Tímabært að kominn sé kvenprófessor í sálfræði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 11:30 „Maður fer ekkert í gegnum doktorsnám og akademískt starf án þess að hafa almennilegt bakland,“ segir Steinunn. vísir/gva „Ég er lukkuleg með þetta skref. Það er tímabært að kominn sé kvenprófessor við sálfræðideildina. Konur hafa lengi verið í meirihluta á meðal nemenda og þeim hefur líka fjölgað í kennaraliðinu á síðustu árum,“ segir Steinunn Gestsdóttir, sálfræðingur og nýskipaður prófessor við Háskóla Íslands. Steinunn hóf kennslu í sálfræði fyrir tíu árum við Kennaraháskólann sem síðar sameinaðist Háskóla Íslands, en færði sig af menntavísindasviði yfir í sálfræðideild fyrir tveimur árum. „Ég tók sálfræðina hér á sínum tíma en meistarapróf og doktorspróf í Bandaríkjunum. Mitt rannsóknarsvið er heilbrigði og þroski unglinga og snýst aðallega um hvað unglingarnir sjálfir leggja til eigin þroskaferils. Oft er talað um áhrif skólans, foreldranna og umhverfisins en ungmennin taka sínar eigin ákvarðanir, gera sín eigin plön og hafa sínar hugmyndir. Ég hef verið að skoða hvernig það stuðlar að heilbrigðum þroska þeirra, gengi í námi, samskiptum og sjálfsmynd.“ Sjálfstjórn fólks hefur lengi verið til umfjöllunar innan heimspekinnar, nú segir Steinunn hana áberandi rannsóknarefni í sálfræði unglinga og kveðst ánægð að fá að leiða kennslu í þeim fræðum. „Það er gaman að segja frá því að síðan ég byrjaði að kenna í sálfræðideildinni finn ég að áhugi nemenda hefur aukist á þessu viðfangsefni. Af hverju sumir geti haldið stillingu og náð langt með því að vinna skipulega að sínum markmiðum – það eru leyndardómar sem fólk vill skilja. Oft hefur verið horft á greind sem grunn að farsælli skólagöngu en eigin ákvarðanir nemandans virðast ekki síður mikilvægar en getan til að læra.“ Steinunn á þrjú börn, sjö, ellefu og átján ára. Hún segir þau veita henni innblástur í starfinu. „Svo á ég mjög traustan mann,“ tekur hún fram. „Maður fer ekkert í gegnum doktorsnám og akademískt starf án þess að hafa almennilegt bakland, sérstaklega meðan börnin eru lítil, maðurinn minn hefur átt stóran þátt í að ég hef getað það.“ Í ljós kemur að eiginmaðurinn er sálfræðingur líka, heitir Atli Magnússon og starfar á Greiningarstöðinni. Steinunn segir þau hafa kynnst í sálfræðinni. „Við Atli höfum bæði mikinn metnað til að vinna að velferð barna og unglinga og líka vísindum þannig að við eigum sameiginleg áhugamál.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég er lukkuleg með þetta skref. Það er tímabært að kominn sé kvenprófessor við sálfræðideildina. Konur hafa lengi verið í meirihluta á meðal nemenda og þeim hefur líka fjölgað í kennaraliðinu á síðustu árum,“ segir Steinunn Gestsdóttir, sálfræðingur og nýskipaður prófessor við Háskóla Íslands. Steinunn hóf kennslu í sálfræði fyrir tíu árum við Kennaraháskólann sem síðar sameinaðist Háskóla Íslands, en færði sig af menntavísindasviði yfir í sálfræðideild fyrir tveimur árum. „Ég tók sálfræðina hér á sínum tíma en meistarapróf og doktorspróf í Bandaríkjunum. Mitt rannsóknarsvið er heilbrigði og þroski unglinga og snýst aðallega um hvað unglingarnir sjálfir leggja til eigin þroskaferils. Oft er talað um áhrif skólans, foreldranna og umhverfisins en ungmennin taka sínar eigin ákvarðanir, gera sín eigin plön og hafa sínar hugmyndir. Ég hef verið að skoða hvernig það stuðlar að heilbrigðum þroska þeirra, gengi í námi, samskiptum og sjálfsmynd.“ Sjálfstjórn fólks hefur lengi verið til umfjöllunar innan heimspekinnar, nú segir Steinunn hana áberandi rannsóknarefni í sálfræði unglinga og kveðst ánægð að fá að leiða kennslu í þeim fræðum. „Það er gaman að segja frá því að síðan ég byrjaði að kenna í sálfræðideildinni finn ég að áhugi nemenda hefur aukist á þessu viðfangsefni. Af hverju sumir geti haldið stillingu og náð langt með því að vinna skipulega að sínum markmiðum – það eru leyndardómar sem fólk vill skilja. Oft hefur verið horft á greind sem grunn að farsælli skólagöngu en eigin ákvarðanir nemandans virðast ekki síður mikilvægar en getan til að læra.“ Steinunn á þrjú börn, sjö, ellefu og átján ára. Hún segir þau veita henni innblástur í starfinu. „Svo á ég mjög traustan mann,“ tekur hún fram. „Maður fer ekkert í gegnum doktorsnám og akademískt starf án þess að hafa almennilegt bakland, sérstaklega meðan börnin eru lítil, maðurinn minn hefur átt stóran þátt í að ég hef getað það.“ Í ljós kemur að eiginmaðurinn er sálfræðingur líka, heitir Atli Magnússon og starfar á Greiningarstöðinni. Steinunn segir þau hafa kynnst í sálfræðinni. „Við Atli höfum bæði mikinn metnað til að vinna að velferð barna og unglinga og líka vísindum þannig að við eigum sameiginleg áhugamál.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira