Slembilukkan skarst í leikinn 11. júlí 2015 12:00 Kara og Owen eru miklir stuðningsmenn listar, í hvaða formum sem hún kann að leynast. „Þarna getur fólk gengið inn af götunni og gripið í míkrafóninn, og gert það sem því sýnist, reyndir og óreyndir,“ segir Owen Fie ljósmyndari, sem stendur fyrir Open Mic-kvöldum á skemmtistaðnum Húrra ásamt eiginkonu sinni Köru Hergils dansara. Brenna þau fyrir að búa til pláss fyrir fólk til að tjá sig og sína list. Segir Owen þau ekki jafn hungruð og áður í að fylla í slík pláss sjálf með sínu listformi, en iða í skinninu yfir að fá að opna möguleikann fyrir aðra. „Við einblínum ekki á neitt sérstakt, það er engin regla um að þarna skuli grínast. Alls ekki. Þetta snýst meira um fólk sem hefur áhuga á að tjá sig og jafnvel prófi brot úr verkum sem það hefur lokað ofan í skúffu fyrir áhorfendur. Helst viljum við fá að blanda saman óreyndum áhugamönnum og atvinnumönnum,“ útskýrir Owen. Segir Owen sannkallaða slembilukku hafa ráðið að þau Kara hafi sett kvöldin á fót. „Við höfðum oft rætt um þetta, og svo æxlaðist það þannig að Jón Mýrdal sem á Húrra sat við hliðina á okkur í kvöldverðarboði og sagðist í óspurðum fréttum hafa pláss og spurði hvort við hefðum hugmynd. Kjálkarnir á okkur duttu beint á gólfið,“ segir Owen og skellir upp úr. Open Mic-kvöldið verður haldið á sunnudag og þá í sjötta skiptið. Þar hefur kennt ýmissa grasa og fjöldi fólks eignað sér sviðið, svo sem Hugleikur Dagsson, Snorri Helgason, Saga Garðarsdóttir og fleiri. „Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist, þetta flæðir bara áfram,“ útskýrir Owen og skýtur að; „Vonandi fáum við að vera áfram í húsinu og krossum fingur í von um að Húrra fái að halda velli.“ Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Þarna getur fólk gengið inn af götunni og gripið í míkrafóninn, og gert það sem því sýnist, reyndir og óreyndir,“ segir Owen Fie ljósmyndari, sem stendur fyrir Open Mic-kvöldum á skemmtistaðnum Húrra ásamt eiginkonu sinni Köru Hergils dansara. Brenna þau fyrir að búa til pláss fyrir fólk til að tjá sig og sína list. Segir Owen þau ekki jafn hungruð og áður í að fylla í slík pláss sjálf með sínu listformi, en iða í skinninu yfir að fá að opna möguleikann fyrir aðra. „Við einblínum ekki á neitt sérstakt, það er engin regla um að þarna skuli grínast. Alls ekki. Þetta snýst meira um fólk sem hefur áhuga á að tjá sig og jafnvel prófi brot úr verkum sem það hefur lokað ofan í skúffu fyrir áhorfendur. Helst viljum við fá að blanda saman óreyndum áhugamönnum og atvinnumönnum,“ útskýrir Owen. Segir Owen sannkallaða slembilukku hafa ráðið að þau Kara hafi sett kvöldin á fót. „Við höfðum oft rætt um þetta, og svo æxlaðist það þannig að Jón Mýrdal sem á Húrra sat við hliðina á okkur í kvöldverðarboði og sagðist í óspurðum fréttum hafa pláss og spurði hvort við hefðum hugmynd. Kjálkarnir á okkur duttu beint á gólfið,“ segir Owen og skellir upp úr. Open Mic-kvöldið verður haldið á sunnudag og þá í sjötta skiptið. Þar hefur kennt ýmissa grasa og fjöldi fólks eignað sér sviðið, svo sem Hugleikur Dagsson, Snorri Helgason, Saga Garðarsdóttir og fleiri. „Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist, þetta flæðir bara áfram,“ útskýrir Owen og skýtur að; „Vonandi fáum við að vera áfram í húsinu og krossum fingur í von um að Húrra fái að halda velli.“
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira