Innlent

Lagning jarðstrengja kostar 578 milljónir

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á Suðurlandi eru hafnar framkvæmdir við lagningu Selfosslínu 3 og Hellulínu 2.
Á Suðurlandi eru hafnar framkvæmdir við lagningu Selfosslínu 3 og Hellulínu 2. Mynd/Landsnet
Framkvæmdir eru hafnar við lagningu tveggja 66 kílóvatta jarðstrengja Landsnets á Suðurlandi, Selfosslínu 3 og Hellulínu 2.

Selfosslína er á milli Selfoss og Þorlákshafnar, en Hellulínan milli Hellu og Hvolsvallar.

Fram kemur í tilkynningu Landsnets að strengirnir séu samtals um 41 kílómetri að lengd og komi til með að auka bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á Suðurlandi. Ráðgert er að spennusetja þá síðar á árinu.

Kostnaður við framkvæmdirnar nemur tæpum 600 milljónum króna, en Hellulínan er sögð kosta 214 milljónir króna og Selfosslínan 364 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×