Leið okkar til langlífis og offitu Óttar Snædal skrifar 24. júní 2015 11:00 Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn?
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun