Íslenski álklasinn Ragnar Guðmundsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Klasar eru merkileg fyrirbæri sem finna má úti um allan heim og í mörgum atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, framleiðenda, birgja, þjónustuaðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasamstarf haslað sér völl á sviði jarðvarma, sjávarútvegs og ferðaþjónustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofnana stóðu að vel sóttum stofnfundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmótaðan samstarfsvettvang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir viðkomandi fyrirtæki og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekkingarsviða sem klasasamstarf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta uppspretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkomandi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sem best þau þjóðhagslegu verðmæti og sóknarfæri sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróuninni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heilbrigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjóndeildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæka og ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Klasar eru merkileg fyrirbæri sem finna má úti um allan heim og í mörgum atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, framleiðenda, birgja, þjónustuaðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasamstarf haslað sér völl á sviði jarðvarma, sjávarútvegs og ferðaþjónustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofnana stóðu að vel sóttum stofnfundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmótaðan samstarfsvettvang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir viðkomandi fyrirtæki og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekkingarsviða sem klasasamstarf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta uppspretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkomandi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sem best þau þjóðhagslegu verðmæti og sóknarfæri sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróuninni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heilbrigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjóndeildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæka og ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar