Innlent

Pollurinn „iðar“ af saurgerlum

Sveinn Arnarsson skrifar
Heilbrigðiseftirlitið beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki að busla í pollinum við Siglingaklúbbinn Nökkva.
Heilbrigðiseftirlitið beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki að busla í pollinum við Siglingaklúbbinn Nökkva. vísir/pjetur
Sjósýni sem tekin voru úr Pollinum á Akureyri þann 8. júní síðastliðinn sýna alvarlega stöðu. Í víkinni við flotbryggju Siglingaklúbbsins Nökkva mældist 800 falt meira magn saurgerla en leyfilegt er samkvæmt viðmiðunarmörkum.

Leyfilegt magn saurgerla er 100 bakteríur í hverjum 100 millilítrum af sjó þar sem útivistarsvæði eru í grennd. Í víkinni mældust 79.000 saurkólíbakteríur.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sinnir sjósýnatökum sem þessum og ákvað að taka önnur sýni þann 12. þessa mánaðar til að vakta ástandið. Von er á niðurstöðum úr þeim um helgina.

„Það er því ljóst að ástand sjávar við flotbryggjur Nökkva hefur verið algerlega ófullnægjandi með tilliti til útivistar. Heilbrigðiseftirlitið beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Siglingaklúbbsins Nökkva og almennings að forðast sjóböð og busl í víkinni þar til niðurstöður liggja fyrir um annað,“ segir í tilkynningu eftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×