Börn svikin um tónmennt Kári Friðriksson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Greinarhöfundur er tónmenntakennari að mennt og hefur kennt í rúmlega 20 ár. Á þeim tíma hefur talsvert breyst og því miður til hins verra. Skólar þar sem yngri börn fengu tvo tíma í tónmennt á viku fyrir tuttugu árum kenna jafnvel enga tónmennt í dag. Skal sem dæmi nefndur Breiðholtsskóli, þar sem ég kenndi í upphafi ferils míns, alls í sjö ár. Ég nefni hann sem dæmi þar sem núverandi fræðslustjóri í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, var mér þar samtíða, fyrst sem almennur kennari en seinna sem yfirkennari og skólastjóri. Fyrir tuttugu árum fengu yngri bekkir tvo tíma á viku í tónmennt, en síðari ár hefur ekki verið kennd þar tónmennt. Á vormánuðum 2013 gerði ég könnun á því hvar væri kennd tónmennt í grunnskólum Reykjavíkur og fann nokkra skóla þar sem það var ekki gert. Sendi ég bréf til Ragnars fræðslustjóra og sagði að ég væri ósáttur við það að „börn væru svikin um lögbundna tónmenntakennslu“ á meðan kennarar, eins og t.d. ég, gengu um atvinnulausir. Ragnar svaraði ekki sjálfur erindi mínu, heldur beindi því til Sigfríðar Björnsdóttur, sviðsstjóra listgreina, sem er tónmenntakennari að mennt og starfaði sem slíkur. Ekki tók hún bréfi mínu vel heldur sneri út úr því og virtist telja að „í lagi væri að kenna einhverjar aðrar listgreinar í staðinn, og sleppa því að kenna tónmennt“. Þetta er mín túlkun á því sem hún sagði og fannst mér það lítill metnaður fyrir hönd tónlistar hjá fyrrverandi tónmenntakennara. Ekkert virðist hafa verið rætt við skólastjóra um skort á tónmenntakennslu, því að vorið 2015 virðist ástandið svipað í þeim skólum sem ég benti embættinu á að vanræktu tónmennt.Dagur og Ragnar svara ekki! Ég ræddi skort á tónmenntakennslu við Dag, núverandi borgarstjóra, þegar hann kom á vinnustað minn í kosningabaráttunni, og fannst mér að hann teldi að tónmennt ætti að vera kennd í hverjum skóla. Því miður hefur hann og Ragnar fræðslustjóri ekki svarað alls þremur bréfum frá mér um þetta mál í vor. Það var „Vonbrigða-Dagur“ þegar ég gafst upp á að senda þeim fleiri netpósta, og ákvað ég þá að „skamma þá“ aðeins í blöðunum, bæði fyrir að svara ekki kurteislega endurteknum bréfaskriftum um opinber málefni, og einnig fyrir að „bregðast börnunum“ með því að tryggja ekki að öll börn í Reykjavík njóti tónmenntakennslu, sem ég vona að flestum þyki sjálfsagt að þau fái. Foreldrar barna sem ekki fá tónmenntakennslu árum saman mættu líka láta í sér heyra. Það er hægt að fá kennara og tónlist er það stór partur af lífi fólks að allir ættu að fá einhverja innsýn í hvað hún getur verið fjölbreytt. Ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri, en vona að hún ýti við einhverjum og kannski mun menntamálaráðherra hafa metnað til að vinna að bættum framgangi kennslu bæði í grunn- og tónlistarskólum, þar sem hann er tónlistarmenntaður. Kannski mun hann „skamma“ fræðslustjóra fyrir að standa sig ekki á vaktinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur er tónmenntakennari að mennt og hefur kennt í rúmlega 20 ár. Á þeim tíma hefur talsvert breyst og því miður til hins verra. Skólar þar sem yngri börn fengu tvo tíma í tónmennt á viku fyrir tuttugu árum kenna jafnvel enga tónmennt í dag. Skal sem dæmi nefndur Breiðholtsskóli, þar sem ég kenndi í upphafi ferils míns, alls í sjö ár. Ég nefni hann sem dæmi þar sem núverandi fræðslustjóri í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, var mér þar samtíða, fyrst sem almennur kennari en seinna sem yfirkennari og skólastjóri. Fyrir tuttugu árum fengu yngri bekkir tvo tíma á viku í tónmennt, en síðari ár hefur ekki verið kennd þar tónmennt. Á vormánuðum 2013 gerði ég könnun á því hvar væri kennd tónmennt í grunnskólum Reykjavíkur og fann nokkra skóla þar sem það var ekki gert. Sendi ég bréf til Ragnars fræðslustjóra og sagði að ég væri ósáttur við það að „börn væru svikin um lögbundna tónmenntakennslu“ á meðan kennarar, eins og t.d. ég, gengu um atvinnulausir. Ragnar svaraði ekki sjálfur erindi mínu, heldur beindi því til Sigfríðar Björnsdóttur, sviðsstjóra listgreina, sem er tónmenntakennari að mennt og starfaði sem slíkur. Ekki tók hún bréfi mínu vel heldur sneri út úr því og virtist telja að „í lagi væri að kenna einhverjar aðrar listgreinar í staðinn, og sleppa því að kenna tónmennt“. Þetta er mín túlkun á því sem hún sagði og fannst mér það lítill metnaður fyrir hönd tónlistar hjá fyrrverandi tónmenntakennara. Ekkert virðist hafa verið rætt við skólastjóra um skort á tónmenntakennslu, því að vorið 2015 virðist ástandið svipað í þeim skólum sem ég benti embættinu á að vanræktu tónmennt.Dagur og Ragnar svara ekki! Ég ræddi skort á tónmenntakennslu við Dag, núverandi borgarstjóra, þegar hann kom á vinnustað minn í kosningabaráttunni, og fannst mér að hann teldi að tónmennt ætti að vera kennd í hverjum skóla. Því miður hefur hann og Ragnar fræðslustjóri ekki svarað alls þremur bréfum frá mér um þetta mál í vor. Það var „Vonbrigða-Dagur“ þegar ég gafst upp á að senda þeim fleiri netpósta, og ákvað ég þá að „skamma þá“ aðeins í blöðunum, bæði fyrir að svara ekki kurteislega endurteknum bréfaskriftum um opinber málefni, og einnig fyrir að „bregðast börnunum“ með því að tryggja ekki að öll börn í Reykjavík njóti tónmenntakennslu, sem ég vona að flestum þyki sjálfsagt að þau fái. Foreldrar barna sem ekki fá tónmenntakennslu árum saman mættu líka láta í sér heyra. Það er hægt að fá kennara og tónlist er það stór partur af lífi fólks að allir ættu að fá einhverja innsýn í hvað hún getur verið fjölbreytt. Ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri, en vona að hún ýti við einhverjum og kannski mun menntamálaráðherra hafa metnað til að vinna að bættum framgangi kennslu bæði í grunn- og tónlistarskólum, þar sem hann er tónlistarmenntaður. Kannski mun hann „skamma“ fræðslustjóra fyrir að standa sig ekki á vaktinni.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar