Thatch: Ætla að rota Gunnar í annarri lotu Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 11. júlí 2015 12:00 „Ég er búinn að æfa mjög vel og nú er kominn tími á að leika sér,“ sagði Brandon Thatch öruggur með sig er blaðamaður hitti á hann á MGM Grand í gær. Thatch heldur upp á afmælið sitt í búrinu á morgun en þá verður hann þrítugur. Þetta er stór strákur, 188 sentimetrar, og afar kraftmikill. Hann hljóp í skarðið þegar John Hathaway meiddist. Sérfræðingar eru sammála um að Thatch sé mun öflugri andstæðingur og honum er spáð miklum frama. Hann hefur unnið ellefu af þrettán bardögum sínum og sjö þeirra með rothöggi. Kraftmikill strákur sem þarf að varast. „Gunnar er frábær andstæðingur og sigur á honum gerir frábæra hluti fyrir minn feril. Þá ætti ég að komast inn á topp fimmtán í heiminum. Ég mæti alltaf með sjálfstraustið í toppi en ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem stafar af Gunnari. Ég mun vera skynsamur en samt berjast eins og ég vil,“ sagði Thatch ákveðinn en hann ætlar að klára Gunnar í annarri lotu. Helst með rothöggi. Thatch veit sem er að hann verður í vandræðum ef hann lendir í gólfinu með Gunnari og hann ætlar að forðast það eins og heitan eldinn. „Gunnar er mjög góður í gólfinu og ég þarf að halda minni fjarlægð. Ég þarf að halda honum í stungufjarlægð. Ef við endum í gólfinu þá er ég tilbúinn að standa aftur á fætur. Ég hef verið að vinna mikið í því og glíman hjá mér verður betri með hverjum bardaga,“ segir Thatch en honum finnst það enn óraunverulegt að hann sé á meðal bestu bardagakappa heims. „Það er draumur að rætast að vera á þessu kvöldi og að vera í UFC. Það er ótrúlegt að vera á þessu stærsta bardagakvöldi heims og ég get ekki beðið,“ sagði Brandon Thatch.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Ég er búinn að æfa mjög vel og nú er kominn tími á að leika sér,“ sagði Brandon Thatch öruggur með sig er blaðamaður hitti á hann á MGM Grand í gær. Thatch heldur upp á afmælið sitt í búrinu á morgun en þá verður hann þrítugur. Þetta er stór strákur, 188 sentimetrar, og afar kraftmikill. Hann hljóp í skarðið þegar John Hathaway meiddist. Sérfræðingar eru sammála um að Thatch sé mun öflugri andstæðingur og honum er spáð miklum frama. Hann hefur unnið ellefu af þrettán bardögum sínum og sjö þeirra með rothöggi. Kraftmikill strákur sem þarf að varast. „Gunnar er frábær andstæðingur og sigur á honum gerir frábæra hluti fyrir minn feril. Þá ætti ég að komast inn á topp fimmtán í heiminum. Ég mæti alltaf með sjálfstraustið í toppi en ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem stafar af Gunnari. Ég mun vera skynsamur en samt berjast eins og ég vil,“ sagði Thatch ákveðinn en hann ætlar að klára Gunnar í annarri lotu. Helst með rothöggi. Thatch veit sem er að hann verður í vandræðum ef hann lendir í gólfinu með Gunnari og hann ætlar að forðast það eins og heitan eldinn. „Gunnar er mjög góður í gólfinu og ég þarf að halda minni fjarlægð. Ég þarf að halda honum í stungufjarlægð. Ef við endum í gólfinu þá er ég tilbúinn að standa aftur á fætur. Ég hef verið að vinna mikið í því og glíman hjá mér verður betri með hverjum bardaga,“ segir Thatch en honum finnst það enn óraunverulegt að hann sé á meðal bestu bardagakappa heims. „Það er draumur að rætast að vera á þessu kvöldi og að vera í UFC. Það er ótrúlegt að vera á þessu stærsta bardagakvöldi heims og ég get ekki beðið,“ sagði Brandon Thatch.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45 Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30 Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15 Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Brandon Thatch Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 189 og mæta Brandon Thatch. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann tapaði fyrir Rick Story í október. 6. júlí 2015 09:45
Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. 2. júlí 2015 10:30
Þetta er maðurinn sem mætir Gunnari Nelson Greining á Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem mætir Gunnari Nelson á stærsta bardagakvöldi ársins á laugardaginn. 7. júlí 2015 17:15
Andstæðingur Gunnars mun fara hratt upp metorðalistann | Myndband Gunnar Nelson stígur inn í búrið á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC á laugardag. Þetta er hans fyrsti bardagi í Bandaríkjunum og fyrsti bardaginn eftir tapið gegn Rick Story í Stokkhólmi. Faðir Gunnars hefur trú á sínum manni. 9. júlí 2015 07:30