Innlent

Undrast skort á aðgerðaáætlun

Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp undanfarna daga.
Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp undanfarna daga. Fréttablaðið/Valli
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga undrast að stjórnvöld hafi ekkert brugðist við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga.

Ólafur G Skúlason
„Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaáætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Hann segir að lögin hafi sett samningsaðilum of þröngar skorður og hvetji fólk ekki til samninga.

„Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. júní. Þegar maður skoðar þessi lög, þá fela þau í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hefur verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×