Svolítið meira um samfélag án aðgreiningar Páll Valur Björnsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar