Lýðræðishalli í 20 ár Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 24. júní 2015 12:00 EES-samningurinn er í sífelldri mótun. Sameiginlega EES-nefndin sem Ísland á sæti í ákveður hvort taka beri ESB-reglur inn í EES-samninginn. Erfitt er að fá undanþágu frá ESB-reglum. Þurfa jafnan sérstakar aðstæður að koma til en ekki dugar að bera fyrir sig skort á vilja til að undirgangast regluna. Eftir að sameiginlega nefndin hefur samþykkt að taka ESB-reglur inn í EES-samninginn er íslenskum stjórnvöldum skylt að leiða þessar reglur í lög.Fimmtungur laga kemur frá Brussel og Lúxemborg Í þau rúm tuttugu ár sem liðið hafa síðan EES-samningurinn tók gildi hafa streymt gegnum Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglur sem sameiginlega EES-nefndin hefur bætt við EES-samninginn. Af þingmálaskrá Alþingis má sjá að nálægt 20% af lagafrumvörpum sem koma fyrir Alþingi á hverju löggjafarþingi mæla fyrir um lögfestingu á EES-reglum. Í sumum tilvikum gefa reglurnar sjálfar ákveðið svigrúm til aðlögunar að íslenskum hagsmunum. Að því slepptu verður ekki betur séð en að lögin sem Alþingi setur til framkvæmdar EES-reglum séu ekki samin við Austurvöll heldur í Brussel og Lúxemborg.Viðvarandi lýðræðishalli Fyrir lýðræðið er það ekki ákjósanleg staða að þurfa að undirgangast lagareglur sem Alþingi hefur lítil áhrif haft á. Ekki er þó auðvelt að sjá leiðir til úrbóta aðrar en að stjórnvöld vinni að því að koma sjónarmiðum sínum að í löggjafarferli ESB eftir því sem kostur er. En hvaða reglur eru þetta og hefur það verið skaðlegt að ekki hefur tekist að koma að íslenskum sjónarmiðum í löggjafarferli hjá ESB? EES-reglur lúta flestar að lagaumgjörð í viðskiptalífinu og réttindum einstaklinga. Oft á tíðum eru þetta svo tæknilegar reglur að aðeins er á færi sérfræðinga að meta undirliggjandi hagsmuni. Umræður um skaða á íslenskum hagsmunum hafa ekki verið áberandi en nauðsynlegt er að skoða þetta atriði sérstaklega.Markaðir opnir í tuttugu ár Því má ekki gleyma að mikilvægasta lagabreytingin sem varð með EES hlýtur að teljast lögfesting EES-laganna sem innihalda reglurnar um fjórfrelsi, samkeppni og ríkisaðstoð. Þessar reglur voru afrakstur þriggja ára samningaferlis sem íslenska ríkið tók þátt í og kom sínum sjónarmiðum að. Með þessum grunnreglum voru línurnar lagðar. Markaðir skyldu opnaðir og mismunun eftir þjóðerni var bönnuð. Þetta þykja svo sjálfsögð réttindi í dag að furðu sætir að hið gagnstæða hafi áður liðist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
EES-samningurinn er í sífelldri mótun. Sameiginlega EES-nefndin sem Ísland á sæti í ákveður hvort taka beri ESB-reglur inn í EES-samninginn. Erfitt er að fá undanþágu frá ESB-reglum. Þurfa jafnan sérstakar aðstæður að koma til en ekki dugar að bera fyrir sig skort á vilja til að undirgangast regluna. Eftir að sameiginlega nefndin hefur samþykkt að taka ESB-reglur inn í EES-samninginn er íslenskum stjórnvöldum skylt að leiða þessar reglur í lög.Fimmtungur laga kemur frá Brussel og Lúxemborg Í þau rúm tuttugu ár sem liðið hafa síðan EES-samningurinn tók gildi hafa streymt gegnum Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að innleiða reglur sem sameiginlega EES-nefndin hefur bætt við EES-samninginn. Af þingmálaskrá Alþingis má sjá að nálægt 20% af lagafrumvörpum sem koma fyrir Alþingi á hverju löggjafarþingi mæla fyrir um lögfestingu á EES-reglum. Í sumum tilvikum gefa reglurnar sjálfar ákveðið svigrúm til aðlögunar að íslenskum hagsmunum. Að því slepptu verður ekki betur séð en að lögin sem Alþingi setur til framkvæmdar EES-reglum séu ekki samin við Austurvöll heldur í Brussel og Lúxemborg.Viðvarandi lýðræðishalli Fyrir lýðræðið er það ekki ákjósanleg staða að þurfa að undirgangast lagareglur sem Alþingi hefur lítil áhrif haft á. Ekki er þó auðvelt að sjá leiðir til úrbóta aðrar en að stjórnvöld vinni að því að koma sjónarmiðum sínum að í löggjafarferli ESB eftir því sem kostur er. En hvaða reglur eru þetta og hefur það verið skaðlegt að ekki hefur tekist að koma að íslenskum sjónarmiðum í löggjafarferli hjá ESB? EES-reglur lúta flestar að lagaumgjörð í viðskiptalífinu og réttindum einstaklinga. Oft á tíðum eru þetta svo tæknilegar reglur að aðeins er á færi sérfræðinga að meta undirliggjandi hagsmuni. Umræður um skaða á íslenskum hagsmunum hafa ekki verið áberandi en nauðsynlegt er að skoða þetta atriði sérstaklega.Markaðir opnir í tuttugu ár Því má ekki gleyma að mikilvægasta lagabreytingin sem varð með EES hlýtur að teljast lögfesting EES-laganna sem innihalda reglurnar um fjórfrelsi, samkeppni og ríkisaðstoð. Þessar reglur voru afrakstur þriggja ára samningaferlis sem íslenska ríkið tók þátt í og kom sínum sjónarmiðum að. Með þessum grunnreglum voru línurnar lagðar. Markaðir skyldu opnaðir og mismunun eftir þjóðerni var bönnuð. Þetta þykja svo sjálfsögð réttindi í dag að furðu sætir að hið gagnstæða hafi áður liðist.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun