Heimsklassa trymbill kennir íslendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2015 12:00 Hér eru trommuleikararnir Einar Scheving, Benedikt Brynleifsson, Benny Greb og Halldór Lárusson, en þeir koma allir fram í dag. mynd/jóhann hjörleifsson „Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira