Píndi bílpróf út úr yfirvöldum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. júní 2015 12:00 Dr. Moza Al-Malki Vísir/Valli "Að hugsa sér, hundrað ár liðin síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Í Katar er ekki einu sinni þjóðþing,“ segir Dr. Moza Al-Malki, sálfræðingur og kvenréttindakona frá hinu auðuga smáríki Katar við Arabíuflóa. Moza er komin hingað til lands til að verða vitni að hátíðarhöldum vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi og fagna með kynsystrum sínum hér á landi. „Ég er hérna til þess að verða vitni að þessum fallega viðburði.“ Moza hefur frá unga aldri farið eigin leiðir og barist fyrir bættum réttindum og sjálfsstyrkingu kvenna í Katar. Moza er klínískur sálfræðingur og sérhæfir hún sig í barna- og fjölskylduráðgjöf. Hún rekur sína eigin sálfræðistofu í einum hæsta skýjakljúfi Doha borgar. Þá starfaði hún sem prófessor við Katar háskóla um tíma og hefur setið í hinum ýmsu nefndum og ráðum tengdum geðheilbrigði. Hún er líka rithöfundur og hefur gefið út átján bækur og auk þess sem hún skrifar pistla um hin ýmsu baráttumál í hið vinsæla dagblað, Raya Qatari.Öðruvísi barátta Það er óhætt að segja að baráttumál kvenna í Katar séu annars eðlis en baráttumálin sem við þekkjum hér á landi. Á Íslandi berjast konur meðal annars fyrir jöfnum launum kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Þar í landi er barist fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna um eigið líf, að þær megi velja sér maka, nám og starf, auk þess sem vakin er athygli á ósanngjarnri og karllægri túlkun á íslömskum lögum og siðum. Á Íslandi á kvennahreyfingin sér langa og að mörgu leyti árangursríka sögu en í Katar eru kvennahreyfingar sem og önnur óháð félagasamtök bönnuð. Þrátt fyrir bannið er fjöldi öflugra kvenna sem lætur til sín taka á þessum vettvangi. Fremst meðal jafningja er Moza.Moza ásamt vinkonum sínum. Sumar eru skyldugar að vera í hijab en aðrar gera það að eigin vilja.Fyrst til að bjóða sig fram„Fyrsta skrefið í áttina að þátttöku kvenna í stjórnmálum var tekið þegar ég og fimm aðrar konur buðum okkur fram til setu í ráðgjafaráði fyrir ráðherra sveitarstjórnarmála árið 1999,“ segir Moza, en tvö hundruð og þrjátíu karlar buðu sig fram og komst engin kona að í það sinn. „Fyrir árið 1999 var hvorki í boði fyrir konur að bjóða sig fram né kjósa. Þetta er árið 1999, mörgum tugum ára eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt.“ Moza talar um árið 1999 sem spennandi tíma. Henni leið eins og hún hefði vakið umtal um þátttöku kvenna í stjórnmálum svo og um mikilvægi þátttöku þeirra í þjóðfélaginu almennt. Emírinn allsráðandiKatar er einveldi sem erfist í beinan karllegg frá tilteknum ættboga Al Thani-ættarinnar. Emírinn velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Honum til halds og trausts er starfandi 35 manna ráðgefandi þing, sem hann velur sjálfur en engin kona hefur setið þar. Tækifæri almennra innfæddra íbúa, kvenna og karla, til stjórnmálaþátttöku eru afar fábrotin fyrir utan setu í viðskiptaráði og fyrrnefndu ráðgefandi ráði fyrir sveitarstjórnarráðherrann, sem þó hafa hvorki löggjafar- né neitunarvald. Emírinn hefur veitt nokkrum konum lykilembætti á síðastliðnum árum, þar á meðal rektorstöðu við Katar-háskóla. Hann fól dóttur sinni stjórn skrifstofu sinnar og úthlutaði frænku sinni dómarastöðu, fyrstri kvenna. Máttlaus kvenfrelsisbarátta„Konum í Katar er mismunað í lögum, enda liggur íhaldssöm túlkun sjaríalaganna til grundvallar við meðferð mála,“ segir Moza og nefnir sem dæmi að konum sé mismunað í hjúskap, í erfðamálum og í skilnaðarmálum. Þrátt fyrir hátt menntunarstig, velmegun og sterkan fjárhag innfæddra kvenna er staða kvenna í Katar talin ein sú veikasta í heimi. „Þrátt fyrir alla burði, er kvenfrelsisbaráttan þar máttlaus, lítt sýnileg og aðallega í höndum háttsettra kvenna sem eru nátengdar yfirvöldum.“Myndin er tekin árið 1986 af Mozu keyra fyrsta bílinn sinn þrátt fyrir bann í lögum.Konur keyra ekkiKonur í Katar fá ekki ökuskírteini nema með samþykki föður eða eiginmanns. Auk þessa þarf að liggja fyrir rökstuðningur um nauðsyn þess að þær þurfi að aka sjálfar. Moza varð fyrst innfæddra kvenna til þess að fá ökuskírteini árið 1987, en það fékk hún með hinum ýmsu klækjabrögðum. „Ég bara hlustaði ekki á þá. Ég skildi aldrei rökin á bak við það að bara karlar mættu keyra. Ég þurfti að keyra börnin mín í skólann og mér datt ekki í huga að ráða bílstjóra.“ Moza fékk undanþágu frá yfirvöldum eftir mikla baráttu við lögregluyfirvöld. „Lögreglan hafði stöðvað mig nokkrum sinnum enda ekki erfitt að fanga athygli þeirra, þegar innfædd kona er við stýrið,“ segir Moza og bætir við að bílprófið hafi hún loks fengið, en barátta hennar skilaði sér ekki til annarra kvenna fyrr en mörgum áðum síðar. Konur í Katar fengu loks leyfi til að keyra árið 1997 eða tíu árum eftir að Moza fékk undanþáguna veitta. Þó þurfa þær enn fyrrgreint samþykki karlkyns umsjónarmanns. „Ég man að mörgum fannst ég djörf en ég hugsaði ekki mikið út í það á þeim tíma. Mér fannst þetta eiginlega bara algjört rugl.“Skilyrt ferðamennskaAðrar breytingar urðu á regluverkinu í Katar árið 2007 og fengu konur loks heimild til þess að sækja um eigið vegabréf og ferðast til útlanda án leyfis umsjónarmanna sinna, það er föðurins ef konan er ógift eða eiginmanns, ef hún er gift. „Umsjónarmaður getur þó enn stöðvað för þeirra ef hann kýs, svo sem með einu símtali á flugvöllinn.“Hissa að karlar styðji baráttuna„Ég hlustaði á ræðu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur prófessors í fyrradag og mér fannst hún rosalega flott. Það merkilegasta fannst mér að hún tók fram að margir íslenskir karlmenn styddu kvennabaráttu á Íslandi. Ég hef ekki enn þá hitt þann mann í Katar en vona að það fari að breytast.“Bætt staða kvennaMoza segir að gríðarlegar umbætur hafi átt sér stað á undanförnum árum í Katar enda yfirlýst markmið stjórnvalda að bæta stöðu kvenna. „Árangurinn má fyrst og fremst sjá þegar litið er til menntunar en árlega útskrifast fleiri konur en karlar með doktorsgráður og mun fleiri konur en karlar stunda háskólanám. Læsi er líka meira meðal kvenna en karla og ég þakka það nöfnu minni, konu emírsins, Sheiku Mozu.“ Sheika Moza er þriðja og jafnframt opinbera eiginkona fyrrverandi emírsins og móðir núverandi. Hún er talskona mikilvægis menntunar, mann- og kvenréttinda og umbóta. Hún er stofnandi og stjórnarformaður Qatar Foundation sem er sjóður sem styrkir menntun, vísindi, rannsóknir og samfélagsþróun. „Þrátt fyrir framfarir í stöðu kvenna til menntunar eru gerðar strangar samfélagslegar kröfur um hegðun, framkomu og klæðaburð.“Strangar kröfur um klæðaburð„Ég vel það sjálf að setja slæðu á herðar mér og hylja mig stundum. Það segir mér enginn fyrir verkum en mér finnst fallegt að bera slíka slæðu og það er táknrænt fyrir mína menningu,“ segir Moza. Í sumum tilfellum er lögð skylda á konur að bera hijab eða jafnvel nijab en þá er allt hulið nema augun. „Mér finnst allt í góðu ef þær velja það sjálfar.“ „Ég fer aftur heim til Katar í næstu viku. Þá mun ég sko sannarlega skrifa greinar um hversu langt Ísland hefur náð í jafnréttisbaráttunni. Þetta gerir mig stolta og ég vona innilega að eftir einhver ár nái konur í Katar jafn langt og konur á Íslandi.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
"Að hugsa sér, hundrað ár liðin síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Í Katar er ekki einu sinni þjóðþing,“ segir Dr. Moza Al-Malki, sálfræðingur og kvenréttindakona frá hinu auðuga smáríki Katar við Arabíuflóa. Moza er komin hingað til lands til að verða vitni að hátíðarhöldum vegna aldarafmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi og fagna með kynsystrum sínum hér á landi. „Ég er hérna til þess að verða vitni að þessum fallega viðburði.“ Moza hefur frá unga aldri farið eigin leiðir og barist fyrir bættum réttindum og sjálfsstyrkingu kvenna í Katar. Moza er klínískur sálfræðingur og sérhæfir hún sig í barna- og fjölskylduráðgjöf. Hún rekur sína eigin sálfræðistofu í einum hæsta skýjakljúfi Doha borgar. Þá starfaði hún sem prófessor við Katar háskóla um tíma og hefur setið í hinum ýmsu nefndum og ráðum tengdum geðheilbrigði. Hún er líka rithöfundur og hefur gefið út átján bækur og auk þess sem hún skrifar pistla um hin ýmsu baráttumál í hið vinsæla dagblað, Raya Qatari.Öðruvísi barátta Það er óhætt að segja að baráttumál kvenna í Katar séu annars eðlis en baráttumálin sem við þekkjum hér á landi. Á Íslandi berjast konur meðal annars fyrir jöfnum launum kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Þar í landi er barist fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna um eigið líf, að þær megi velja sér maka, nám og starf, auk þess sem vakin er athygli á ósanngjarnri og karllægri túlkun á íslömskum lögum og siðum. Á Íslandi á kvennahreyfingin sér langa og að mörgu leyti árangursríka sögu en í Katar eru kvennahreyfingar sem og önnur óháð félagasamtök bönnuð. Þrátt fyrir bannið er fjöldi öflugra kvenna sem lætur til sín taka á þessum vettvangi. Fremst meðal jafningja er Moza.Moza ásamt vinkonum sínum. Sumar eru skyldugar að vera í hijab en aðrar gera það að eigin vilja.Fyrst til að bjóða sig fram„Fyrsta skrefið í áttina að þátttöku kvenna í stjórnmálum var tekið þegar ég og fimm aðrar konur buðum okkur fram til setu í ráðgjafaráði fyrir ráðherra sveitarstjórnarmála árið 1999,“ segir Moza, en tvö hundruð og þrjátíu karlar buðu sig fram og komst engin kona að í það sinn. „Fyrir árið 1999 var hvorki í boði fyrir konur að bjóða sig fram né kjósa. Þetta er árið 1999, mörgum tugum ára eftir að íslenskar konur fengu kosningarétt.“ Moza talar um árið 1999 sem spennandi tíma. Henni leið eins og hún hefði vakið umtal um þátttöku kvenna í stjórnmálum svo og um mikilvægi þátttöku þeirra í þjóðfélaginu almennt. Emírinn allsráðandiKatar er einveldi sem erfist í beinan karllegg frá tilteknum ættboga Al Thani-ættarinnar. Emírinn velur sjálfur ráðherra og lykilmenn stjórnkerfisins. Honum til halds og trausts er starfandi 35 manna ráðgefandi þing, sem hann velur sjálfur en engin kona hefur setið þar. Tækifæri almennra innfæddra íbúa, kvenna og karla, til stjórnmálaþátttöku eru afar fábrotin fyrir utan setu í viðskiptaráði og fyrrnefndu ráðgefandi ráði fyrir sveitarstjórnarráðherrann, sem þó hafa hvorki löggjafar- né neitunarvald. Emírinn hefur veitt nokkrum konum lykilembætti á síðastliðnum árum, þar á meðal rektorstöðu við Katar-háskóla. Hann fól dóttur sinni stjórn skrifstofu sinnar og úthlutaði frænku sinni dómarastöðu, fyrstri kvenna. Máttlaus kvenfrelsisbarátta„Konum í Katar er mismunað í lögum, enda liggur íhaldssöm túlkun sjaríalaganna til grundvallar við meðferð mála,“ segir Moza og nefnir sem dæmi að konum sé mismunað í hjúskap, í erfðamálum og í skilnaðarmálum. Þrátt fyrir hátt menntunarstig, velmegun og sterkan fjárhag innfæddra kvenna er staða kvenna í Katar talin ein sú veikasta í heimi. „Þrátt fyrir alla burði, er kvenfrelsisbaráttan þar máttlaus, lítt sýnileg og aðallega í höndum háttsettra kvenna sem eru nátengdar yfirvöldum.“Myndin er tekin árið 1986 af Mozu keyra fyrsta bílinn sinn þrátt fyrir bann í lögum.Konur keyra ekkiKonur í Katar fá ekki ökuskírteini nema með samþykki föður eða eiginmanns. Auk þessa þarf að liggja fyrir rökstuðningur um nauðsyn þess að þær þurfi að aka sjálfar. Moza varð fyrst innfæddra kvenna til þess að fá ökuskírteini árið 1987, en það fékk hún með hinum ýmsu klækjabrögðum. „Ég bara hlustaði ekki á þá. Ég skildi aldrei rökin á bak við það að bara karlar mættu keyra. Ég þurfti að keyra börnin mín í skólann og mér datt ekki í huga að ráða bílstjóra.“ Moza fékk undanþágu frá yfirvöldum eftir mikla baráttu við lögregluyfirvöld. „Lögreglan hafði stöðvað mig nokkrum sinnum enda ekki erfitt að fanga athygli þeirra, þegar innfædd kona er við stýrið,“ segir Moza og bætir við að bílprófið hafi hún loks fengið, en barátta hennar skilaði sér ekki til annarra kvenna fyrr en mörgum áðum síðar. Konur í Katar fengu loks leyfi til að keyra árið 1997 eða tíu árum eftir að Moza fékk undanþáguna veitta. Þó þurfa þær enn fyrrgreint samþykki karlkyns umsjónarmanns. „Ég man að mörgum fannst ég djörf en ég hugsaði ekki mikið út í það á þeim tíma. Mér fannst þetta eiginlega bara algjört rugl.“Skilyrt ferðamennskaAðrar breytingar urðu á regluverkinu í Katar árið 2007 og fengu konur loks heimild til þess að sækja um eigið vegabréf og ferðast til útlanda án leyfis umsjónarmanna sinna, það er föðurins ef konan er ógift eða eiginmanns, ef hún er gift. „Umsjónarmaður getur þó enn stöðvað för þeirra ef hann kýs, svo sem með einu símtali á flugvöllinn.“Hissa að karlar styðji baráttuna„Ég hlustaði á ræðu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur prófessors í fyrradag og mér fannst hún rosalega flott. Það merkilegasta fannst mér að hún tók fram að margir íslenskir karlmenn styddu kvennabaráttu á Íslandi. Ég hef ekki enn þá hitt þann mann í Katar en vona að það fari að breytast.“Bætt staða kvennaMoza segir að gríðarlegar umbætur hafi átt sér stað á undanförnum árum í Katar enda yfirlýst markmið stjórnvalda að bæta stöðu kvenna. „Árangurinn má fyrst og fremst sjá þegar litið er til menntunar en árlega útskrifast fleiri konur en karlar með doktorsgráður og mun fleiri konur en karlar stunda háskólanám. Læsi er líka meira meðal kvenna en karla og ég þakka það nöfnu minni, konu emírsins, Sheiku Mozu.“ Sheika Moza er þriðja og jafnframt opinbera eiginkona fyrrverandi emírsins og móðir núverandi. Hún er talskona mikilvægis menntunar, mann- og kvenréttinda og umbóta. Hún er stofnandi og stjórnarformaður Qatar Foundation sem er sjóður sem styrkir menntun, vísindi, rannsóknir og samfélagsþróun. „Þrátt fyrir framfarir í stöðu kvenna til menntunar eru gerðar strangar samfélagslegar kröfur um hegðun, framkomu og klæðaburð.“Strangar kröfur um klæðaburð„Ég vel það sjálf að setja slæðu á herðar mér og hylja mig stundum. Það segir mér enginn fyrir verkum en mér finnst fallegt að bera slíka slæðu og það er táknrænt fyrir mína menningu,“ segir Moza. Í sumum tilfellum er lögð skylda á konur að bera hijab eða jafnvel nijab en þá er allt hulið nema augun. „Mér finnst allt í góðu ef þær velja það sjálfar.“ „Ég fer aftur heim til Katar í næstu viku. Þá mun ég sko sannarlega skrifa greinar um hversu langt Ísland hefur náð í jafnréttisbaráttunni. Þetta gerir mig stolta og ég vona innilega að eftir einhver ár nái konur í Katar jafn langt og konur á Íslandi.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira