Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar 18. júní 2015 08:00 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Jafnréttissjóðurinn er stofnaður í tilefni þessara tímamóta. VÍSIR/STEFÁN Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira