Kerfið hefur kostað neytendur milljarða Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. júní 2015 07:00 Lagt er til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði lagt af. Fréttablaðið/Stefán Íslenskir neytendur hefðu sparað átta milljarða króna á ári frá 2011 til 2013 ef boðið hefði verið upp á innflutning á mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kom út á þriðjudag. Árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á innlendum markaði neytendur og ríkið um 15 milljarða króna árlega. Stofnunin áætlar að innflutningur á mjólk myndi skapa sparnað upp á átta milljarða. Íslensk mjólk er dýrari í framleiðslu en innflutt mjólk frá öðrum ríkjum. Hagfræðistofnun leggur til að innflutningstollar á mjólkurafurðir verði lækkaðir í 20 prósent til að lækka verð til neytenda. Þá skapist vettvangur til að bjóða upp á erlenda mjólkurvöru hér á landi en að íslensk framleiðsla haldist áfram samkeppnishæf. Í skýrslunni er bent á að afnám tolla á innflutning á grænmeti hafi skilað sér vel og því mætti ætla að svipað myndi skila sér með mjólkurafurðir. Þar kemur einnig fram að skilvirkni í mjólkurframleiðslu hafi skilað sér í lægra verði til neytenda en mjólkurverð hefur hækkað minna en verð á öðrum neysluvörum frá árinu 2003. Auk þess kemur þar fram að opinber framlög til búvöruframleiðslu námu 5 prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Í dag rennur stór hluti landbúnaðarstyrkja til fjármálastofnana og þeirra sem ekki stunda búskap lengur. Því er ljóst að bændur njóta ekki styrkjanna sem skyldi og lagðar eru til breytingar á stuðningskerfinu. Hagfræðistofnun leggur til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði aflagt og á móti verði tekið upp styrktarkerfi á borð við byggðastyrki í formi skattaafsláttar, greiðslur fyrir að eiga tiltekinn fjölda nautgripa og greiðslur fyrir magn af heyi sem aflað er. Þá er einnig lagt til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar niður. Bændasamtök Íslands og Landssamtök kúabænda gagnrýna ýmsar forsendur og tillögur skýrslunnar en í umsögn þeirra benda samtökin meðal annars á að eftirgjöf á opinberum álögum hafi ekki alltaf skilað sér til neytenda líkt og verðkannanir ASÍ hafa gefið til kynna. Í umsögninni er bent á að hagræðing í kerfinu og lækkun heildsölu- og smásöluverðs hafi skilað sér til neytenda. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íslenskir neytendur hefðu sparað átta milljarða króna á ári frá 2011 til 2013 ef boðið hefði verið upp á innflutning á mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kom út á þriðjudag. Árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á innlendum markaði neytendur og ríkið um 15 milljarða króna árlega. Stofnunin áætlar að innflutningur á mjólk myndi skapa sparnað upp á átta milljarða. Íslensk mjólk er dýrari í framleiðslu en innflutt mjólk frá öðrum ríkjum. Hagfræðistofnun leggur til að innflutningstollar á mjólkurafurðir verði lækkaðir í 20 prósent til að lækka verð til neytenda. Þá skapist vettvangur til að bjóða upp á erlenda mjólkurvöru hér á landi en að íslensk framleiðsla haldist áfram samkeppnishæf. Í skýrslunni er bent á að afnám tolla á innflutning á grænmeti hafi skilað sér vel og því mætti ætla að svipað myndi skila sér með mjólkurafurðir. Þar kemur einnig fram að skilvirkni í mjólkurframleiðslu hafi skilað sér í lægra verði til neytenda en mjólkurverð hefur hækkað minna en verð á öðrum neysluvörum frá árinu 2003. Auk þess kemur þar fram að opinber framlög til búvöruframleiðslu námu 5 prósentum af landsframleiðslu fyrir 30 árum en einu prósenti í dag. Í dag rennur stór hluti landbúnaðarstyrkja til fjármálastofnana og þeirra sem ekki stunda búskap lengur. Því er ljóst að bændur njóta ekki styrkjanna sem skyldi og lagðar eru til breytingar á stuðningskerfinu. Hagfræðistofnun leggur til að framleiðslukvótar og opinbert heildsöluverð á mjólk verði aflagt og á móti verði tekið upp styrktarkerfi á borð við byggðastyrki í formi skattaafsláttar, greiðslur fyrir að eiga tiltekinn fjölda nautgripa og greiðslur fyrir magn af heyi sem aflað er. Þá er einnig lagt til að undanþágur mjólkurvinnslufyrirtækja frá samkeppnislögum verði felldar niður. Bændasamtök Íslands og Landssamtök kúabænda gagnrýna ýmsar forsendur og tillögur skýrslunnar en í umsögn þeirra benda samtökin meðal annars á að eftirgjöf á opinberum álögum hafi ekki alltaf skilað sér til neytenda líkt og verðkannanir ASÍ hafa gefið til kynna. Í umsögninni er bent á að hagræðing í kerfinu og lækkun heildsölu- og smásöluverðs hafi skilað sér til neytenda.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira