikarnir í Reykjavík í dag,“ segir Benedikt og brosir.Umfangsmikil framkvæmd Hann segir svona maraþon tónleika vera umfangsmikla í framkvæmd og marga sem koma að þeim. „Undirbúningurinn fyrir þessa tónleika tók um tvo mánuði í heild. Það er margt og margir sem þurfa að stilla sig saman, tónlistarmenn, hljóðmenn, myndatökumenn, tæknimenn og fleiri því sent verður beint út í Seattle í gegnum KEXP. Stöðin hefur, eins og áður segir, unnið flott starf fyrir íslenska tónlist og kynnt hana vel í Bandaríkjunum. Hún er með eigin Youtube-rás sem er með yfir sexhundruð þúsund áskrifendur þannig að þetta er gott tækifæri fyrir íslenskar hljómsveitir til að vekja athygli á sér.“ Fylgjast má með KEXPorti í beinni í hér.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira