Símnotkun er dauðans alvara Kristján Kristinsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Fésbókarvinur minn setti eftirfarandi lýsingu á síðuna sína: „Lenti í tveimur háskatilvikum á þjóðveginum í gær. Í fyrra tilvikinu var um að ræða svartan jeppa sem við hjónin mættum skammt frá Bjarkarlundi. Þegar nokkrir tugir metra voru í bílinn sveigði hann skyndilega yfir á okkar vegarhelming og ók beint á móti okkur. Ég hafði enga möguleika á að forðast hann en snarhægði ferðina. Þegar örskammt var í bílinn snarsveigði hann til baka. Þarna skildu aðeins sekúndur á milli lífs og dauða. Líklega var maðurinn að senda sms.“ Ímyndaðu þér að þú sért að mæta stórum flutningabíl á þjóðvegi 1 og bílstjórinn er að tala í símann. Hvað myndirðu segja við því ef ég héldi því fram að þú værir í jafn mikilli hættu og ef bílstjórinn á móti væri búinn að drekka nokkra bjóra? Skv. 45. grein íslenskra umferðarlaga má enginn stjórna, eða reyna að stjórna, vélknúnu ökutæki undir áhrifum áfengis. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50 prómillum eða meira telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega og ef vínandamagn er meira en 1,20 prómill telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. En hvað með farsímanotkun? Getur ökumaður sem notar farsíma við akstur stjórnað ökutæki af öryggi? Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem borin er saman hæfni fólks við akstur annars vegar undir áhrifum áfengis (0,80 prómill) og hins vegar edrú en að tala í farsíma. Í ljós kemur að viðbragð fólks með þetta mikið áfengi í blóðinu er ekki seinna og í sumum tilvikum skjótara en hjá þeim sem eru edrú en að tala í farsíma undir stýri. Gildir þá einu hvort um er að ræða handfrjálsan búnað eða símann við eyrað, athyglin er annars staðar og það hefur áhrif á viðbragðið. Þið getið ímyndað ykkur hvert viðbragðið er hjá þeim sem senda sms undir stýri, en því miður hefur maður orðið vitni að slíku atferli.Umferðarslys eiga sér orsakir Ég starfa sem öryggisstjóri hjá stóru fyrirtæki og reynslan hefur kennt mér að vinnuslys gerast ekki af því að menn eru óheppnir. Vinnuslys eiga sér orsakir, í flestum tilvikum vegna þess að við erum mannleg og gerum mistök eða vegna hættulegra aðstæðna. Hið sama gildir um umferðarslys, þau eiga sér orsakir og yfirleitt mannlegar. Við tökum hart á akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en hvers vegna erum við svona umburðarlynd gagnvart því hættulega og ólöglega atferli að tala í síma við akstur? Sennilega vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað athyglin hefur mikil áhrif á viðbragð og við ofmetum hæfileika okkar til að gera marga hluti samtímis. En hvað er til ráða? Mikilvægt er að þeir sem koma að þjálfun ungra ökumanna brýni fyrir þeim að akstur og símnotkun fara ekki saman. Símafyrirtækin nota mikið fé í auglýsingar á hverju ári, hvernig væri að þau notuðu hluta af því fé til að hvetja til öruggrar símnotkunar? Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort eitt símtal geti verið svo mikilvægt að það réttlæti að stofna lífi og limum okkar og annarra í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fésbókarvinur minn setti eftirfarandi lýsingu á síðuna sína: „Lenti í tveimur háskatilvikum á þjóðveginum í gær. Í fyrra tilvikinu var um að ræða svartan jeppa sem við hjónin mættum skammt frá Bjarkarlundi. Þegar nokkrir tugir metra voru í bílinn sveigði hann skyndilega yfir á okkar vegarhelming og ók beint á móti okkur. Ég hafði enga möguleika á að forðast hann en snarhægði ferðina. Þegar örskammt var í bílinn snarsveigði hann til baka. Þarna skildu aðeins sekúndur á milli lífs og dauða. Líklega var maðurinn að senda sms.“ Ímyndaðu þér að þú sért að mæta stórum flutningabíl á þjóðvegi 1 og bílstjórinn er að tala í símann. Hvað myndirðu segja við því ef ég héldi því fram að þú værir í jafn mikilli hættu og ef bílstjórinn á móti væri búinn að drekka nokkra bjóra? Skv. 45. grein íslenskra umferðarlaga má enginn stjórna, eða reyna að stjórna, vélknúnu ökutæki undir áhrifum áfengis. Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50 prómillum eða meira telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega og ef vínandamagn er meira en 1,20 prómill telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki. En hvað með farsímanotkun? Getur ökumaður sem notar farsíma við akstur stjórnað ökutæki af öryggi? Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem borin er saman hæfni fólks við akstur annars vegar undir áhrifum áfengis (0,80 prómill) og hins vegar edrú en að tala í farsíma. Í ljós kemur að viðbragð fólks með þetta mikið áfengi í blóðinu er ekki seinna og í sumum tilvikum skjótara en hjá þeim sem eru edrú en að tala í farsíma undir stýri. Gildir þá einu hvort um er að ræða handfrjálsan búnað eða símann við eyrað, athyglin er annars staðar og það hefur áhrif á viðbragðið. Þið getið ímyndað ykkur hvert viðbragðið er hjá þeim sem senda sms undir stýri, en því miður hefur maður orðið vitni að slíku atferli.Umferðarslys eiga sér orsakir Ég starfa sem öryggisstjóri hjá stóru fyrirtæki og reynslan hefur kennt mér að vinnuslys gerast ekki af því að menn eru óheppnir. Vinnuslys eiga sér orsakir, í flestum tilvikum vegna þess að við erum mannleg og gerum mistök eða vegna hættulegra aðstæðna. Hið sama gildir um umferðarslys, þau eiga sér orsakir og yfirleitt mannlegar. Við tökum hart á akstri undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en hvers vegna erum við svona umburðarlynd gagnvart því hættulega og ólöglega atferli að tala í síma við akstur? Sennilega vegna þess að við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað athyglin hefur mikil áhrif á viðbragð og við ofmetum hæfileika okkar til að gera marga hluti samtímis. En hvað er til ráða? Mikilvægt er að þeir sem koma að þjálfun ungra ökumanna brýni fyrir þeim að akstur og símnotkun fara ekki saman. Símafyrirtækin nota mikið fé í auglýsingar á hverju ári, hvernig væri að þau notuðu hluta af því fé til að hvetja til öruggrar símnotkunar? Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort eitt símtal geti verið svo mikilvægt að það réttlæti að stofna lífi og limum okkar og annarra í hættu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun