Svefnleysi kvenna algengt og alvarlegt vandamál Snærós Sindradóttir skrifar 11. júní 2015 07:00 Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnleysi, hvetur konur til að leita sér aðstoðar snemma svo ekki skapist vítahringur. Svefn sé nauðsynlegur. Fréttablaðið/GVA Konur leita í auknum mæli geðrænnar aðstoðar vegna langvarandi svefnleysis. Orsök svefnleysisins er sambland af hormónatruflunum og álagi í daglegu lífi. „Svefnleysi er algengara hjá konum almennt og það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á svefninn, svo sem hormón sem tengjast blæðingum, barneignum og tíðahvörfum,“ segir Erla Björnsdóttir, doktor í sálfræði og sérfræðingur í svefnleysi. Svefnleysið orsakist líka af meira vinnuálagi á konur í tengslum við heimilishald og barnauppeldi. „Streita er algengari hjá konum. Konur hafa líka tilhneigingu til að velta hlutunum meira fyrir sér. Hugsanir okkar halda fyrir okkur vöku þegar loks er lagst á koddann.“ Hún segir að svefnleysi kvenna hefjist oft eftir barneignir þegar konur rjúfa sitt eðlilega svefnmunstur til að sinna brjóstagjöf um nætur. Þegar barnið fer að sofa óslitið sitji móðirin oft eftir andvaka. „Svefnleysið hefur gríðarlega mikil áhrif. Eins og þeir þekkja sem misst hafa svefn í skamma stund þá lætur einbeitingin og orkan fljótt á sjá,“ segir Erla. „Þegar þetta er orðið langvarandi vandamál fer svefnleysið að snerta flesta fleti daglegs lífs. Fólk tekur fleiri veikindadaga frá vinnu og sýnir mun minni framleiðni. Sjúkdómatíðni eykst því ónæmiskerfið bælist og svo eykst tíðni geðraskana, þunglyndis og kvíða. Slysatíðni svefnlauss fólks eykst líka töluvert,“ segir Erla. Þær konur sem þjást af svefnleysi leita sér oft hjálpar þegar þær eru komnar í andlegt og líkamlegt öngstræti. „Ég fæ oft konur til meðferðar sem byrjuðu að sofa illa eftir fyrsta barnið fyrir tuttugu árum og svo hefur vandinn ágerst smám saman. Þær leita til mín þegar þær eru komnar á stig sem er ekki lengur viðunandi.“ Erla segir svefnlyf ekki rétta svarið við langvarandi svefnleysi. Þau séu notuð í of miklum mæli hérlendis. „Þð er klárt að langvarandi svefnlyfjanotkun er algjörlega úr öllu hófi á Íslandi. Það er í lagi að nota svefnlyf til að rjúfa ákveðinn vítahring í tvær til fjórar vikur. Það er hægt að meðhöndla þennan vanda í flestum tilfellum á árangursríkan hátt með hugrænni atferlismeðferð. Við þurfum að uppræta okkar eigið hegðunarmynstur til þess að bæta svefninn.“ Erla segir sálfræðimeðferð við svefnleysi oftast taka um það bil sex vikur.Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar LandspítalansFréttablaðið/ VilhelmHalldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans, tekur undir að um alvarlegt vandamál sé að ræða. „Margar konur upplifa þetta meira þegar árin færast yfir. Þessu fylgir kvíði, innri spenna og óróleiki og svo verður þetta að bolta sem vindur upp á sig.“ Haldóra segir að svefnlausar konur geti jafnframt upplifað athyglisbrest og að eiga erfitt með að halda utan um eigið líf. „Jafnvel getur fólk sem býr við langvarandi svefnleysi og er undir miklu álagi upplifað einhvers konar raunveruleikabrest. Við sjáum það stöku sinnum,“ segir Halldóra. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Konur leita í auknum mæli geðrænnar aðstoðar vegna langvarandi svefnleysis. Orsök svefnleysisins er sambland af hormónatruflunum og álagi í daglegu lífi. „Svefnleysi er algengara hjá konum almennt og það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á svefninn, svo sem hormón sem tengjast blæðingum, barneignum og tíðahvörfum,“ segir Erla Björnsdóttir, doktor í sálfræði og sérfræðingur í svefnleysi. Svefnleysið orsakist líka af meira vinnuálagi á konur í tengslum við heimilishald og barnauppeldi. „Streita er algengari hjá konum. Konur hafa líka tilhneigingu til að velta hlutunum meira fyrir sér. Hugsanir okkar halda fyrir okkur vöku þegar loks er lagst á koddann.“ Hún segir að svefnleysi kvenna hefjist oft eftir barneignir þegar konur rjúfa sitt eðlilega svefnmunstur til að sinna brjóstagjöf um nætur. Þegar barnið fer að sofa óslitið sitji móðirin oft eftir andvaka. „Svefnleysið hefur gríðarlega mikil áhrif. Eins og þeir þekkja sem misst hafa svefn í skamma stund þá lætur einbeitingin og orkan fljótt á sjá,“ segir Erla. „Þegar þetta er orðið langvarandi vandamál fer svefnleysið að snerta flesta fleti daglegs lífs. Fólk tekur fleiri veikindadaga frá vinnu og sýnir mun minni framleiðni. Sjúkdómatíðni eykst því ónæmiskerfið bælist og svo eykst tíðni geðraskana, þunglyndis og kvíða. Slysatíðni svefnlauss fólks eykst líka töluvert,“ segir Erla. Þær konur sem þjást af svefnleysi leita sér oft hjálpar þegar þær eru komnar í andlegt og líkamlegt öngstræti. „Ég fæ oft konur til meðferðar sem byrjuðu að sofa illa eftir fyrsta barnið fyrir tuttugu árum og svo hefur vandinn ágerst smám saman. Þær leita til mín þegar þær eru komnar á stig sem er ekki lengur viðunandi.“ Erla segir svefnlyf ekki rétta svarið við langvarandi svefnleysi. Þau séu notuð í of miklum mæli hérlendis. „Þð er klárt að langvarandi svefnlyfjanotkun er algjörlega úr öllu hófi á Íslandi. Það er í lagi að nota svefnlyf til að rjúfa ákveðinn vítahring í tvær til fjórar vikur. Það er hægt að meðhöndla þennan vanda í flestum tilfellum á árangursríkan hátt með hugrænni atferlismeðferð. Við þurfum að uppræta okkar eigið hegðunarmynstur til þess að bæta svefninn.“ Erla segir sálfræðimeðferð við svefnleysi oftast taka um það bil sex vikur.Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir bráðageðdeildar LandspítalansFréttablaðið/ VilhelmHalldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans, tekur undir að um alvarlegt vandamál sé að ræða. „Margar konur upplifa þetta meira þegar árin færast yfir. Þessu fylgir kvíði, innri spenna og óróleiki og svo verður þetta að bolta sem vindur upp á sig.“ Haldóra segir að svefnlausar konur geti jafnframt upplifað athyglisbrest og að eiga erfitt með að halda utan um eigið líf. „Jafnvel getur fólk sem býr við langvarandi svefnleysi og er undir miklu álagi upplifað einhvers konar raunveruleikabrest. Við sjáum það stöku sinnum,“ segir Halldóra.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira