Við erum vinir Bjarni Gíslason skrifar 17. júní 2015 07:00 Ég verð hreinlega að segja ykkur frá þeim hughrifum sem innplastað ljóð, sem hangir á handriði heitapotts í sundlaug Kópavogs, hefur vakið með mér undanfarið. Ljóðið er eftir Alvar Orrason sem er í 5.-6. bekk í Klettaskóla: „Steingrímur er leiður en ég er glaður. Við erum vinir.“ Þetta er besta ljóð sem ég hef lesið lengi. Virðist einfalt en er mjög djúpt þegar grannt er skoðað. Fyrst er lýst tilfinningum og líðan sem greinilega getur verið upp og ofan eins og við flest þekkjum. Mér finnst líka felast í fyrrihlutanum að þó að þegar ljóðið er skrifað sé það Steingrímur sem er leiður og Alvar glaður, þá geti því síðar verið öfugt farið. Að við sveiflumst öll í tilfinningum og líðan. Það er heldur ekki verið að fela neitt, segjum hlutina eins og þeir eru. En þá kemur framhaldið sem skiptir öllu máli: „Við erum vinir.“ Hér er sett fram staðreynd sem stendur einhvern veginn sama hvað. Við erum vinir óháð tilfinningum og líðan, hún getur verið upp og ofan en við erum alltaf vinir. Það er grundvöllur sem stendur og verður til þess að sá sem þarf á stuðningi að halda fær hann frá vini sínum. Þá getur sá sem betur er staddur, staðið með vini sínum, hlustað og veitt styrk og stuðning. Stundum er besti stuðningurinn einfaldlega að vera vinur. Þegar sú staða kemur upp að báðum líður illa er vináttan styrkur sem veitir samstöðu, skilning og kraft til að halda áfram, ganga saman. Taka ábyrgð hvert á öðru. Ljóðið segir ekki „stundum erum við vinir“ eða „þegar okkur líður vel erum við vinir“. Nei: „Við erum vinir.“ Það er snilldin. Það er einmitt það sem gefur von og möguleika, grundvöll til að halda áfram göngunni. Þannig er Alvar okkur hinum góð fyrirmynd um að sýna hvert öðru stuðning. Horfa í kringum okkur, vera opin fyrir þeim sem þurfa stuðning, nær og fjær. Hver þarf þinn stuðning? Takk Alvar fyrir ljóðið um sanna vináttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég verð hreinlega að segja ykkur frá þeim hughrifum sem innplastað ljóð, sem hangir á handriði heitapotts í sundlaug Kópavogs, hefur vakið með mér undanfarið. Ljóðið er eftir Alvar Orrason sem er í 5.-6. bekk í Klettaskóla: „Steingrímur er leiður en ég er glaður. Við erum vinir.“ Þetta er besta ljóð sem ég hef lesið lengi. Virðist einfalt en er mjög djúpt þegar grannt er skoðað. Fyrst er lýst tilfinningum og líðan sem greinilega getur verið upp og ofan eins og við flest þekkjum. Mér finnst líka felast í fyrrihlutanum að þó að þegar ljóðið er skrifað sé það Steingrímur sem er leiður og Alvar glaður, þá geti því síðar verið öfugt farið. Að við sveiflumst öll í tilfinningum og líðan. Það er heldur ekki verið að fela neitt, segjum hlutina eins og þeir eru. En þá kemur framhaldið sem skiptir öllu máli: „Við erum vinir.“ Hér er sett fram staðreynd sem stendur einhvern veginn sama hvað. Við erum vinir óháð tilfinningum og líðan, hún getur verið upp og ofan en við erum alltaf vinir. Það er grundvöllur sem stendur og verður til þess að sá sem þarf á stuðningi að halda fær hann frá vini sínum. Þá getur sá sem betur er staddur, staðið með vini sínum, hlustað og veitt styrk og stuðning. Stundum er besti stuðningurinn einfaldlega að vera vinur. Þegar sú staða kemur upp að báðum líður illa er vináttan styrkur sem veitir samstöðu, skilning og kraft til að halda áfram, ganga saman. Taka ábyrgð hvert á öðru. Ljóðið segir ekki „stundum erum við vinir“ eða „þegar okkur líður vel erum við vinir“. Nei: „Við erum vinir.“ Það er snilldin. Það er einmitt það sem gefur von og möguleika, grundvöll til að halda áfram göngunni. Þannig er Alvar okkur hinum góð fyrirmynd um að sýna hvert öðru stuðning. Horfa í kringum okkur, vera opin fyrir þeim sem þurfa stuðning, nær og fjær. Hver þarf þinn stuðning? Takk Alvar fyrir ljóðið um sanna vináttu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar