Segir hægt að dreifa mannskap þótt unnið sé í teymi Sveinn Arnarsson skrifar 29. júní 2015 07:00 Ráðgjafarnir munu styðja kennara, foreldra, skólastjórnendur og sveitarstjórnir um allt land og miðla leiðum til að efla læsi nemenda í leik- og grunnskólum. Fréttablaðið/Valli Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir að fyrirhuguð ráðning tíu ráðgjafa Námsmatsstofnunar vegna læsisverkefnis skuli allar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur falið Námsmatsstofnun að vinna að innleiðingu aðgerða til eflingar læsis og er verkefnið hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók um umbætur í menntamálum. Ráðgjafarnir eiga að sinna öllu landinu og vera skólum og sveitarstjórnum til halds og trausts um aðgerðir til að auka læsi skólabarna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir„Þetta eru störf sem geta verið hvar sem er,“ segir Bjarkey. „Þau þurfa ekki bara að vera í Kópavogi, þar sem aðsetur Námsmatsstofnunar er nú. Við þekkjum það að við getum verið hvar sem er á landinu og hægt er að dreifa mannskap þó menn vinni saman í teymisvinnu. Nú hefur verið reynt að flytja stofnun með manni og mús en ekki gengið og það er stefna stjórnvalda að dreifa störfum jafnt um byggðir landsins. Því tel ég að hægt væri að tengja hluta þessara starfa við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri þar sem mikil fagþekking er á sviði læsis.“ Gylfi Jón Gylfason, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, segir ástæður nokkrar fyrir því að öll störfin verði staðsett á höfuðborgarsvæðinu. „Ætlunin er aldrei að hópurinn sé varanlega á einhverjum stað. Hópurinn kemur á staði, kennir fólki ákveðna tækni og fer svo annað. Þannig er hópurinn hugsaður sem teymi og vinnur saman með sameiginlega starfsstöð. Þetta er ekki hugsað sem viðbót sveitarfélaganna sem sérfræðiþjónusta á hverjum stað,“ segir Gylfi Jón.Gylfi Jón Gylfason Sérfræðingur hjá NámsmatsstofnunGylfi segir þann möguleika hafa verið skoðaðan að setja þessi störf niður annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu en fagleg rök og hagræði hafi legið að baki því að setja störfin niður í Kópavogi. „Væntanleg menntamálastofnun, sem nú er í meðförum þingsins, verður starfrækt í Kópavogi. Einnig búa langflest börn, sem teymið þarf að ná til, hér í kransi höfuðborgarsvæðisins og því er mesta hagræðið að vera með stöðurnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gylfi Jón. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir að fyrirhuguð ráðning tíu ráðgjafa Námsmatsstofnunar vegna læsisverkefnis skuli allar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur falið Námsmatsstofnun að vinna að innleiðingu aðgerða til eflingar læsis og er verkefnið hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók um umbætur í menntamálum. Ráðgjafarnir eiga að sinna öllu landinu og vera skólum og sveitarstjórnum til halds og trausts um aðgerðir til að auka læsi skólabarna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir„Þetta eru störf sem geta verið hvar sem er,“ segir Bjarkey. „Þau þurfa ekki bara að vera í Kópavogi, þar sem aðsetur Námsmatsstofnunar er nú. Við þekkjum það að við getum verið hvar sem er á landinu og hægt er að dreifa mannskap þó menn vinni saman í teymisvinnu. Nú hefur verið reynt að flytja stofnun með manni og mús en ekki gengið og það er stefna stjórnvalda að dreifa störfum jafnt um byggðir landsins. Því tel ég að hægt væri að tengja hluta þessara starfa við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri þar sem mikil fagþekking er á sviði læsis.“ Gylfi Jón Gylfason, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, segir ástæður nokkrar fyrir því að öll störfin verði staðsett á höfuðborgarsvæðinu. „Ætlunin er aldrei að hópurinn sé varanlega á einhverjum stað. Hópurinn kemur á staði, kennir fólki ákveðna tækni og fer svo annað. Þannig er hópurinn hugsaður sem teymi og vinnur saman með sameiginlega starfsstöð. Þetta er ekki hugsað sem viðbót sveitarfélaganna sem sérfræðiþjónusta á hverjum stað,“ segir Gylfi Jón.Gylfi Jón Gylfason Sérfræðingur hjá NámsmatsstofnunGylfi segir þann möguleika hafa verið skoðaðan að setja þessi störf niður annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu en fagleg rök og hagræði hafi legið að baki því að setja störfin niður í Kópavogi. „Væntanleg menntamálastofnun, sem nú er í meðförum þingsins, verður starfrækt í Kópavogi. Einnig búa langflest börn, sem teymið þarf að ná til, hér í kransi höfuðborgarsvæðisins og því er mesta hagræðið að vera með stöðurnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gylfi Jón.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira