Forsetatíð Vigdísar með augum unga fólksins 27. júní 2015 11:30 Allt að verða klárt Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, nemi á sviðshöfundabraut LHÍ, og Kolbrún Halldórsdóttir.fréttablaðið/GVA Á sunnudaginn verður haldið upp á að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands. Haldin verður stór hátíð á Arnarhóli sem hefst klukkan 19.30 og mun standa til klukkan 21.00. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur annast skipulag hátíðarinnar í samstarfi við Alþingi, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, skógræktar- og landgræðslufélög ásamt fjölda annarra stofnana og félagasamtaka. Dagskráin verður fjölbreytt og inniheldur blöndu af tónlist og töluðu máli. Kolbrún Halldórsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Fyrir þessi merkilegu tímamót langaði okkur að horfa á líf og störf Vigdísar með augum þeirra sem ekki voru vaxnir úr grasi á árunum 1980–1996. Svo við leituðum til sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og Stúdentaleikhússins og fengum til liðs við okkur unga sviðshöfunda og leikara til þess að kynna sér aðdraganda þess að Vigdís gaf kost á sér í embætti forseta Íslands og árin hennar á forsetastóli,“ segir Kolbrún. Efnið sem þessir ungu listamenn settu saman verður svo eins konar lím í dagskránni, rammi sem tengir saman fjölbreytt tónlistaratriði og ávörp. Kolbrún segir unga listafólkið hafa lesið sér vel til um málefni Vigdísar. „Eftir að hafa kafað ofan í efnið og skrifað hugleiðingar sínar, var orðið til tæplega 30 bls. handrit með fjöldanum öllum af skemmtilegum hugmyndum. En þar sem tíminn er afar takmarkaður þarf formið að vera knappt, svo þau sigtuðu sig í gegnum textann með fínlegasta sigtinu í skúffunni og eftir sitja nokkur gullkorn sem þau munu flytja hátíðargestum á sunnudag.“ Alls komu átta sviðshöfundar og leikarar að þessari sköpun og sex þeirra munu standa á sviðinu og flytja afraksturinn. „Þetta er búið að vera virkilega gefandi verkefni, sérstaklega að fá tækifæri til að skoða þessi merku tímamót í sögu okkar Íslendinga með augum þeirra sem muna Vigdísi ekki sem forseta en finnst hún samt hafa verið nálæg sem leiðtogi og fyrirmynd alla tíð.“ Þau sem koma að verkefninu eru Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Birnir Jón Sigurðsson, Daníel Takefusa Þórisson, Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir. Auk þeirra lögðu Guðmundur Felixson og Þorvaldur S. Helgason hönd á plóg við handritsgerð og Andri Snær Magnason var þeim til halds og trausts.-gj Tengdar fréttir Frú Vigdís: Mikið verk óunnið í jafnréttismálum Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti segir að þótt mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum sé merkilegt að ekki hafi tekist að ná launajafnrétti þótt 40 ár séu liðin frá lagasetningu þess efnis. 20. júní 2015 20:30 Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð króna í nýjan Jafnréttissjóð á næstu fimm árum. 19. júní 2015 19:36 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Á sunnudaginn verður haldið upp á að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands. Haldin verður stór hátíð á Arnarhóli sem hefst klukkan 19.30 og mun standa til klukkan 21.00. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur annast skipulag hátíðarinnar í samstarfi við Alþingi, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, skógræktar- og landgræðslufélög ásamt fjölda annarra stofnana og félagasamtaka. Dagskráin verður fjölbreytt og inniheldur blöndu af tónlist og töluðu máli. Kolbrún Halldórsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Fyrir þessi merkilegu tímamót langaði okkur að horfa á líf og störf Vigdísar með augum þeirra sem ekki voru vaxnir úr grasi á árunum 1980–1996. Svo við leituðum til sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og Stúdentaleikhússins og fengum til liðs við okkur unga sviðshöfunda og leikara til þess að kynna sér aðdraganda þess að Vigdís gaf kost á sér í embætti forseta Íslands og árin hennar á forsetastóli,“ segir Kolbrún. Efnið sem þessir ungu listamenn settu saman verður svo eins konar lím í dagskránni, rammi sem tengir saman fjölbreytt tónlistaratriði og ávörp. Kolbrún segir unga listafólkið hafa lesið sér vel til um málefni Vigdísar. „Eftir að hafa kafað ofan í efnið og skrifað hugleiðingar sínar, var orðið til tæplega 30 bls. handrit með fjöldanum öllum af skemmtilegum hugmyndum. En þar sem tíminn er afar takmarkaður þarf formið að vera knappt, svo þau sigtuðu sig í gegnum textann með fínlegasta sigtinu í skúffunni og eftir sitja nokkur gullkorn sem þau munu flytja hátíðargestum á sunnudag.“ Alls komu átta sviðshöfundar og leikarar að þessari sköpun og sex þeirra munu standa á sviðinu og flytja afraksturinn. „Þetta er búið að vera virkilega gefandi verkefni, sérstaklega að fá tækifæri til að skoða þessi merku tímamót í sögu okkar Íslendinga með augum þeirra sem muna Vigdísi ekki sem forseta en finnst hún samt hafa verið nálæg sem leiðtogi og fyrirmynd alla tíð.“ Þau sem koma að verkefninu eru Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Birnir Jón Sigurðsson, Daníel Takefusa Þórisson, Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir. Auk þeirra lögðu Guðmundur Felixson og Þorvaldur S. Helgason hönd á plóg við handritsgerð og Andri Snær Magnason var þeim til halds og trausts.-gj
Tengdar fréttir Frú Vigdís: Mikið verk óunnið í jafnréttismálum Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti segir að þótt mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum sé merkilegt að ekki hafi tekist að ná launajafnrétti þótt 40 ár séu liðin frá lagasetningu þess efnis. 20. júní 2015 20:30 Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð króna í nýjan Jafnréttissjóð á næstu fimm árum. 19. júní 2015 19:36 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Frú Vigdís: Mikið verk óunnið í jafnréttismálum Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti segir að þótt mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum sé merkilegt að ekki hafi tekist að ná launajafnrétti þótt 40 ár séu liðin frá lagasetningu þess efnis. 20. júní 2015 20:30
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
Frumkvöðla kvennabaráttunnar minnst og horft til framtíðar Alþingi samþykkti á hátíðarfundi í dag að setja hálfan milljarð króna í nýjan Jafnréttissjóð á næstu fimm árum. 19. júní 2015 19:36