Vigdís passar enn í fermingarfötin Gunnar Leó Pálsson skrifar 17. júlí 2015 09:30 Vigdísi Hauksdóttur þykir fermingarfötin sín afspyrnu ljót og fer ekki í þau aftur, enda búin að fleygja þeim í ruslið. vísir/valli Þingkonan og Framsóknarmeyjan hressa, Vigdís Hauksdóttir, gerðist djörf á dögunum þegar hún ákvað að prófa að máta fermingarfötin sín aftur en hún fermdist í þeim í Hraungerðiskirkju hið kalda vor 1979. „Jú, það passar að ég passa enn í þau,“ segir Vigdís spurð út í mátunina. Umrædd fermingarföt voru úr tweed-efni og samanstóðu af pilsi og vesti sem voru grá að lit og skófatnaðurinn voru sandalar. „Ég var líka með bindi þegar ég fermdist en ég fann það reyndar ekki. Þetta er samt hrikalega óþægilegt efni, það stingur eins og andskotinn,“ bætir Vigdís við. Vonskuveður var á fermingardaginn hennar sem gerði það að verkum að hún varð hundblaut í fæturna því sandalarnir héldu ekki vatni. Þetta var jafnframt í síðasta sinn sem hún klæddist fermingarfötunum því hún tók þá drastísku ákvörðun að fleygja fötunum eftir þessa síðustu mátun. „Þessi föt eru svo afspyrnu ljót, ég skil ekki hvernig ég gat verið í þessu,“ segir Vigdís og skellihlær. „Þessum fötum var formlega hent í gær.“Vigdís er hér sæl á svipinn í fötum sem hún var í þegar hún fermdist árið 1979.mynd/margrét hauksdóttirÁstæðan fyrir því að Vigdís fann fötin er sú að hún og tvær systur hennar fór austur fyrir fjall, nánar tiltekið til sinna æskustöðva, Stóru-Reykja í Hraungerðishreppi, til að taka til. „Við fórum þangað til þess að hjálpa til við að pakka niður því móðir okkar er að flytja á Selfoss og þá fannst þessi gamli búnaður í tiltektinni,“ útskýrir Vigdís. Augljóslega er Framsóknarkonan í hörku formi því það er ekki sjálfgefið að fólk sem er hálfrar aldar gamalt passi enn í fermingarfötin sín. „Jú, jú, maður hlýtur að vera í nokkuð góðu formi.“ Vigdís hefur þó ekki alltaf verið í svo góðu líkamlegu formi. „Þegar ég var um tvítugt þá var ég bara frekar feit. Ég tók mig svo á og hef verið í formi síðan,“ bætir Vigdís við. Hún fer í ræktina á veturna og stundar svo annars konar hreyfingu og útivist á sumrin, fer út að hlaupa og þess háttar. „Svo er það auðvitað mataræðið, maður reynir að passa það.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
Þingkonan og Framsóknarmeyjan hressa, Vigdís Hauksdóttir, gerðist djörf á dögunum þegar hún ákvað að prófa að máta fermingarfötin sín aftur en hún fermdist í þeim í Hraungerðiskirkju hið kalda vor 1979. „Jú, það passar að ég passa enn í þau,“ segir Vigdís spurð út í mátunina. Umrædd fermingarföt voru úr tweed-efni og samanstóðu af pilsi og vesti sem voru grá að lit og skófatnaðurinn voru sandalar. „Ég var líka með bindi þegar ég fermdist en ég fann það reyndar ekki. Þetta er samt hrikalega óþægilegt efni, það stingur eins og andskotinn,“ bætir Vigdís við. Vonskuveður var á fermingardaginn hennar sem gerði það að verkum að hún varð hundblaut í fæturna því sandalarnir héldu ekki vatni. Þetta var jafnframt í síðasta sinn sem hún klæddist fermingarfötunum því hún tók þá drastísku ákvörðun að fleygja fötunum eftir þessa síðustu mátun. „Þessi föt eru svo afspyrnu ljót, ég skil ekki hvernig ég gat verið í þessu,“ segir Vigdís og skellihlær. „Þessum fötum var formlega hent í gær.“Vigdís er hér sæl á svipinn í fötum sem hún var í þegar hún fermdist árið 1979.mynd/margrét hauksdóttirÁstæðan fyrir því að Vigdís fann fötin er sú að hún og tvær systur hennar fór austur fyrir fjall, nánar tiltekið til sinna æskustöðva, Stóru-Reykja í Hraungerðishreppi, til að taka til. „Við fórum þangað til þess að hjálpa til við að pakka niður því móðir okkar er að flytja á Selfoss og þá fannst þessi gamli búnaður í tiltektinni,“ útskýrir Vigdís. Augljóslega er Framsóknarkonan í hörku formi því það er ekki sjálfgefið að fólk sem er hálfrar aldar gamalt passi enn í fermingarfötin sín. „Jú, jú, maður hlýtur að vera í nokkuð góðu formi.“ Vigdís hefur þó ekki alltaf verið í svo góðu líkamlegu formi. „Þegar ég var um tvítugt þá var ég bara frekar feit. Ég tók mig svo á og hef verið í formi síðan,“ bætir Vigdís við. Hún fer í ræktina á veturna og stundar svo annars konar hreyfingu og útivist á sumrin, fer út að hlaupa og þess háttar. „Svo er það auðvitað mataræðið, maður reynir að passa það.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira