Berjast fyrir 85 ára gamalli bekkjabílahefð á Þjóðhátíð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Bekkjarbílunum skipt út fyrir strætó. Ákveðið hefur verið að hætta notkun bekkjabíla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er óhætt að segja að þessi ákvörðun hryggi marga aðdáendur hátíðarinnar enda telja flestir bekkjabílana hafa verið mikilvægan part af upplifuninni sem fylgir Þjóðhátíð. Hildur Jóhannsdóttir Eyjameyja ákvað að taka málin í sínar hendur og byrjaði með undirskriftalista þar sem brotthvarfi bekkjabílanna er mótmælt.Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við fáum ekki leyfi frá lögreglustjóranum fyrir að hafa bílana hérna þar sem þetta eru vöruflutningabílar sem eru ekki ætlaðir fyrir fólksflutning. Málið er að það eru ekki til nein lög um bekkjabílana og það er enginn vilji fyrir því að keyra neitt í gegn sem gæti veitt okkur undanþágu fyrir að starfrækja þá þessa einu helgi á ári. Það hafa nú þegar verið settar hraðatakmarkanir og fjöldatakmarkanir á bílana til þess að gæta að öryggi farþega. Þetta er mikið óréttlæti fyrir okkur sem höldum upp á Þjóðhátíð en við höfum heyrt að það verði bekkjabílar á Akureyri um verslunarmannahelgina og svo eru hjólabílar í Reykjavík,“ segir Hildur en hún starfar sem sjálfboðaliði á Þjóðhátíð ár hvert. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir lítið við þessu að gera en að það hafi legið fyrir í mörg ár að bekkjabílar yrðu ekki notaðir til fólksflutninga til frambúðar. Aðspurð hvort hægt sé að breyta þessu með lögum eða reglugerðum segir Páley að það þurfi löggjafann til þess að breyta lögum og ráðherra til að breyta reglugerð.Bekkjarbílarnir heyra sögunni til.Vísir/Óskar P. Friðriksson„Það gilda lög um fólksflutninga sem eru frá 2001 og reglugerð frá 2002. Samkvæmt þeim þarf að sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu til þess að mega aka farþegum en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Þessi farartæki eru ekki ætluð til fólksflutninga og þess vegna teljum við að strætisvagn sé talsvert öruggari kostur. Mér skilst að slíkur vagn taki 90 manns en bekkjabíll 35 manns. Fyrirhugað er að vera með fjóra strætisvagna en í fyrra voru aðeins þrír bekkjabílar sem önnuðu engan veginn flutningsþörfinni. Það eru líka fleiri kostir við strætisvagnana, þeir eru lægri svo aðgengi fyrir fatlaða er betra og það sama má segja um fólk með barnavagna og aðra farþega. Þessi breyting verður vonandi til þess að auka þjónustu við gesti hátíðarinnar með öryggið í fyrirrúmi. Það er auðvitað einhver eftirsjá í rómantíkinni við bekkjabílana en við erum aðeins að framfylgja lögum.“ Þjóðhátíðarnefnd harmar að það sé komið að endalokum bekkjabílsins og segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi ekki komið á óvart. „Vestmannaeyingum er annt um bekkjabílana og þá hefð sem er í kringum þá. Þeir hafa þó verið fullreyndir og staðreyndin er sú að bekkjabílarnir anna alls ekki eftirspurninni og þess vegna er ljóst að það þurfi að leita á ný mið. Annars er vert að taka fram að við komum ekki nálægt þessari ákvörðun en hún fellur undir embætti lögreglustjórans,“ segir Hörður Orri Grettisson sem situr í þjóðhátíðarnefnd. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Fleiri fréttir Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að hætta notkun bekkjabíla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þetta árið. Það er óhætt að segja að þessi ákvörðun hryggi marga aðdáendur hátíðarinnar enda telja flestir bekkjabílana hafa verið mikilvægan part af upplifuninni sem fylgir Þjóðhátíð. Hildur Jóhannsdóttir Eyjameyja ákvað að taka málin í sínar hendur og byrjaði með undirskriftalista þar sem brotthvarfi bekkjabílanna er mótmælt.Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.„Við fáum ekki leyfi frá lögreglustjóranum fyrir að hafa bílana hérna þar sem þetta eru vöruflutningabílar sem eru ekki ætlaðir fyrir fólksflutning. Málið er að það eru ekki til nein lög um bekkjabílana og það er enginn vilji fyrir því að keyra neitt í gegn sem gæti veitt okkur undanþágu fyrir að starfrækja þá þessa einu helgi á ári. Það hafa nú þegar verið settar hraðatakmarkanir og fjöldatakmarkanir á bílana til þess að gæta að öryggi farþega. Þetta er mikið óréttlæti fyrir okkur sem höldum upp á Þjóðhátíð en við höfum heyrt að það verði bekkjabílar á Akureyri um verslunarmannahelgina og svo eru hjólabílar í Reykjavík,“ segir Hildur en hún starfar sem sjálfboðaliði á Þjóðhátíð ár hvert. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir lítið við þessu að gera en að það hafi legið fyrir í mörg ár að bekkjabílar yrðu ekki notaðir til fólksflutninga til frambúðar. Aðspurð hvort hægt sé að breyta þessu með lögum eða reglugerðum segir Páley að það þurfi löggjafann til þess að breyta lögum og ráðherra til að breyta reglugerð.Bekkjarbílarnir heyra sögunni til.Vísir/Óskar P. Friðriksson„Það gilda lög um fólksflutninga sem eru frá 2001 og reglugerð frá 2002. Samkvæmt þeim þarf að sækja um rekstrarleyfi hjá Samgöngustofu til þess að mega aka farþegum en mér vitanlega hefur það ekki verið gert. Þessi farartæki eru ekki ætluð til fólksflutninga og þess vegna teljum við að strætisvagn sé talsvert öruggari kostur. Mér skilst að slíkur vagn taki 90 manns en bekkjabíll 35 manns. Fyrirhugað er að vera með fjóra strætisvagna en í fyrra voru aðeins þrír bekkjabílar sem önnuðu engan veginn flutningsþörfinni. Það eru líka fleiri kostir við strætisvagnana, þeir eru lægri svo aðgengi fyrir fatlaða er betra og það sama má segja um fólk með barnavagna og aðra farþega. Þessi breyting verður vonandi til þess að auka þjónustu við gesti hátíðarinnar með öryggið í fyrirrúmi. Það er auðvitað einhver eftirsjá í rómantíkinni við bekkjabílana en við erum aðeins að framfylgja lögum.“ Þjóðhátíðarnefnd harmar að það sé komið að endalokum bekkjabílsins og segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi ekki komið á óvart. „Vestmannaeyingum er annt um bekkjabílana og þá hefð sem er í kringum þá. Þeir hafa þó verið fullreyndir og staðreyndin er sú að bekkjabílarnir anna alls ekki eftirspurninni og þess vegna er ljóst að það þurfi að leita á ný mið. Annars er vert að taka fram að við komum ekki nálægt þessari ákvörðun en hún fellur undir embætti lögreglustjórans,“ segir Hörður Orri Grettisson sem situr í þjóðhátíðarnefnd.
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Fleiri fréttir Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein