Velta bílaleiga og hótela vex hraðast Ingvar Haraldsson skrifar 27. júní 2015 07:00 Velta hjá bílaleigum hefur aukist mikið síðustu árin. Vísir/GVA Virðisaukaskattskyld velta bílaleiga jókst um 165 prósent milli áranna 2010 og 2014 og velta í gistirekstri jókst um 119 prósent á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir vöxtinn í þessum greinum hafa verið í samræmi við fjölda ferðamanna sem hafi verið tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2010. Það komi hins vegar á óvart hve hægst hafi á vexti veltu farþegaflugs milli landa. „Það sem slær mann strax er að vöxtur flugþáttarins síðustu ár er ekki í takt við fjölgun ferðamanna,“ segir Helga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur veltan í farþegaflutningum í flugi aukist um þriðjung frá árinu 2010 en aðeins um tvö prósent á síðasta ári og sjö prósent árið 2013. „Skýringin á þessu er væntanlega m.a. að mikil fjölgun hefur verið yfir vetrartímann þegar flugverð hafa verið almennt lægri en eins hafa fleiri erlend flugfélög verið að sækja hingað heim,“ segir hún.Helga ÁrnadóttirVöxturinn í veltu veitingageirans hefur verið hægari en fjölgun ferðamanna, eða 52 prósent frá árinu 2010. „Þar er auðvitað stór hluti viðskiptavina Íslendingar,“ segir Helga og því sé veltan ekki endilega samanburðarhæf við fjölgun ferðamanna. Velta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og farþegaflutninga er ekki í úttektinni þar sem þeir aðilar eru undanskildir virðisaukaskatti. Út frá tölum um fjölgun starfa má þó áætla að mikill vöxtur sé í skipulagningu ferða en 1.800 manns störfuðu í þeim geira í maí síðastliðnum miðað við 900 í maí árið 2011. Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað hratt síðustu ár. Í maí á þessu ári voru 18.500 starfandi í ferðaþjónustu samanborið við 16.900 árinu áður. Því fjölgar störfum um 1.600 milli ára sem er í samræmi við fjölgun starfa síðustu ár. „Það er ekkert smáræði og þetta styður það sem við höfum verið að tala um, að fjölgun starfa frá hruni hafi fyrst og fremst verið í ferðaþjónustunni,“ segir Helga. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu er áætlað að 45 prósent nýrra starfa frá árinu 2010 hafi orðið til í ferðaþjónustu. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Virðisaukaskattskyld velta bílaleiga jókst um 165 prósent milli áranna 2010 og 2014 og velta í gistirekstri jókst um 119 prósent á sama tímabili. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir vöxtinn í þessum greinum hafa verið í samræmi við fjölda ferðamanna sem hafi verið tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2010. Það komi hins vegar á óvart hve hægst hafi á vexti veltu farþegaflugs milli landa. „Það sem slær mann strax er að vöxtur flugþáttarins síðustu ár er ekki í takt við fjölgun ferðamanna,“ segir Helga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur veltan í farþegaflutningum í flugi aukist um þriðjung frá árinu 2010 en aðeins um tvö prósent á síðasta ári og sjö prósent árið 2013. „Skýringin á þessu er væntanlega m.a. að mikil fjölgun hefur verið yfir vetrartímann þegar flugverð hafa verið almennt lægri en eins hafa fleiri erlend flugfélög verið að sækja hingað heim,“ segir hún.Helga ÁrnadóttirVöxturinn í veltu veitingageirans hefur verið hægari en fjölgun ferðamanna, eða 52 prósent frá árinu 2010. „Þar er auðvitað stór hluti viðskiptavina Íslendingar,“ segir Helga og því sé veltan ekki endilega samanburðarhæf við fjölgun ferðamanna. Velta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og farþegaflutninga er ekki í úttektinni þar sem þeir aðilar eru undanskildir virðisaukaskatti. Út frá tölum um fjölgun starfa má þó áætla að mikill vöxtur sé í skipulagningu ferða en 1.800 manns störfuðu í þeim geira í maí síðastliðnum miðað við 900 í maí árið 2011. Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað hratt síðustu ár. Í maí á þessu ári voru 18.500 starfandi í ferðaþjónustu samanborið við 16.900 árinu áður. Því fjölgar störfum um 1.600 milli ára sem er í samræmi við fjölgun starfa síðustu ár. „Það er ekkert smáræði og þetta styður það sem við höfum verið að tala um, að fjölgun starfa frá hruni hafi fyrst og fremst verið í ferðaþjónustunni,“ segir Helga. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustu er áætlað að 45 prósent nýrra starfa frá árinu 2010 hafi orðið til í ferðaþjónustu.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira