Bítlasérfræðingur á leiðinni til landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. júlí 2015 09:30 Friðbert Elí Friðbertsson, Kristín Magdalena Kristjánsdóttir og dóttir þeirra Svandís Hekla hittu Mark Lewisohn ásamt umboðsmanni hans, KT Forster, í London í fyrra, og úr varð að hann mætir á Klakann í haust. „Hann er fróðasti Bítlasérfræðingur í heimi og það er óumdeilt. Hann er eini svona „professional“ Bítlasérfræðingurinn í heiminum og ætlar að koma til landsins í tilefni útgáfunnar,“ segir Bítlaáhugamaðurinn Friðbert Elí Friðbertsson. Eiginkona hans, Kristín Magdalena Kristjánsdóttir, þýddi bókina The Beatles: All These Years, Volume 1 – Tune In eftir Bítlasérfræðinginn Mark Lewisohn, sem er talinn vera allra fróðasti maður heims um Bítlana. Þau gefa bókina út saman. Bókin, sem mun bera titilinn Bítlarnir telja í, kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum árið 2013 og er væntanleg til útgáfu hér á landi í september. „Við hjónin keyptum útgáfuréttinn á bókinni áður en hún kom út. Konan mín er þýðandi og ég er rosalega mikill Bítlaáhugamaður þannig að við vinnum þetta saman. Við erum búin að þýða hana og nú er verið að lesa hana yfir. Við stefnum á að koma henni út í september og Mark ætlar að koma til landsins í kjölfarið,“ útskýrir Friðbert Elí.Mark Lewisohn segir að bókin sé eina bókin um Bítlana sem segi rétt frá öllu í tengslum við snillingana frá Liverpool.Það liggur ekki fyrir hvenær Bítlasérfræðingurinn kemur nákvæmlega til landsins en það verður um svipað leyti og bókin kemur út. „Fólk mun fá að hitta hann og getur fengið hann til að árita eintak af bókinni. Mig langar að fá hann til að halda fyrirlestur, því hann er svo fróður og góður að segja frá. Hann hefur til dæmis haldið fyrirlestur um myndirnar sem eru í bókinni en þær eru 60 talsins og það er rosalega fróðlegt. Það verður gaman fyrir Bítlaaðdáendur og -áhugamenn að hitta hann,“ segir Friðbert Elí. Talsverður fjöldi bóka hefur komið út í tengslum við Bítlana og hefur Mark Lewisohn einnig gefið út nokkrar bækur um Bítlana en hann segir þó sjálfur að umrædd bók sé eina bókin sem hafi vantað í Bítlabókasafnið. Hann segir að bókin sé eina bókin um Bítlana sem segi rétt frá öllu í tengslum við snillingana frá Liverpool. „Mark gaf út bókina The Complete Beatles Recording Sessions: The Official Story of the Abbey Road Years árið 1988 eftir að hafa hlustaði á allar upptökur sem til eru af Bítlunum. Bítlarnir veittu honum aðgang að öllum þeim upptökum sem þeir tóku upp í Abbey Road og er hann eini maðurinn sem hefur hlustað á allar upptökurnar þeirra,“ segir Friðbert Elí. Þá vann Mark með Bítlunum persónulega. „Hann var að vinna fyrir Paul McCartney í tengslum við útgáfumál og annað. Hann sá einnig um útgáfu heimildarmyndarinnar The Beatles Anthology sem kom út í átta hlutum á DVD. Það er eina sanna heimildarmyndin um Bítlana því hún er sú eina sem þeir hafa gefið út sjálfir.“Bókin er um þúsund blaðsíður.Mark var í tíu ár að skrifa bókina og fór stór hluti þess tíma í að leita upplýsinga. Hann hafði rosalega sterk tengsl inn í innsta hring tengdan Bítlunum og fékk upplýsingar sem enginn annar hafði. „Það er rosalega margt nýtt í þessari bók, upplýsingar sem voru ekki þekktar áður. Hann afsannar sumar kenningar sem hafa verið á kreiki,“ útskýrir Friðbert Elí. Bókin er um þúsund blaðsíður og flutti Mark meðal annars til Liverpool til þess að setja sig inn í aðstæður. „Hann fletti öllum dagblöðum frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar í Liverpool sem sýnir okkar að hann hefur lagt rosalega mikið á sig.“ Friðbert Elí og Kristín Magdalena hittu Mark í London á síðasta ári og var Bítlasérfræðingurinn ákaflega ánægður með að bókin yrði þýdd á íslensku. „Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og er mjög spenntur yfir því að hún sé að koma út á Íslandi. Hann nefnir til að mynda Ísland í viðtölum þegar spurt er út í hvar bókin kemur út,“ segir Friðbert Elí léttur í lundu. Bókin er fyrsta bókin af þremur en sú næsta kemur út árið 2020. Bítlaáhugamaðurinn Friðbert Elí Friðbertsson og Bítlasérfræðinginn Mark Lewisohs í London.Kristín Magdalena Kristjánsdóttir þýðandi og Bítlasérfræðinginn Mark Lewisohs í London. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Hann er fróðasti Bítlasérfræðingur í heimi og það er óumdeilt. Hann er eini svona „professional“ Bítlasérfræðingurinn í heiminum og ætlar að koma til landsins í tilefni útgáfunnar,“ segir Bítlaáhugamaðurinn Friðbert Elí Friðbertsson. Eiginkona hans, Kristín Magdalena Kristjánsdóttir, þýddi bókina The Beatles: All These Years, Volume 1 – Tune In eftir Bítlasérfræðinginn Mark Lewisohn, sem er talinn vera allra fróðasti maður heims um Bítlana. Þau gefa bókina út saman. Bókin, sem mun bera titilinn Bítlarnir telja í, kom út í Bretlandi og Bandaríkjunum árið 2013 og er væntanleg til útgáfu hér á landi í september. „Við hjónin keyptum útgáfuréttinn á bókinni áður en hún kom út. Konan mín er þýðandi og ég er rosalega mikill Bítlaáhugamaður þannig að við vinnum þetta saman. Við erum búin að þýða hana og nú er verið að lesa hana yfir. Við stefnum á að koma henni út í september og Mark ætlar að koma til landsins í kjölfarið,“ útskýrir Friðbert Elí.Mark Lewisohn segir að bókin sé eina bókin um Bítlana sem segi rétt frá öllu í tengslum við snillingana frá Liverpool.Það liggur ekki fyrir hvenær Bítlasérfræðingurinn kemur nákvæmlega til landsins en það verður um svipað leyti og bókin kemur út. „Fólk mun fá að hitta hann og getur fengið hann til að árita eintak af bókinni. Mig langar að fá hann til að halda fyrirlestur, því hann er svo fróður og góður að segja frá. Hann hefur til dæmis haldið fyrirlestur um myndirnar sem eru í bókinni en þær eru 60 talsins og það er rosalega fróðlegt. Það verður gaman fyrir Bítlaaðdáendur og -áhugamenn að hitta hann,“ segir Friðbert Elí. Talsverður fjöldi bóka hefur komið út í tengslum við Bítlana og hefur Mark Lewisohn einnig gefið út nokkrar bækur um Bítlana en hann segir þó sjálfur að umrædd bók sé eina bókin sem hafi vantað í Bítlabókasafnið. Hann segir að bókin sé eina bókin um Bítlana sem segi rétt frá öllu í tengslum við snillingana frá Liverpool. „Mark gaf út bókina The Complete Beatles Recording Sessions: The Official Story of the Abbey Road Years árið 1988 eftir að hafa hlustaði á allar upptökur sem til eru af Bítlunum. Bítlarnir veittu honum aðgang að öllum þeim upptökum sem þeir tóku upp í Abbey Road og er hann eini maðurinn sem hefur hlustað á allar upptökurnar þeirra,“ segir Friðbert Elí. Þá vann Mark með Bítlunum persónulega. „Hann var að vinna fyrir Paul McCartney í tengslum við útgáfumál og annað. Hann sá einnig um útgáfu heimildarmyndarinnar The Beatles Anthology sem kom út í átta hlutum á DVD. Það er eina sanna heimildarmyndin um Bítlana því hún er sú eina sem þeir hafa gefið út sjálfir.“Bókin er um þúsund blaðsíður.Mark var í tíu ár að skrifa bókina og fór stór hluti þess tíma í að leita upplýsinga. Hann hafði rosalega sterk tengsl inn í innsta hring tengdan Bítlunum og fékk upplýsingar sem enginn annar hafði. „Það er rosalega margt nýtt í þessari bók, upplýsingar sem voru ekki þekktar áður. Hann afsannar sumar kenningar sem hafa verið á kreiki,“ útskýrir Friðbert Elí. Bókin er um þúsund blaðsíður og flutti Mark meðal annars til Liverpool til þess að setja sig inn í aðstæður. „Hann fletti öllum dagblöðum frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar í Liverpool sem sýnir okkar að hann hefur lagt rosalega mikið á sig.“ Friðbert Elí og Kristín Magdalena hittu Mark í London á síðasta ári og var Bítlasérfræðingurinn ákaflega ánægður með að bókin yrði þýdd á íslensku. „Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og er mjög spenntur yfir því að hún sé að koma út á Íslandi. Hann nefnir til að mynda Ísland í viðtölum þegar spurt er út í hvar bókin kemur út,“ segir Friðbert Elí léttur í lundu. Bókin er fyrsta bókin af þremur en sú næsta kemur út árið 2020. Bítlaáhugamaðurinn Friðbert Elí Friðbertsson og Bítlasérfræðinginn Mark Lewisohs í London.Kristín Magdalena Kristjánsdóttir þýðandi og Bítlasérfræðinginn Mark Lewisohs í London.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira