Við erum vinir Bjarni Gíslason skrifar 17. júní 2015 07:00 Ég verð hreinlega að segja ykkur frá þeim hughrifum sem innplastað ljóð, sem hangir á handriði heitapotts í sundlaug Kópavogs, hefur vakið með mér undanfarið. Ljóðið er eftir Alvar Orrason sem er í 5.-6. bekk í Klettaskóla: „Steingrímur er leiður en ég er glaður. Við erum vinir.“ Þetta er besta ljóð sem ég hef lesið lengi. Virðist einfalt en er mjög djúpt þegar grannt er skoðað. Fyrst er lýst tilfinningum og líðan sem greinilega getur verið upp og ofan eins og við flest þekkjum. Mér finnst líka felast í fyrrihlutanum að þó að þegar ljóðið er skrifað sé það Steingrímur sem er leiður og Alvar glaður, þá geti því síðar verið öfugt farið. Að við sveiflumst öll í tilfinningum og líðan. Það er heldur ekki verið að fela neitt, segjum hlutina eins og þeir eru. En þá kemur framhaldið sem skiptir öllu máli: „Við erum vinir.“ Hér er sett fram staðreynd sem stendur einhvern veginn sama hvað. Við erum vinir óháð tilfinningum og líðan, hún getur verið upp og ofan en við erum alltaf vinir. Það er grundvöllur sem stendur og verður til þess að sá sem þarf á stuðningi að halda fær hann frá vini sínum. Þá getur sá sem betur er staddur, staðið með vini sínum, hlustað og veitt styrk og stuðning. Stundum er besti stuðningurinn einfaldlega að vera vinur. Þegar sú staða kemur upp að báðum líður illa er vináttan styrkur sem veitir samstöðu, skilning og kraft til að halda áfram, ganga saman. Taka ábyrgð hvert á öðru. Ljóðið segir ekki „stundum erum við vinir“ eða „þegar okkur líður vel erum við vinir“. Nei: „Við erum vinir.“ Það er snilldin. Það er einmitt það sem gefur von og möguleika, grundvöll til að halda áfram göngunni. Þannig er Alvar okkur hinum góð fyrirmynd um að sýna hvert öðru stuðning. Horfa í kringum okkur, vera opin fyrir þeim sem þurfa stuðning, nær og fjær. Hver þarf þinn stuðning? Takk Alvar fyrir ljóðið um sanna vináttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég verð hreinlega að segja ykkur frá þeim hughrifum sem innplastað ljóð, sem hangir á handriði heitapotts í sundlaug Kópavogs, hefur vakið með mér undanfarið. Ljóðið er eftir Alvar Orrason sem er í 5.-6. bekk í Klettaskóla: „Steingrímur er leiður en ég er glaður. Við erum vinir.“ Þetta er besta ljóð sem ég hef lesið lengi. Virðist einfalt en er mjög djúpt þegar grannt er skoðað. Fyrst er lýst tilfinningum og líðan sem greinilega getur verið upp og ofan eins og við flest þekkjum. Mér finnst líka felast í fyrrihlutanum að þó að þegar ljóðið er skrifað sé það Steingrímur sem er leiður og Alvar glaður, þá geti því síðar verið öfugt farið. Að við sveiflumst öll í tilfinningum og líðan. Það er heldur ekki verið að fela neitt, segjum hlutina eins og þeir eru. En þá kemur framhaldið sem skiptir öllu máli: „Við erum vinir.“ Hér er sett fram staðreynd sem stendur einhvern veginn sama hvað. Við erum vinir óháð tilfinningum og líðan, hún getur verið upp og ofan en við erum alltaf vinir. Það er grundvöllur sem stendur og verður til þess að sá sem þarf á stuðningi að halda fær hann frá vini sínum. Þá getur sá sem betur er staddur, staðið með vini sínum, hlustað og veitt styrk og stuðning. Stundum er besti stuðningurinn einfaldlega að vera vinur. Þegar sú staða kemur upp að báðum líður illa er vináttan styrkur sem veitir samstöðu, skilning og kraft til að halda áfram, ganga saman. Taka ábyrgð hvert á öðru. Ljóðið segir ekki „stundum erum við vinir“ eða „þegar okkur líður vel erum við vinir“. Nei: „Við erum vinir.“ Það er snilldin. Það er einmitt það sem gefur von og möguleika, grundvöll til að halda áfram göngunni. Þannig er Alvar okkur hinum góð fyrirmynd um að sýna hvert öðru stuðning. Horfa í kringum okkur, vera opin fyrir þeim sem þurfa stuðning, nær og fjær. Hver þarf þinn stuðning? Takk Alvar fyrir ljóðið um sanna vináttu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar