Elskuð og hötuð- Söngvaborg fagnar fimmtán ára afmælinu í dag Guðrún Ansnes skrifar 18. júlí 2015 11:30 Mikið verður um dýrðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, þar sem Sigga og María fagna afmælinu og ætla að selja alla mynddiskana á "skít og kanil“ í tilefni dagsins. mynd/ Lovísa Sigurjónsdóttir „Við höfum ekki fundið fyrir samdrætti í sölu DVD-diskanna,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og önnur kvennanna á bak við einhverja lífseigustu barnapíu landsins, Söngvaborgardiskana sem fagna í dag fimmtán ára afmæli. Sigga er þó ekki ein því þær María Björk Sverrisdóttir mynda tvíeykið sem hefur skemmt íslenskum börnum allan þennan tíma. „Við áttum alls ekki von á því þegar við byrjuðum fyrir fimmtán árum að vera að undirbúa sjöunda diskinn,“ segir Sigga og skellir upp úr. Hún segir að þær Mæja hafi þróað Söngvaborg saman árið 2000 og hafi heldur betur vaxið fiskur um hrygg, og seljist fyrstu diskarnir enn vel. „Nú eru börnin á þeim diskum orðin að fullorðnu fólki og að minnsta kosti eitt þeirra orðið foreldri sjálft,“ skýtur Sigga að. Lögin sem þær stöllur hafa gætt lífi á mynddiskunum hlaupa á fleiri tugum, og segir Sigga þær velja gaumgæfilega hvað skuli sett á diskana. „Við veljum eftir kúnstarinnar reglu og prófum lögin á börnum og sjáum hvað er að virka. Við fáum mikið að heyra að fólk sé að kaupa sömu diskana aftur og aftur þegar þeir hafa rispast til óbóta, og viðurkenna sumir foreldrar að þeir séu orðnir nett þreyttir á okkur Maríu,“ segir Sigga og hlær sínum dillandi hlátri. „En oftast bæta þeir svo við að þetta sé afbragðs barnapía.“ Geta foreldrar því farið að hlakka til, því nýja efnið kemur út í október á þessu ári. Munu þær María og Sigga fagna þessum merku tímamótum í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sem einnig heldur upp á afmæli, því garðurinn blæs til mikillar gleði í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis skemmtigarðarins. „Þarna verður mikið húllumhæ. Við byrjum okkar dagskrá á sviðinu klukkan tvö en garðurinn byrjar sitt afmælisfjör strax við opnun,“ útskýrir Sigga og bætir við að á sviðið munu allar persónurnar sem kíktu í heimsókn í Söngvaborg undanfarin fimmtán ár stíga og sprella, og má þar helsta nefna Masa og Georg. Einnig kíkja hinir ýmsu gestir við, svo sem Alda Dís Kristjánsdóttir, sigurvegari Ísland Got Talent, en hún mun syngja Disney-lög fyrir afmælisgestina. Aðspurð um hvernig sé að horfa um öxl á þessum tímamótum segist Sigga finna til mikillar gleði. „Þetta hefur verið ofsalega gaman og ekki síst gefandi. Þetta er langur tími, en á sama tíma virkar þetta svo agalega stutt.“ Tengdar fréttir Sigga Beinteins tengist ekki gjaldþroti Stjórnarinnar ehf. Vissi ekki af tilvist félagsins. 14. október 2013 12:14 María og Hera Björk tróðu upp á skemmtistað í Vín Gestir virtust himinlifandi með söng Maríu og Heru. 23. maí 2015 13:58 Skemmtiatriðið var til heiðurs Tinu Turner Sigga Beinteins, Regína Ósk og Stefanía Svavars komu fram í Ísland Got Talent. 22. mars 2015 22:27 Sigga Beinteins syngur með Páli Óskari Á morgun fer fram hið árlega Gay Pride ball Páls Óskars í tilefni af Hinsegin dögum. Palli hefur haldið ball á Gay Pride frá því að hátíðin hófst 1999 og troðfyllt húsið í hvert einasta sinn. Síðustu ár hafa húsin stækkað með hátíðinni og hefur ballið verið í þónokkurn tíma á Nasa. Þar þeytir Palli skífum ásamt því að syngja öll sín bestu lög og virðist ekkert lát vera á vinsældum ballsins. 6. ágúst 2010 06:00 Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum - viðtal Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
„Við höfum ekki fundið fyrir samdrætti í sölu DVD-diskanna,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og önnur kvennanna á bak við einhverja lífseigustu barnapíu landsins, Söngvaborgardiskana sem fagna í dag fimmtán ára afmæli. Sigga er þó ekki ein því þær María Björk Sverrisdóttir mynda tvíeykið sem hefur skemmt íslenskum börnum allan þennan tíma. „Við áttum alls ekki von á því þegar við byrjuðum fyrir fimmtán árum að vera að undirbúa sjöunda diskinn,“ segir Sigga og skellir upp úr. Hún segir að þær Mæja hafi þróað Söngvaborg saman árið 2000 og hafi heldur betur vaxið fiskur um hrygg, og seljist fyrstu diskarnir enn vel. „Nú eru börnin á þeim diskum orðin að fullorðnu fólki og að minnsta kosti eitt þeirra orðið foreldri sjálft,“ skýtur Sigga að. Lögin sem þær stöllur hafa gætt lífi á mynddiskunum hlaupa á fleiri tugum, og segir Sigga þær velja gaumgæfilega hvað skuli sett á diskana. „Við veljum eftir kúnstarinnar reglu og prófum lögin á börnum og sjáum hvað er að virka. Við fáum mikið að heyra að fólk sé að kaupa sömu diskana aftur og aftur þegar þeir hafa rispast til óbóta, og viðurkenna sumir foreldrar að þeir séu orðnir nett þreyttir á okkur Maríu,“ segir Sigga og hlær sínum dillandi hlátri. „En oftast bæta þeir svo við að þetta sé afbragðs barnapía.“ Geta foreldrar því farið að hlakka til, því nýja efnið kemur út í október á þessu ári. Munu þær María og Sigga fagna þessum merku tímamótum í dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sem einnig heldur upp á afmæli, því garðurinn blæs til mikillar gleði í tilefni tuttugu og fimm ára afmælis skemmtigarðarins. „Þarna verður mikið húllumhæ. Við byrjum okkar dagskrá á sviðinu klukkan tvö en garðurinn byrjar sitt afmælisfjör strax við opnun,“ útskýrir Sigga og bætir við að á sviðið munu allar persónurnar sem kíktu í heimsókn í Söngvaborg undanfarin fimmtán ár stíga og sprella, og má þar helsta nefna Masa og Georg. Einnig kíkja hinir ýmsu gestir við, svo sem Alda Dís Kristjánsdóttir, sigurvegari Ísland Got Talent, en hún mun syngja Disney-lög fyrir afmælisgestina. Aðspurð um hvernig sé að horfa um öxl á þessum tímamótum segist Sigga finna til mikillar gleði. „Þetta hefur verið ofsalega gaman og ekki síst gefandi. Þetta er langur tími, en á sama tíma virkar þetta svo agalega stutt.“
Tengdar fréttir Sigga Beinteins tengist ekki gjaldþroti Stjórnarinnar ehf. Vissi ekki af tilvist félagsins. 14. október 2013 12:14 María og Hera Björk tróðu upp á skemmtistað í Vín Gestir virtust himinlifandi með söng Maríu og Heru. 23. maí 2015 13:58 Skemmtiatriðið var til heiðurs Tinu Turner Sigga Beinteins, Regína Ósk og Stefanía Svavars komu fram í Ísland Got Talent. 22. mars 2015 22:27 Sigga Beinteins syngur með Páli Óskari Á morgun fer fram hið árlega Gay Pride ball Páls Óskars í tilefni af Hinsegin dögum. Palli hefur haldið ball á Gay Pride frá því að hátíðin hófst 1999 og troðfyllt húsið í hvert einasta sinn. Síðustu ár hafa húsin stækkað með hátíðinni og hefur ballið verið í þónokkurn tíma á Nasa. Þar þeytir Palli skífum ásamt því að syngja öll sín bestu lög og virðist ekkert lát vera á vinsældum ballsins. 6. ágúst 2010 06:00 Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum - viðtal Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Sigga Beinteins tengist ekki gjaldþroti Stjórnarinnar ehf. Vissi ekki af tilvist félagsins. 14. október 2013 12:14
María og Hera Björk tróðu upp á skemmtistað í Vín Gestir virtust himinlifandi með söng Maríu og Heru. 23. maí 2015 13:58
Skemmtiatriðið var til heiðurs Tinu Turner Sigga Beinteins, Regína Ósk og Stefanía Svavars komu fram í Ísland Got Talent. 22. mars 2015 22:27
Sigga Beinteins syngur með Páli Óskari Á morgun fer fram hið árlega Gay Pride ball Páls Óskars í tilefni af Hinsegin dögum. Palli hefur haldið ball á Gay Pride frá því að hátíðin hófst 1999 og troðfyllt húsið í hvert einasta sinn. Síðustu ár hafa húsin stækkað með hátíðinni og hefur ballið verið í þónokkurn tíma á Nasa. Þar þeytir Palli skífum ásamt því að syngja öll sín bestu lög og virðist ekkert lát vera á vinsældum ballsins. 6. ágúst 2010 06:00
Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum - viðtal Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30