Innlent

Metárgangur á leið í grunnskóla

Snærós Sindradóttir skrifar
Færri börn fara í skóla í Reykjavík en búist var við.
Færri börn fara í skóla í Reykjavík en búist var við. Fréttablaðið/GVA
Stærsti árgangur lýðveldissögunnar streymir í grunnskóla landsins í haust. Áætlanir gera ráð fyrir að nemendum í grunnskólum Reykjavíkur fjölgi um 150 á milli ára.

„Þetta er allt önnur staða en fyrir ári,“ segir Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið birti í mars í fyrra, og voru fengnar hjá Reykjavíkurborg, var búist við 360 barna fjölgun á milli ára.

Ragnar Þorsteinsson
„Flutningar hjá foreldrum eru gríðarlega miklir. Bæði milli hverfa, úr borginni og erlendis. Við höfum velt þessari tölu fyrir okkur varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og miðum við að þetta sé einhvers staðar á bilinu 150-180 barna fjölgun,“ segir Ragnar.

Brugðist verður við fjölguninni með færanlegum kennslustofum og leigu á húsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×