Við erum vinir Bjarni Gíslason skrifar 17. júní 2015 07:00 Ég verð hreinlega að segja ykkur frá þeim hughrifum sem innplastað ljóð, sem hangir á handriði heitapotts í sundlaug Kópavogs, hefur vakið með mér undanfarið. Ljóðið er eftir Alvar Orrason sem er í 5.-6. bekk í Klettaskóla: „Steingrímur er leiður en ég er glaður. Við erum vinir.“ Þetta er besta ljóð sem ég hef lesið lengi. Virðist einfalt en er mjög djúpt þegar grannt er skoðað. Fyrst er lýst tilfinningum og líðan sem greinilega getur verið upp og ofan eins og við flest þekkjum. Mér finnst líka felast í fyrrihlutanum að þó að þegar ljóðið er skrifað sé það Steingrímur sem er leiður og Alvar glaður, þá geti því síðar verið öfugt farið. Að við sveiflumst öll í tilfinningum og líðan. Það er heldur ekki verið að fela neitt, segjum hlutina eins og þeir eru. En þá kemur framhaldið sem skiptir öllu máli: „Við erum vinir.“ Hér er sett fram staðreynd sem stendur einhvern veginn sama hvað. Við erum vinir óháð tilfinningum og líðan, hún getur verið upp og ofan en við erum alltaf vinir. Það er grundvöllur sem stendur og verður til þess að sá sem þarf á stuðningi að halda fær hann frá vini sínum. Þá getur sá sem betur er staddur, staðið með vini sínum, hlustað og veitt styrk og stuðning. Stundum er besti stuðningurinn einfaldlega að vera vinur. Þegar sú staða kemur upp að báðum líður illa er vináttan styrkur sem veitir samstöðu, skilning og kraft til að halda áfram, ganga saman. Taka ábyrgð hvert á öðru. Ljóðið segir ekki „stundum erum við vinir“ eða „þegar okkur líður vel erum við vinir“. Nei: „Við erum vinir.“ Það er snilldin. Það er einmitt það sem gefur von og möguleika, grundvöll til að halda áfram göngunni. Þannig er Alvar okkur hinum góð fyrirmynd um að sýna hvert öðru stuðning. Horfa í kringum okkur, vera opin fyrir þeim sem þurfa stuðning, nær og fjær. Hver þarf þinn stuðning? Takk Alvar fyrir ljóðið um sanna vináttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég verð hreinlega að segja ykkur frá þeim hughrifum sem innplastað ljóð, sem hangir á handriði heitapotts í sundlaug Kópavogs, hefur vakið með mér undanfarið. Ljóðið er eftir Alvar Orrason sem er í 5.-6. bekk í Klettaskóla: „Steingrímur er leiður en ég er glaður. Við erum vinir.“ Þetta er besta ljóð sem ég hef lesið lengi. Virðist einfalt en er mjög djúpt þegar grannt er skoðað. Fyrst er lýst tilfinningum og líðan sem greinilega getur verið upp og ofan eins og við flest þekkjum. Mér finnst líka felast í fyrrihlutanum að þó að þegar ljóðið er skrifað sé það Steingrímur sem er leiður og Alvar glaður, þá geti því síðar verið öfugt farið. Að við sveiflumst öll í tilfinningum og líðan. Það er heldur ekki verið að fela neitt, segjum hlutina eins og þeir eru. En þá kemur framhaldið sem skiptir öllu máli: „Við erum vinir.“ Hér er sett fram staðreynd sem stendur einhvern veginn sama hvað. Við erum vinir óháð tilfinningum og líðan, hún getur verið upp og ofan en við erum alltaf vinir. Það er grundvöllur sem stendur og verður til þess að sá sem þarf á stuðningi að halda fær hann frá vini sínum. Þá getur sá sem betur er staddur, staðið með vini sínum, hlustað og veitt styrk og stuðning. Stundum er besti stuðningurinn einfaldlega að vera vinur. Þegar sú staða kemur upp að báðum líður illa er vináttan styrkur sem veitir samstöðu, skilning og kraft til að halda áfram, ganga saman. Taka ábyrgð hvert á öðru. Ljóðið segir ekki „stundum erum við vinir“ eða „þegar okkur líður vel erum við vinir“. Nei: „Við erum vinir.“ Það er snilldin. Það er einmitt það sem gefur von og möguleika, grundvöll til að halda áfram göngunni. Þannig er Alvar okkur hinum góð fyrirmynd um að sýna hvert öðru stuðning. Horfa í kringum okkur, vera opin fyrir þeim sem þurfa stuðning, nær og fjær. Hver þarf þinn stuðning? Takk Alvar fyrir ljóðið um sanna vináttu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar