Innlent

Svipað að kaupa jörð og togara

Snærós Sindradóttir skrifar
Framleiðslukrafa á bændur er nú hundrað prósent og greitt er fyrir alla mjólk umfram kvóta. Vegna þessa er verð á kvóta í sögulegu lágmarki.
Framleiðslukrafa á bændur er nú hundrað prósent og greitt er fyrir alla mjólk umfram kvóta. Vegna þessa er verð á kvóta í sögulegu lágmarki. vísir/STEFÁn
Landbúnaður„Það er frekar þungt undir fæti. Þetta er keimlíkt og þetta var eftir hrun,“ segir Magnús Leopoldsson, fasteignasali og bóndi, um kaup og sölu á kúabújörðum.

Verð á mjólkurkvóta hefur verið í algjöru lágmarki svo mánuðum skiptir og nam 150 krónum á lítrann í apríl síðastliðnum. 

Magnús Leopoldsson


Það þýðir að minna er um að eldri kúabændur sem hyggjast hætta búskap selji mjólkurkvótann frá sér en haldi jörð sinni og húsi.

„Núna verða menn bara að hætta alveg og hleypa öðrum að,“ segir Magnús.

Þrátt fyrir það er mjög erfitt fyrir unga bændur að kaupa sig inn í greinina. Jarðir með framleiðslurétt eru dýrar.

„Þetta er svipað og að kaupa sér togara. Það er varla hægt að tala um að jarðir kosti minna en 150 milljónir,“ segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×