Innlent

Árni Múli ráðinn framkvæmdastjóri

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Árni Múli Jónasson
Árni Múli Jónasson
Landssamtökin Þroskahjálp tilkynnti á fimmtudaginn um ráðningu Árna Múla Jónassonar í stól framkvæmdastjóra samtakanna. Síðastliðinn tuttugu ár hefur Friðrik Sigurðsson gegnt starfi framkvæmdastjóra en hann mun láta af störfum fyrsta september næstkomandi og mun Árni Múli hefja störf þá. Friðrik mun þó áfram sinna sérstökum verkefnum fyrir Þroskahjálp.

Árni Múli er ekki ókunnugur stjórnun. Hann hefur í gegn um tíðina starfað sem Fiskistofustjóri, bæjarstjóri Akraness, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins og sem lögfræðilegur ráðgjafi enda menntaður lögfræðingur með sérmenntun í mannréttindalögfræði.

„Um leið og við þökkum Friðriki Sigurðssyni fyrir ómetanleg störf í þágu samtakanna bjóðum við Árna Múla velkominn og hlökkum til samstarfsins,“ segir í tilkynningu á vef Þroskahjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×