Innlent

Fimm mál á Félagsvísindasviði

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Eitt málanna er vegna nemanda í lagadeild og eitt vegna nemanda í stjórnmálafræði.
Eitt málanna er vegna nemanda í lagadeild og eitt vegna nemanda í stjórnmálafræði. vísir/ernir
„Sex mál komu á borð sviðsforseta á árinu 2014 vegna gruns um ámælisverða háttsemi,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, um rannsóknir sviðsins vegna gruns um ámælisverða háttsemi nemenda innan deilda þess.

Daði már kristófersson
Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað um ámælisverðar lokaritgerðir sem viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur til rannsóknar. Um tvö mál hefur verið fjallað á skömmum tíma. Annars vegar mál nýútskrifaðs háskólanema sem útskrifaðist með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virðast fölsuð og hins vegar meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013.

Fjögur af þeim sex málum sem komu á borð sviðsforseta Félagsvísindasviðs á árinu 2014 voru vegna nemenda í lagadeild. Þá var eitt mál vegna nemanda í félags- og mannvísindadeild og eitt vegna nemanda í viðskiptafræðideild.

Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands hafa þrjú mál vegna gruns um ámælisverða háttsemi nemenda verið rannsökuð á árinu 2015. Eitt mál vegna nemanda í lagadeild, annað vegna nemanda í stjórnmálafræðideild og það þriðja vegna nemanda í viðskiptafræðideild.

„Nýlega komu síðan upp tvö mál í viðskiptafræðideild. Þar stendur rannsókn yfir, sem ljúka mun innan tíðar,“ segir Daði um fyrrnefnd mál sem Fréttablaðið fjallaði um.


Tengdar fréttir

Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum

Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur.

Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema

Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×