Innlent

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró

Svavar Hávarðsson skrifar
Þorskveiði eykst ár frá ári.
Þorskveiði eykst ár frá ári.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur þriðja árið í röð fylgt tillögum Hafrannsóknastofnunnar um heildarafla fyrir tiltekna nytjastofna á næsta fiskveiðiári.

Aflamark þorsks verður 239.000 tonn sem er hækkun um 21.000 tonn frá ráðgjöf fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Aflamark ýsu verður 36.400 tonn sem er 6.000 tonna aukning.

Verðmætaaukning vegna aukins útflutnings sjávarafurða gæti numið sjö til átta milljörðum króna, haldist afurðaverð svipað því sem af er ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×