Innlent

Vilja viðhald á holóttum götum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Svona er það sums staðar ástand vega í höfuðborginni. Þetta er úti á Grandagarði.
Svona er það sums staðar ástand vega í höfuðborginni. Þetta er úti á Grandagarði. Fréttablaðið/Vilhelm
Borgin á að móta viðhaldsstefnu vegna gatnaframkvæmda samkvæmt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær.

„Fjölmargir borgarbúar hafa orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni sem rakið verður til óviðunandi og hættulegs ástands gatna,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Í ræðu sinni nefndi hann líka að í stjórnsýslu- og rekstrarúttekt innri endurskoðunar hafi verið talað skýrt um viðhald fasteigna og gatna. Samþykkt var að vísa tillögunni til borgarráðs til frekari umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×