Konur nota svefnlyf mun meira en karlar Snærós Sindradóttir skrifar 12. júní 2015 12:00 Konur eru frekar andvaka en karlar. Ástæður þess má rekja til hormónabreytinga sem og aukins álags og streitu sem þær verða fyrir í daglegu lífi. NordicPhotos/Getty Íslenskar konur fá ávísað rúmlega 30 þúsund dagskömmtum af svefnlyfjum á hverjar þúsund konur á hverju einasta ári. Langvarandi svefnlyfjanotkun er skaðleg heilsunni að mati lækna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að svefnleysi kvenna væri algengt vandamál sem æ fleiri konur þyrftu hjálp við frá sálfræðingum og geðlæknum. Fram kom að svefnleysið gæti valdið þeim kvíða, depurð og erfiðleikum við að höndla daglegt líf. Einnig kom fram að andvökunætur væru heilbrigðiskerfinu dýrar þar sem slysahætta svefnlausra eykst og þeir eru viðkvæmari fyrir sjúkdómum og umgangspestum. Magnús HaraldssonMagnús Haraldsson, geðlæknir og dósent við Háskóla Íslands, segir að einstaklingar sem nota svefnlyf til langs tíma geti myndað með sér þol fyrir lyfjunum og fíkn í þau. „Það er einstaklingsbundið hversu hratt það gerist og hversu mikið. Til þess að fá sömu virkni og í upphafi þarf stærri skammta,“ segir Magnús. Hann segir að öll hefðbundin svefnlyf geti verið ávanabindandi. Magnús segir jafnframt að rannsóknir bendi til þess að svefngæði minnki við langvarandi notkun svefnlyfja. Svefnlyfjanotkun Íslendinga er talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notuðu íslenskir karlar ríflega þrjátíu prósentum meira af svefnlyfjum en norskir karlar árið 2014. Á sama tíma notuðu íslenskar konur sautján prósentum meira af svefnlyfjum en norskar konur. Samkvæmt upplýsingum frá Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, leita 320 til 380 manns til SÁÁ á hverju ári vegna fíknar í svefnlyf og róandi lyf. Um það bil sextíu þeirra hafa ekki fíkn í annað, svo sem áfengi, samhliða fíkn sinni í svefnlyf. Tengdar fréttir Svefnleysi kvenna algengt og alvarlegt vandamál Langvarandi svefnleysi kvenna er algengt en falið vandamál. Doktor í sálfræði segir svefnlyfjanotkun Íslendinga keyra úr hófi fram. Svefnleysið getur skert getu og framleiðni kvenna á vinnumarkaði og leitt til veikinda. 11. júní 2015 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Íslenskar konur fá ávísað rúmlega 30 þúsund dagskömmtum af svefnlyfjum á hverjar þúsund konur á hverju einasta ári. Langvarandi svefnlyfjanotkun er skaðleg heilsunni að mati lækna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að svefnleysi kvenna væri algengt vandamál sem æ fleiri konur þyrftu hjálp við frá sálfræðingum og geðlæknum. Fram kom að svefnleysið gæti valdið þeim kvíða, depurð og erfiðleikum við að höndla daglegt líf. Einnig kom fram að andvökunætur væru heilbrigðiskerfinu dýrar þar sem slysahætta svefnlausra eykst og þeir eru viðkvæmari fyrir sjúkdómum og umgangspestum. Magnús HaraldssonMagnús Haraldsson, geðlæknir og dósent við Háskóla Íslands, segir að einstaklingar sem nota svefnlyf til langs tíma geti myndað með sér þol fyrir lyfjunum og fíkn í þau. „Það er einstaklingsbundið hversu hratt það gerist og hversu mikið. Til þess að fá sömu virkni og í upphafi þarf stærri skammta,“ segir Magnús. Hann segir að öll hefðbundin svefnlyf geti verið ávanabindandi. Magnús segir jafnframt að rannsóknir bendi til þess að svefngæði minnki við langvarandi notkun svefnlyfja. Svefnlyfjanotkun Íslendinga er talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notuðu íslenskir karlar ríflega þrjátíu prósentum meira af svefnlyfjum en norskir karlar árið 2014. Á sama tíma notuðu íslenskar konur sautján prósentum meira af svefnlyfjum en norskar konur. Samkvæmt upplýsingum frá Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, leita 320 til 380 manns til SÁÁ á hverju ári vegna fíknar í svefnlyf og róandi lyf. Um það bil sextíu þeirra hafa ekki fíkn í annað, svo sem áfengi, samhliða fíkn sinni í svefnlyf.
Tengdar fréttir Svefnleysi kvenna algengt og alvarlegt vandamál Langvarandi svefnleysi kvenna er algengt en falið vandamál. Doktor í sálfræði segir svefnlyfjanotkun Íslendinga keyra úr hófi fram. Svefnleysið getur skert getu og framleiðni kvenna á vinnumarkaði og leitt til veikinda. 11. júní 2015 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Svefnleysi kvenna algengt og alvarlegt vandamál Langvarandi svefnleysi kvenna er algengt en falið vandamál. Doktor í sálfræði segir svefnlyfjanotkun Íslendinga keyra úr hófi fram. Svefnleysið getur skert getu og framleiðni kvenna á vinnumarkaði og leitt til veikinda. 11. júní 2015 07:00