Íslenski álklasinn Ragnar Guðmundsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Klasar eru merkileg fyrirbæri sem finna má úti um allan heim og í mörgum atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, framleiðenda, birgja, þjónustuaðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasamstarf haslað sér völl á sviði jarðvarma, sjávarútvegs og ferðaþjónustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofnana stóðu að vel sóttum stofnfundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmótaðan samstarfsvettvang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir viðkomandi fyrirtæki og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekkingarsviða sem klasasamstarf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta uppspretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkomandi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sem best þau þjóðhagslegu verðmæti og sóknarfæri sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróuninni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heilbrigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjóndeildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæka og ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Klasar eru merkileg fyrirbæri sem finna má úti um allan heim og í mörgum atvinnugreinum. Samkvæmt skilgreiningu er klasi svæðisbundinn hópur fyrirtækja, framleiðenda, birgja, þjónustuaðila, kaupenda, opinberra stofnana og fleiri aðila sem eiga það sameiginlegt að hagnast af samkeppni og framþróun innan sama iðnaðar. Lykilatriði er að viðkomandi aðilar geti í senn unnið saman og átt í samkeppni. Hérlendis hefur klasasamstarf haslað sér völl á sviði jarðvarma, sjávarútvegs og ferðaþjónustu með góðum árangri. Nýlega bættist mikilvægur klasi í hópinn þegar tugir fyrirtækja og stofnana stóðu að vel sóttum stofnfundi íslenska álklasans. Á meðal stofnenda eru verkfræðistofur, vélsmiðjur, tæknifyrirtæki, málmsteypur, skipafélög, verktakafyrirtæki, fjármálastofnanir, rannsókna- og menntastofnanir, auk allra álveranna á Íslandi. Nýir aðilar bætast við klasann á næstu misserum enda skipta þau fyrirtæki hundruðum sem hafa hag af álframleiðslu á Íslandi. Klasi þarf að hafa skýra framtíðarsýn, augljós markmið, skipulag og fastmótaðan samstarfsvettvang þeirra sem að honum standa. Með því að öðlast sameiginlegan skilning á framtíðinni í stórum dráttum geta stór fyrirtæki og smá bætt eigin stefnumótun samhliða samstarfinu. Markmið álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir viðkomandi fyrirtæki og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði. Sú skörun þekkingarsviða sem klasasamstarf felur í sér er einmitt í eðli sínu ein helsta uppspretta frjórra hugmynda og nýsköpunar. Áliðnaður er undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi. Þess vegna felst mikilvægi álklasans ekki einungis í ávinningi viðkomandi þátttökufyrirtækja hvers um sig. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sem best þau þjóðhagslegu verðmæti og sóknarfæri sem klasasamstarfið gefur kost á. Miklu skiptir að fyrir liggi hvaða kraftar ráða þróuninni í atvinnugreininni, hvers eðlis samspil stofnana, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja er og hvernig best má tryggja heilbrigðan vöxt og viðgang klasans þjóðarbúinu til heilla. Víðari sjóndeildarhringur með aðkomu allra viðkomandi aðila eykur líkur á að stefnumótunin verði þjóðhagslega mikilvæg. Álfyrirtækin skipta árlega við hundruð annarra íslenskra fyrirtæka og ný fyrirtæki hafa sprottið upp í kringum áliðnaðinn. Heildarframlag álklasans nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu árin 2011 og 2012. Ef horft er til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012 samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar