Svolítið meira um samfélag án aðgreiningar Páll Valur Björnsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég birti grein í Fréttablaðinu 5. maí sl. sem ég kallaði „Samfélag án aðgreiningar“. Þar sagði ég m.a. frá þeim þeim skammarlegu löngu biðlistum og biðtíma sem er eftir greiningum fyrir börn sem eru með einhvers konar raskanir vegna fötlunar, ofvirkni og/eða athyglisbrests, einhverfu eða af geðrænum ástæðum. Þó er augljóst að þessar greiningar eru forsenda þess að skólarnir geti veitt hverju og einu barni viðeigandi og nauðsynlegan stuðning til að þau geti lokið námi og farið út í lífið vel undir það búin. Það er raunar svo illa að þessu staðið hjá okkur að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með því hvernig aðildarríki að Barnasáttmálanum uppfylla skyldur sínar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hversu langur þessi biðtími er. Ég rifja þetta upp hér til að minna okkur á að við erum að bregðast mörgum börnum í okkar ríka landi svo alvarlega að Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur talið óhjákvæmilegt að sýna okkur gula spjaldið! Ég rifja þetta einnig upp vegna þess að nýlega fékk ég svör innanríkisráðherra við fyrirspurn minni um hvernig staðið er að afplánun fangelsisrefsinga og sérfræðiþjónustu við fanga. Í svörum ráðherra er fátt til að gleðjast yfir. Þar segir m.a. að helmingur fanga hafi haft einkenni um athyglisbrest og ofvirkni og að tæplega 60% fanga eigi við vímuefnavanda að stríða. Hvernig skyldum við hafa greint þarfir þessara einstaklinga þegar þeir voru börn og stutt þá til að þeim liði vel í skólanum og fótuðu sig vel í samfélaginu? Og hversu margir þeirra sem framið hafa afbrot og valdið öðrum og sjálfum sér margvíslegum skaða gætu hafa komist hjá afbrotum og misnotkun fíkniefna og átt gott líf og lagt mikið til samfélagsins ef þeir hefðu fengið viðeigandi greiningar og stuðning þegar þeir voru börn? Að sjálfsögðu get ég ekki vitað það en ég er sannfærður um að þeir eru mjög margir.Skilar sér margfalt til baka Mér er sagt af fólki sem til þekkir að það kosti samfélagið 5-10 milljónir króna á ári að hafa hvern einstakling í fangelsi. Þar við bætist sá kostnaður sem afbrotið sem leiddi til fangelsisrefsingar hefur valdið samfélaginu og auðvitað þeim sem það bitnaði sérstaklega á, sem og kostnaður lögreglu og dómskerfis. Og því til viðbótar kemur það fjárhagslega tap sem samfélagið verður fyrir þegar einstaklingur sem gæti verið virkur í samfélaginu og í starfi og þar með greitt samfélaginu skyldur og skatta er innilokaður og iðjulaus. Er ekki augljóst að það fé skilar sér margfalt til baka sem við leggjum til þess að styðja við börn sem þurfa stuðning þannig að þau fóti sig frekar í námi og í lífinu almennt og lendi síður utangarðs, í óreglu og jafnvel í afbrotum? Og hvernig stuðning veitum við þeim einstaklingum sem við dæmum í fangelsi til að takast á við vímuefnavandann, athyglisbrestinn, ofvirknina, geðræn vandamál og aðrar raskanir? Í svari ráðherra kemur fram að þeim mikilvægu og erfiðu verkefnum sinni tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi á Litla-Hrauni. Sálfræðingarnir tveir og félagsráðgjafarnir tveir sinna 600 einstaklingum! Er þetta mannúðlegt gagnvart fólki sem líður oft mjög illa og er jafnvel veikt? Þarna eru einstaklingar sem við brugðumst þegar þeir voru börn, eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur bent okkur á, og þegar þeir verða fullorðnir lokum við þá inni og bregðumst þeim aftur með því að neita þeim um þann sérfræðilega og sálfræðilega stuðning sem er forsenda þess að þeir geti fótað sig í samfélaginu eftir afplánun. Það er auðvitað engin glóra í þessu, hvorki siðferðilega né fjárhagslega, og þar til við höfum lagað þetta skulum við a.m.k. alveg stilla okkur um að nota orðið betrun þegar við tölum um fangelsisrefsingar á Íslandi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun