Vilja útrýma risahvönn á Akureyri Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. júní 2015 08:00 Bjarnarkló telst til risahvanna eins og tröllahvönn. Risahvannir er að finna víða á Reykjavíkursvæðinu og einnig annars staðar úti um landið. Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasafræðingar við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands vilja að risahvönninni þar verði útrýmt. „Það er nýbúið að kortleggja staðina þar sem risahvönn vex á Akureyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegundum risahvanna sem náð hafa fótfestu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn.Starri HeiðmarssonStarri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykjavíkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvannirnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþroskuð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“Brunasár eftir sex daga.Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efnasambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garðeigendum nema einum. Risahvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vandamál,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúrufræðistofnun Íslands vilja fylgjast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ni.isBrunasár eftir fimm daga.Brunasár eftir sex daga.Brunasár eftir sjö daga.Brunasár eftir átta daga.Brunasár eftir níu daga.Brunasár eftir fimm mánuði. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Risahvannir, sem geta valdið alvarlegum bruna, dreifa sér nú hratt á Akureyri. Grasafræðingar við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands vilja að risahvönninni þar verði útrýmt. „Það er nýbúið að kortleggja staðina þar sem risahvönn vex á Akureyri og hún er mjög víða,“ segir dr. Starri Heiðmarsson grasafræðingur en hann hefur ásamt dr. Pawel Wasovicz grasafræðingi fylgst með þeim tveimur tegundum risahvanna sem náð hafa fótfestu á Íslandi, það er bjarnarkló og tröllahvönn.Starri HeiðmarssonStarri segir risahvannir plöntur sem líklegt er að verði ágengar. Þær séu víða á Reykjavíkursvæðinu en einnig annars staðar á landinu. „Fólk er með þetta sem fallega plöntu í görðum. Það gerist lítið fyrst en svo dreifa risahvannirnar sér hratt þegar þær hafa náð fótfestu og hver fullþroskuð planta gefur af sér mikið af fræjum. Það er enn möguleiki að bregðast við dreifingu þeirra og útrýma þeim á Íslandi en þá þarf að bregðast hratt við.“ Safi risahvannar inniheldur mikið magn efnasambandsins fúranókúmarín, að því er Starri greinir frá. „Komist safinn í snertingu við húð getur myndast alvarlegur bruni en efnasamböndin virkjast þegar þau verða fyrir sólarljósi. Sérstaklega skal varast að safinn komist í snertingu við augu en slíkt getur valdið tímabundinni og jafnvel varanlegri blindu.“Brunasár eftir sex daga.Hann bendir á að þótt ýmsar aðrar innlendar og erlendar plöntur innihaldi svipuð efnasambönd þá séu risahvannirnar sérstaklega hættulegar vegna mikils styrks efnasambandanna og vegna stærðar þeirra. „Fólk hefur fengið brunasár af risahvönn en börn eru náttúrlega í sérstakri hættu ef þau eru að leik þar sem risahvönn er.“ Í Stykkishólmi hófust aðgerðir gegn risahvönn sumarið 2010. Felast þær í því að plantan er fjarlægð þar sem hún vex utan garða og það sama er gert í görðum þar sem samþykki garðeigenda fæst. „Risahvannir eru fjarlægðar um leið og þær uppgötvast. Ef ég man rétt hefur hún fundist á 14 stöðum, þar af rúmlega helmingurinn í görðum. Það hefur fengist leyfi til eyðingar hjá öllum garðeigendum nema einum. Risahvönnin var ekki orðin útbreidd. Það er erfitt að eiga við hana ef hún er farin að dreifa sér. Þá verður þetta miklu stærra vandamál,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. Grasafræðingar við Náttúrufræðistofnun Íslands vilja fylgjast með útbreiðslu risahvanna og má tilkynna um fund tegundanna á netfangið: agengartegundir@ni.isBrunasár eftir fimm daga.Brunasár eftir sex daga.Brunasár eftir sjö daga.Brunasár eftir átta daga.Brunasár eftir níu daga.Brunasár eftir fimm mánuði.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira