Innlent

Gunnar Bragi og Soini funda

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Bæði Gunnar Bragi og Soini eru á móti aðild að Evrópusambandinu.
Bæði Gunnar Bragi og Soini eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, á miðvikudaginn.

Ráðherrarnir ræddu málefni norðurslóða, samskipti ríkjanna og öryggis- og varnarmál í Evrópu út frá breyttum aðstæðum í heiminum. Þá ræddu ráðherrarnir áætlun um að auka gagnkvæm viðskipti á milli ríkjanna.

Einnig funduðu Gunnar Bragi og Soini um stefnu ríkjanna tveggja í Evrópumálum. Gerði Gunnar Bragi grein fyrir því að íslenska ríkisstjórnin hefði stöðvað aðildarviðræður við Evrópusambandið og tekið Ísland af lista umsóknarríkja. Timo Soini er formaður Sannra Finna og á móti aðild Finnlands að Evrópusambandinu.

Þrátt fyrir andstöðu Soini við Evrópusambandið mun Finnland seint draga sig úr Evrópusambandinu þar sem samstarfsflokkar Sannra Finna eru hlynntir aðild Finnlands að Evrópusambandinu.

Auk þess að hitta Soini fundaði Gunnar Bragi með Antero Vartia, sem tók sæti á finnska þinginu fyrr í ár fyrir Græningjaflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×