Helgi, Dóri og Valur berjast um Jóhönnu Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júní 2015 09:00 Tjalda öllu til Unnur Ösp mun leikstýra uppsetningu Mamma Mia í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári.fréttablaðið/Ernir Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvenær íslensk uppsetning af söngleiknum Mamma Mia verði gerð en nú þarf ekki að bíða mikið lengur. Í mars á næsta ári mun Borgarleikhúsið setja upp söngleikinn sem saminn er í kringum öll bestu Abba-lögin. Flestir ættu að kannast við kvikmyndina sem gefin var út árið 2008 og sló rækilega í gegn hjá Íslendingum en með aðalhlutverk í myndinni fer leikkonan Meryl Streep. Haldnar voru „sing-a-long“ sýningar í Háskólabíó og hefur samnefndur söngleikur notið talsverðra vinsælda í London og New York.Pabbarnir þrír Mannskapurinn sem stendur að sýningunni hér á landi er ekki af verri endanum. Þórarinn Eldjárn sér um þýðingu handritsins, Jón Ólafsson mun annast tónlistina og Unnur Ösp Stefánsdóttir verður leikstjóri sýningarinnar. Leikhópurinn er blandaður og samanstendur af bæði þekktum andlitum og nýjum. Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk Donnu og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur dóttur hennar, Sophie. Pabbarnir þrír verða leiknir af Helga Björnssyni, Val Frey Einarssyni og Halldóri Gylfasyni. Brynhildur Guðjónsdóttir og Maríanna Klara Lúthersdóttir leika vinkonur Donnu og Eysteinn Sigurðarson verður brúðguminn. „Við kláruðum að ráða í öll hlutverk fyrir nokkrum vikum, héldum stórar prufur og ég gæti ekki verið ánægðari með hópinn,“ segir Unnur Ösp.Erfitt að fá réttinn Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Borgarleikhúsið setur upp stóra fjölskyldusýningu en á seinustu árum hefur þar meðal annars verið sett upp Billy Elliot og Mary Poppins. „Við höfum lengi haft augastað á Mamma Mia en það er erfitt að fá réttinn á þessari stórsýningu og við vildum fá að gera hana á okkar hátt með okkar besta fólki,“ segir Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri og heldur áfram: „Þessi sýning hefur verið sýnd úti um allan heim en það hafa alltaf verið afar strangar reglur um að sýningin þurfi að nota nákvæmlega sömu leikmynd og dansa og upprunalega sýningin en við vildum auðvitað fá að gera sýninguna að okkar og taka hana þannig upp á næsta stig og við erum í skýjunum yfir því að vera fyrsta leikhúsið í heiminum sem býðst sá réttur að hafa algert listrænt frelsi þegar kemur að uppsetningunni.“Algjör gleðisprengja „Við verðum með afar skemmtilegar lausnir á framsetningu, þökk sé því frábæra listafólki sem við erum búin að fá með okkur í lið,“ segir Kristín. Grímuverðlaunahafinn Ilmur Stefánsdóttir sér um leikmyndina, Filippía Elísdóttir hannar búningana og Lee Proud semur dansana. Sýningin verður af svipaðri stærð og stærstu söngleikir Borgarleikhússins hafa verið. „Leikhópurinn verður í kringum 35 manns og auðvitað spilar hljómsveit undir. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þennan söngleik að algjörri gleðisprengju,“ segir Unnur Ösp. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvenær íslensk uppsetning af söngleiknum Mamma Mia verði gerð en nú þarf ekki að bíða mikið lengur. Í mars á næsta ári mun Borgarleikhúsið setja upp söngleikinn sem saminn er í kringum öll bestu Abba-lögin. Flestir ættu að kannast við kvikmyndina sem gefin var út árið 2008 og sló rækilega í gegn hjá Íslendingum en með aðalhlutverk í myndinni fer leikkonan Meryl Streep. Haldnar voru „sing-a-long“ sýningar í Háskólabíó og hefur samnefndur söngleikur notið talsverðra vinsælda í London og New York.Pabbarnir þrír Mannskapurinn sem stendur að sýningunni hér á landi er ekki af verri endanum. Þórarinn Eldjárn sér um þýðingu handritsins, Jón Ólafsson mun annast tónlistina og Unnur Ösp Stefánsdóttir verður leikstjóri sýningarinnar. Leikhópurinn er blandaður og samanstendur af bæði þekktum andlitum og nýjum. Jóhanna Vigdís Arnardóttir fer með hlutverk Donnu og Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikur dóttur hennar, Sophie. Pabbarnir þrír verða leiknir af Helga Björnssyni, Val Frey Einarssyni og Halldóri Gylfasyni. Brynhildur Guðjónsdóttir og Maríanna Klara Lúthersdóttir leika vinkonur Donnu og Eysteinn Sigurðarson verður brúðguminn. „Við kláruðum að ráða í öll hlutverk fyrir nokkrum vikum, héldum stórar prufur og ég gæti ekki verið ánægðari með hópinn,“ segir Unnur Ösp.Erfitt að fá réttinn Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Borgarleikhúsið setur upp stóra fjölskyldusýningu en á seinustu árum hefur þar meðal annars verið sett upp Billy Elliot og Mary Poppins. „Við höfum lengi haft augastað á Mamma Mia en það er erfitt að fá réttinn á þessari stórsýningu og við vildum fá að gera hana á okkar hátt með okkar besta fólki,“ segir Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri og heldur áfram: „Þessi sýning hefur verið sýnd úti um allan heim en það hafa alltaf verið afar strangar reglur um að sýningin þurfi að nota nákvæmlega sömu leikmynd og dansa og upprunalega sýningin en við vildum auðvitað fá að gera sýninguna að okkar og taka hana þannig upp á næsta stig og við erum í skýjunum yfir því að vera fyrsta leikhúsið í heiminum sem býðst sá réttur að hafa algert listrænt frelsi þegar kemur að uppsetningunni.“Algjör gleðisprengja „Við verðum með afar skemmtilegar lausnir á framsetningu, þökk sé því frábæra listafólki sem við erum búin að fá með okkur í lið,“ segir Kristín. Grímuverðlaunahafinn Ilmur Stefánsdóttir sér um leikmyndina, Filippía Elísdóttir hannar búningana og Lee Proud semur dansana. Sýningin verður af svipaðri stærð og stærstu söngleikir Borgarleikhússins hafa verið. „Leikhópurinn verður í kringum 35 manns og auðvitað spilar hljómsveit undir. Við ætlum að tjalda öllu til og gera þennan söngleik að algjörri gleðisprengju,“ segir Unnur Ösp.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira