Börn hafa dáið í móðurkviði vegna heimilisofbeldis á Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur „Okkur ber skylda til að vernda ófædd börn og til þess að styðja konur sem verða fyrir heimilisofbeldi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni en er nú til frambúðar vegna góðs árangurs. „Það hefur orðið mikil vakning bæði hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á síðustu fimm árum um heimilisofbeldi á meðgöngu og þá sér í lagi að okkur kemur þetta við og að við berum ábyrgð. Mín upplifun er sú að á mörgum stöðum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar skimað og verið á varðbergi gagnvart heimilisofbeldi en skort úrræði til að styðja konuna.“ Katrín tekur fram að aldrei sé tekið fram fyrir hendur móður vegna heimilisofbeldis. „Við styðjum móðurina og erum á hennar bandi. Við höfum að sjálfsögðu ríka tilkynningarskyldu til barnaverndar en þegar kemur að tilkynningum til lögreglu gerum við það í samstarfi.“ Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar heimilisofbeldis á meðgöngu eru alvarlegar. „Það er mjög vont að barn sé baðað í stresshormónum á meðgöngu og þá er hætta á fósturskaða og fósturláti. Það er þekkt að konur missa fóstur á meðgöngu vegna heimilisofbeldis vegna áverka, svo sem fylgjuloss og blæðinga.“ Þó að börn deyi í móðurkviði á Íslandi vegna heimilisofbeldis eru ekki til tölur yfir algengi þess. „Það vantar frekari rannsóknir á alvarlegum afleiðingum ofbeldis á meðgöngu.“Sýna ógnandi hegðun Katrín segir suma ofbeldismenn sýna ógnandi hegðun í mæðraeftirliti og þess vegna sé nauðsynlegt að mæður mæti í að minnsta kosti einn tíma einar. „Það er þekkt að sumir ofbeldismenn mæta í alla tíma, líta ekki af konunni sinni, svara jafnvel fyrir hana og sýna ógnandi hegðun inni á stofnuninni. „Þá hvílir skylda á okkar herðum. Við sendum ekki konurnar út í óvissuáhættuástand. Við reynum að koma á neti sem grípur þær og vonum að fleiri heilbrigðisstofnanir og bæjarfélög fylgi í kjölfarið.“ Árangurinn segir Katrín mældan í öryggi kvennanna sem leita til þeirra. „Þetta hefur tvímælalaust borið árangur, þetta veitir konum öryggistilfinningu og von, og eins ljósmóðurinni, manni finnst maður hafa vopn til að grípa til.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Okkur ber skylda til að vernda ófædd börn og til þess að styðja konur sem verða fyrir heimilisofbeldi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni en er nú til frambúðar vegna góðs árangurs. „Það hefur orðið mikil vakning bæði hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á síðustu fimm árum um heimilisofbeldi á meðgöngu og þá sér í lagi að okkur kemur þetta við og að við berum ábyrgð. Mín upplifun er sú að á mörgum stöðum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar skimað og verið á varðbergi gagnvart heimilisofbeldi en skort úrræði til að styðja konuna.“ Katrín tekur fram að aldrei sé tekið fram fyrir hendur móður vegna heimilisofbeldis. „Við styðjum móðurina og erum á hennar bandi. Við höfum að sjálfsögðu ríka tilkynningarskyldu til barnaverndar en þegar kemur að tilkynningum til lögreglu gerum við það í samstarfi.“ Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar heimilisofbeldis á meðgöngu eru alvarlegar. „Það er mjög vont að barn sé baðað í stresshormónum á meðgöngu og þá er hætta á fósturskaða og fósturláti. Það er þekkt að konur missa fóstur á meðgöngu vegna heimilisofbeldis vegna áverka, svo sem fylgjuloss og blæðinga.“ Þó að börn deyi í móðurkviði á Íslandi vegna heimilisofbeldis eru ekki til tölur yfir algengi þess. „Það vantar frekari rannsóknir á alvarlegum afleiðingum ofbeldis á meðgöngu.“Sýna ógnandi hegðun Katrín segir suma ofbeldismenn sýna ógnandi hegðun í mæðraeftirliti og þess vegna sé nauðsynlegt að mæður mæti í að minnsta kosti einn tíma einar. „Það er þekkt að sumir ofbeldismenn mæta í alla tíma, líta ekki af konunni sinni, svara jafnvel fyrir hana og sýna ógnandi hegðun inni á stofnuninni. „Þá hvílir skylda á okkar herðum. Við sendum ekki konurnar út í óvissuáhættuástand. Við reynum að koma á neti sem grípur þær og vonum að fleiri heilbrigðisstofnanir og bæjarfélög fylgi í kjölfarið.“ Árangurinn segir Katrín mældan í öryggi kvennanna sem leita til þeirra. „Þetta hefur tvímælalaust borið árangur, þetta veitir konum öryggistilfinningu og von, og eins ljósmóðurinni, manni finnst maður hafa vopn til að grípa til.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira