Segir hægt að dreifa mannskap þótt unnið sé í teymi Sveinn Arnarsson skrifar 29. júní 2015 07:00 Ráðgjafarnir munu styðja kennara, foreldra, skólastjórnendur og sveitarstjórnir um allt land og miðla leiðum til að efla læsi nemenda í leik- og grunnskólum. Fréttablaðið/Valli Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir að fyrirhuguð ráðning tíu ráðgjafa Námsmatsstofnunar vegna læsisverkefnis skuli allar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur falið Námsmatsstofnun að vinna að innleiðingu aðgerða til eflingar læsis og er verkefnið hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók um umbætur í menntamálum. Ráðgjafarnir eiga að sinna öllu landinu og vera skólum og sveitarstjórnum til halds og trausts um aðgerðir til að auka læsi skólabarna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir„Þetta eru störf sem geta verið hvar sem er,“ segir Bjarkey. „Þau þurfa ekki bara að vera í Kópavogi, þar sem aðsetur Námsmatsstofnunar er nú. Við þekkjum það að við getum verið hvar sem er á landinu og hægt er að dreifa mannskap þó menn vinni saman í teymisvinnu. Nú hefur verið reynt að flytja stofnun með manni og mús en ekki gengið og það er stefna stjórnvalda að dreifa störfum jafnt um byggðir landsins. Því tel ég að hægt væri að tengja hluta þessara starfa við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri þar sem mikil fagþekking er á sviði læsis.“ Gylfi Jón Gylfason, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, segir ástæður nokkrar fyrir því að öll störfin verði staðsett á höfuðborgarsvæðinu. „Ætlunin er aldrei að hópurinn sé varanlega á einhverjum stað. Hópurinn kemur á staði, kennir fólki ákveðna tækni og fer svo annað. Þannig er hópurinn hugsaður sem teymi og vinnur saman með sameiginlega starfsstöð. Þetta er ekki hugsað sem viðbót sveitarfélaganna sem sérfræðiþjónusta á hverjum stað,“ segir Gylfi Jón.Gylfi Jón Gylfason Sérfræðingur hjá NámsmatsstofnunGylfi segir þann möguleika hafa verið skoðaðan að setja þessi störf niður annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu en fagleg rök og hagræði hafi legið að baki því að setja störfin niður í Kópavogi. „Væntanleg menntamálastofnun, sem nú er í meðförum þingsins, verður starfrækt í Kópavogi. Einnig búa langflest börn, sem teymið þarf að ná til, hér í kransi höfuðborgarsvæðisins og því er mesta hagræðið að vera með stöðurnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gylfi Jón. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir að fyrirhuguð ráðning tíu ráðgjafa Námsmatsstofnunar vegna læsisverkefnis skuli allar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur falið Námsmatsstofnun að vinna að innleiðingu aðgerða til eflingar læsis og er verkefnið hluti af aðgerðum í framhaldi af Hvítbók um umbætur í menntamálum. Ráðgjafarnir eiga að sinna öllu landinu og vera skólum og sveitarstjórnum til halds og trausts um aðgerðir til að auka læsi skólabarna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir„Þetta eru störf sem geta verið hvar sem er,“ segir Bjarkey. „Þau þurfa ekki bara að vera í Kópavogi, þar sem aðsetur Námsmatsstofnunar er nú. Við þekkjum það að við getum verið hvar sem er á landinu og hægt er að dreifa mannskap þó menn vinni saman í teymisvinnu. Nú hefur verið reynt að flytja stofnun með manni og mús en ekki gengið og það er stefna stjórnvalda að dreifa störfum jafnt um byggðir landsins. Því tel ég að hægt væri að tengja hluta þessara starfa við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri þar sem mikil fagþekking er á sviði læsis.“ Gylfi Jón Gylfason, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, segir ástæður nokkrar fyrir því að öll störfin verði staðsett á höfuðborgarsvæðinu. „Ætlunin er aldrei að hópurinn sé varanlega á einhverjum stað. Hópurinn kemur á staði, kennir fólki ákveðna tækni og fer svo annað. Þannig er hópurinn hugsaður sem teymi og vinnur saman með sameiginlega starfsstöð. Þetta er ekki hugsað sem viðbót sveitarfélaganna sem sérfræðiþjónusta á hverjum stað,“ segir Gylfi Jón.Gylfi Jón Gylfason Sérfræðingur hjá NámsmatsstofnunGylfi segir þann möguleika hafa verið skoðaðan að setja þessi störf niður annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu en fagleg rök og hagræði hafi legið að baki því að setja störfin niður í Kópavogi. „Væntanleg menntamálastofnun, sem nú er í meðförum þingsins, verður starfrækt í Kópavogi. Einnig búa langflest börn, sem teymið þarf að ná til, hér í kransi höfuðborgarsvæðisins og því er mesta hagræðið að vera með stöðurnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gylfi Jón.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira