Börn svikin um tónmennt Kári Friðriksson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Greinarhöfundur er tónmenntakennari að mennt og hefur kennt í rúmlega 20 ár. Á þeim tíma hefur talsvert breyst og því miður til hins verra. Skólar þar sem yngri börn fengu tvo tíma í tónmennt á viku fyrir tuttugu árum kenna jafnvel enga tónmennt í dag. Skal sem dæmi nefndur Breiðholtsskóli, þar sem ég kenndi í upphafi ferils míns, alls í sjö ár. Ég nefni hann sem dæmi þar sem núverandi fræðslustjóri í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, var mér þar samtíða, fyrst sem almennur kennari en seinna sem yfirkennari og skólastjóri. Fyrir tuttugu árum fengu yngri bekkir tvo tíma á viku í tónmennt, en síðari ár hefur ekki verið kennd þar tónmennt. Á vormánuðum 2013 gerði ég könnun á því hvar væri kennd tónmennt í grunnskólum Reykjavíkur og fann nokkra skóla þar sem það var ekki gert. Sendi ég bréf til Ragnars fræðslustjóra og sagði að ég væri ósáttur við það að „börn væru svikin um lögbundna tónmenntakennslu“ á meðan kennarar, eins og t.d. ég, gengu um atvinnulausir. Ragnar svaraði ekki sjálfur erindi mínu, heldur beindi því til Sigfríðar Björnsdóttur, sviðsstjóra listgreina, sem er tónmenntakennari að mennt og starfaði sem slíkur. Ekki tók hún bréfi mínu vel heldur sneri út úr því og virtist telja að „í lagi væri að kenna einhverjar aðrar listgreinar í staðinn, og sleppa því að kenna tónmennt“. Þetta er mín túlkun á því sem hún sagði og fannst mér það lítill metnaður fyrir hönd tónlistar hjá fyrrverandi tónmenntakennara. Ekkert virðist hafa verið rætt við skólastjóra um skort á tónmenntakennslu, því að vorið 2015 virðist ástandið svipað í þeim skólum sem ég benti embættinu á að vanræktu tónmennt.Dagur og Ragnar svara ekki! Ég ræddi skort á tónmenntakennslu við Dag, núverandi borgarstjóra, þegar hann kom á vinnustað minn í kosningabaráttunni, og fannst mér að hann teldi að tónmennt ætti að vera kennd í hverjum skóla. Því miður hefur hann og Ragnar fræðslustjóri ekki svarað alls þremur bréfum frá mér um þetta mál í vor. Það var „Vonbrigða-Dagur“ þegar ég gafst upp á að senda þeim fleiri netpósta, og ákvað ég þá að „skamma þá“ aðeins í blöðunum, bæði fyrir að svara ekki kurteislega endurteknum bréfaskriftum um opinber málefni, og einnig fyrir að „bregðast börnunum“ með því að tryggja ekki að öll börn í Reykjavík njóti tónmenntakennslu, sem ég vona að flestum þyki sjálfsagt að þau fái. Foreldrar barna sem ekki fá tónmenntakennslu árum saman mættu líka láta í sér heyra. Það er hægt að fá kennara og tónlist er það stór partur af lífi fólks að allir ættu að fá einhverja innsýn í hvað hún getur verið fjölbreytt. Ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri, en vona að hún ýti við einhverjum og kannski mun menntamálaráðherra hafa metnað til að vinna að bættum framgangi kennslu bæði í grunn- og tónlistarskólum, þar sem hann er tónlistarmenntaður. Kannski mun hann „skamma“ fræðslustjóra fyrir að standa sig ekki á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur er tónmenntakennari að mennt og hefur kennt í rúmlega 20 ár. Á þeim tíma hefur talsvert breyst og því miður til hins verra. Skólar þar sem yngri börn fengu tvo tíma í tónmennt á viku fyrir tuttugu árum kenna jafnvel enga tónmennt í dag. Skal sem dæmi nefndur Breiðholtsskóli, þar sem ég kenndi í upphafi ferils míns, alls í sjö ár. Ég nefni hann sem dæmi þar sem núverandi fræðslustjóri í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, var mér þar samtíða, fyrst sem almennur kennari en seinna sem yfirkennari og skólastjóri. Fyrir tuttugu árum fengu yngri bekkir tvo tíma á viku í tónmennt, en síðari ár hefur ekki verið kennd þar tónmennt. Á vormánuðum 2013 gerði ég könnun á því hvar væri kennd tónmennt í grunnskólum Reykjavíkur og fann nokkra skóla þar sem það var ekki gert. Sendi ég bréf til Ragnars fræðslustjóra og sagði að ég væri ósáttur við það að „börn væru svikin um lögbundna tónmenntakennslu“ á meðan kennarar, eins og t.d. ég, gengu um atvinnulausir. Ragnar svaraði ekki sjálfur erindi mínu, heldur beindi því til Sigfríðar Björnsdóttur, sviðsstjóra listgreina, sem er tónmenntakennari að mennt og starfaði sem slíkur. Ekki tók hún bréfi mínu vel heldur sneri út úr því og virtist telja að „í lagi væri að kenna einhverjar aðrar listgreinar í staðinn, og sleppa því að kenna tónmennt“. Þetta er mín túlkun á því sem hún sagði og fannst mér það lítill metnaður fyrir hönd tónlistar hjá fyrrverandi tónmenntakennara. Ekkert virðist hafa verið rætt við skólastjóra um skort á tónmenntakennslu, því að vorið 2015 virðist ástandið svipað í þeim skólum sem ég benti embættinu á að vanræktu tónmennt.Dagur og Ragnar svara ekki! Ég ræddi skort á tónmenntakennslu við Dag, núverandi borgarstjóra, þegar hann kom á vinnustað minn í kosningabaráttunni, og fannst mér að hann teldi að tónmennt ætti að vera kennd í hverjum skóla. Því miður hefur hann og Ragnar fræðslustjóri ekki svarað alls þremur bréfum frá mér um þetta mál í vor. Það var „Vonbrigða-Dagur“ þegar ég gafst upp á að senda þeim fleiri netpósta, og ákvað ég þá að „skamma þá“ aðeins í blöðunum, bæði fyrir að svara ekki kurteislega endurteknum bréfaskriftum um opinber málefni, og einnig fyrir að „bregðast börnunum“ með því að tryggja ekki að öll börn í Reykjavík njóti tónmenntakennslu, sem ég vona að flestum þyki sjálfsagt að þau fái. Foreldrar barna sem ekki fá tónmenntakennslu árum saman mættu líka láta í sér heyra. Það er hægt að fá kennara og tónlist er það stór partur af lífi fólks að allir ættu að fá einhverja innsýn í hvað hún getur verið fjölbreytt. Ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri, en vona að hún ýti við einhverjum og kannski mun menntamálaráðherra hafa metnað til að vinna að bættum framgangi kennslu bæði í grunn- og tónlistarskólum, þar sem hann er tónlistarmenntaður. Kannski mun hann „skamma“ fræðslustjóra fyrir að standa sig ekki á vaktinni.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun