Heimsklassa trymbill kennir íslendingum Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2015 12:00 Hér eru trommuleikararnir Einar Scheving, Benedikt Brynleifsson, Benny Greb og Halldór Lárusson, en þeir koma allir fram í dag. mynd/jóhann hjörleifsson „Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
„Það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að fá þennan snilling til landsins,“ segir trommuleikarinn Halldór Lárusson. Hann er einn af þeim sem standa á bak við heimsókn þýska trommuleikarans Benny Greb, sem heldur masterclass-námskeið í dag. Benny Greb er einn þekktasti trommuleikari heims um þessar mundir og hefur ferðast um heim allan þar sem hann hefur ýmist komið fram einsamall eða með hljómsveit, stundað kennslu, haldið námskeið og fyrirlestra og fleira. Á masterclassinum ætlar Greb að miðla sinni þekkingu og reynslu til annarra tónlistarmanna. „Þetta verður svona bland í poka hjá honum. Hann mun sýna listir sínar, hann er með músík sem hann spilar með, spjallar og útskýrir og ætlar bara að hafa gaman,“ segir Halldór spurður út í viðburðinn. Fyrir utan það að vera einn besti trommuleikari í heimi, segir Halldór Þjóðverjann vera einkar almennilegan og skemmtilegan. „Hann er rosalega fínn náungi, er öllu vanur og hefur lent í ýmsu. Hann hefur spilað á ónýt trommusett með ónýtum skinnum á sínum ferðalögum og er ekki kröfuharður og vill bara að trommusettið sé í lagi,“ segir Halldór, spurður út í kröfur kappans. Stíll Benny Greb einkennist af ástríðu og er ákaflega músíkalskur. Hann hefur veitt ótal trommuleikurum um heim allan innblástur og hvatningu og má með sanni segja að trommarasamfélagið á Íslandi sé upprifið yfir komu hans. Þess má geta að Benny hefur komið fram á flestum virtustu trommuhátíðum heims, t.d Modern Drummer festival og Montreal Drum festival. Árið 2009 gaf Benny út kennslu-DVD í trommuleik, „The Language of Drumming“ sem er enn þann dag í dag einn söluhæsti DVD-kennsludiskur í trommuleik í heiminum. Snemma árs 2015 gaf Benny út nýjan disk, „The Art and Science of Groove“, sem hefur þegar verið valinn besti kennsludiskur í trommuleik af hinu virta tímariti Drums & Percussion. Þrír íslenskir trommuleikarar hita upp fyrir Benny Greb á laugardaginn en það eru þeir Benedikt Brynleifsson, Einar Scheving og Halldór Lárusson sem munu leika sem tríó. Masterclassinn hefst klukkan 15.00 og fer fram í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27. Miðar fást í Tónastöðinni og við innganginn. - glp
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira