Tímabært að kominn sé kvenprófessor í sálfræði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 11:30 „Maður fer ekkert í gegnum doktorsnám og akademískt starf án þess að hafa almennilegt bakland,“ segir Steinunn. vísir/gva „Ég er lukkuleg með þetta skref. Það er tímabært að kominn sé kvenprófessor við sálfræðideildina. Konur hafa lengi verið í meirihluta á meðal nemenda og þeim hefur líka fjölgað í kennaraliðinu á síðustu árum,“ segir Steinunn Gestsdóttir, sálfræðingur og nýskipaður prófessor við Háskóla Íslands. Steinunn hóf kennslu í sálfræði fyrir tíu árum við Kennaraháskólann sem síðar sameinaðist Háskóla Íslands, en færði sig af menntavísindasviði yfir í sálfræðideild fyrir tveimur árum. „Ég tók sálfræðina hér á sínum tíma en meistarapróf og doktorspróf í Bandaríkjunum. Mitt rannsóknarsvið er heilbrigði og þroski unglinga og snýst aðallega um hvað unglingarnir sjálfir leggja til eigin þroskaferils. Oft er talað um áhrif skólans, foreldranna og umhverfisins en ungmennin taka sínar eigin ákvarðanir, gera sín eigin plön og hafa sínar hugmyndir. Ég hef verið að skoða hvernig það stuðlar að heilbrigðum þroska þeirra, gengi í námi, samskiptum og sjálfsmynd.“ Sjálfstjórn fólks hefur lengi verið til umfjöllunar innan heimspekinnar, nú segir Steinunn hana áberandi rannsóknarefni í sálfræði unglinga og kveðst ánægð að fá að leiða kennslu í þeim fræðum. „Það er gaman að segja frá því að síðan ég byrjaði að kenna í sálfræðideildinni finn ég að áhugi nemenda hefur aukist á þessu viðfangsefni. Af hverju sumir geti haldið stillingu og náð langt með því að vinna skipulega að sínum markmiðum – það eru leyndardómar sem fólk vill skilja. Oft hefur verið horft á greind sem grunn að farsælli skólagöngu en eigin ákvarðanir nemandans virðast ekki síður mikilvægar en getan til að læra.“ Steinunn á þrjú börn, sjö, ellefu og átján ára. Hún segir þau veita henni innblástur í starfinu. „Svo á ég mjög traustan mann,“ tekur hún fram. „Maður fer ekkert í gegnum doktorsnám og akademískt starf án þess að hafa almennilegt bakland, sérstaklega meðan börnin eru lítil, maðurinn minn hefur átt stóran þátt í að ég hef getað það.“ Í ljós kemur að eiginmaðurinn er sálfræðingur líka, heitir Atli Magnússon og starfar á Greiningarstöðinni. Steinunn segir þau hafa kynnst í sálfræðinni. „Við Atli höfum bæði mikinn metnað til að vinna að velferð barna og unglinga og líka vísindum þannig að við eigum sameiginleg áhugamál.“ Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Ég er lukkuleg með þetta skref. Það er tímabært að kominn sé kvenprófessor við sálfræðideildina. Konur hafa lengi verið í meirihluta á meðal nemenda og þeim hefur líka fjölgað í kennaraliðinu á síðustu árum,“ segir Steinunn Gestsdóttir, sálfræðingur og nýskipaður prófessor við Háskóla Íslands. Steinunn hóf kennslu í sálfræði fyrir tíu árum við Kennaraháskólann sem síðar sameinaðist Háskóla Íslands, en færði sig af menntavísindasviði yfir í sálfræðideild fyrir tveimur árum. „Ég tók sálfræðina hér á sínum tíma en meistarapróf og doktorspróf í Bandaríkjunum. Mitt rannsóknarsvið er heilbrigði og þroski unglinga og snýst aðallega um hvað unglingarnir sjálfir leggja til eigin þroskaferils. Oft er talað um áhrif skólans, foreldranna og umhverfisins en ungmennin taka sínar eigin ákvarðanir, gera sín eigin plön og hafa sínar hugmyndir. Ég hef verið að skoða hvernig það stuðlar að heilbrigðum þroska þeirra, gengi í námi, samskiptum og sjálfsmynd.“ Sjálfstjórn fólks hefur lengi verið til umfjöllunar innan heimspekinnar, nú segir Steinunn hana áberandi rannsóknarefni í sálfræði unglinga og kveðst ánægð að fá að leiða kennslu í þeim fræðum. „Það er gaman að segja frá því að síðan ég byrjaði að kenna í sálfræðideildinni finn ég að áhugi nemenda hefur aukist á þessu viðfangsefni. Af hverju sumir geti haldið stillingu og náð langt með því að vinna skipulega að sínum markmiðum – það eru leyndardómar sem fólk vill skilja. Oft hefur verið horft á greind sem grunn að farsælli skólagöngu en eigin ákvarðanir nemandans virðast ekki síður mikilvægar en getan til að læra.“ Steinunn á þrjú börn, sjö, ellefu og átján ára. Hún segir þau veita henni innblástur í starfinu. „Svo á ég mjög traustan mann,“ tekur hún fram. „Maður fer ekkert í gegnum doktorsnám og akademískt starf án þess að hafa almennilegt bakland, sérstaklega meðan börnin eru lítil, maðurinn minn hefur átt stóran þátt í að ég hef getað það.“ Í ljós kemur að eiginmaðurinn er sálfræðingur líka, heitir Atli Magnússon og starfar á Greiningarstöðinni. Steinunn segir þau hafa kynnst í sálfræðinni. „Við Atli höfum bæði mikinn metnað til að vinna að velferð barna og unglinga og líka vísindum þannig að við eigum sameiginleg áhugamál.“
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein