Innlent

Spjaldtölvur auka áhuga nemenda

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, vill að skólar bæjarins séu í fremstu röð skóla á Íslandi.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, vill að skólar bæjarins séu í fremstu röð skóla á Íslandi. mynd/kópavogsbær
Kópavogsbær afhenti kennurum grunnskóla bæjarins fimm hundruð spjaldtölvur í gær.

„Spjaldtölvuvæðing skólanna er þáttur í þeirri stefnu okkar að skólar í Kópavogi séu í fremstu röð skóla á Íslandi,“ sagði Ármann Kristinn Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, við afhendinguna.

Kópavogsbær stefnir í framhaldinu að því að allir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskólum fái spjaldtölvur til afnota. Fyrstu tölvurnar verða afhentar í byrjun næsta skólaárs en stefnt er að því að ljúka innleiðingunni haustið 2016. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×