Sálfræðingar eru nauðsynlegt afl inn í skólakerfið Eymundur L. Eymundsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2015. Til þess að taka á vandanum strax í grunnskóla er nauðsynlegt að hafa sálfræðinga og leyfa þeim að vinna þá vinnu sem þeir eru menntaðir til. Það eru mörg ungmenni sem eiga erfitt og halda ekki áfram námi eftir grunnskóla þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að fá aðstoð út af sinni vanlíðan. Þau hafa því ekki sömu tækifæri og aðrir þar sem þau hafa brotna sjálfsmynd, vantar skilning og stuðning frá samfélaginu. Með því að hafa sálfræðing í hverjum grunnskóla getur það haft fyrirbyggjandi áhrif og gefið börnum tækifæri og von um betri lífsgæði og bætta sjálfsmynd. Það gefur þessum börnum tækifæri á að byggja upp sitt líf með meiri menntun og möguleika í lífinu.Hvað verður um þessi ungmenni? Það er nefnilega aldrei talað um þau ungmenni sem halda ekki áfram eftir grunnskóla. Hvað ætli séu mörg ungmenni sem fara ekki í framhaldsskóla út af sinni vanlíðan og brotnu sjálfsmynd? Ég sjálfur gat ekki haldið áfram í framhaldsskóla þar sem ég hafði ekki sjálfstraust til þess þá og leitaði í vímuefni til að deyfa mig eða drekka í mig kjark! Mörg dæmi er hægt að nefna þar sem ungmenni hafa ekki getað haldið áfram námi eftir grunnskóla út af sinni vanlíðan. Hvað verður um þessi ungmenni og hvaða tækifæri hafa þau eftir grunnskóla? Hve mörg af þessum ungmennum leita í vímuefni, einangra sig og flýja inn í ímyndaðan heim tölvuleikja? Eða gæti verið að seinna meir falli þau fyrir eigin hendi út af sinni vanlíðan eða neyslu? Gæti verið að þau sem hætta í framhaldsskólum út af andlegum veikindum hafi ekki fengið þá viðeigandi aðstoð sem þau hafa þurft á að halda í grunnskóla? Að það vanti sálfræðinga í framhaldsskóla til að þau geti haldið áfram námi?Sparnaður og mannréttindi Þegar menn eru að tala um sparnað eru þeir ekki með í huga þarfir þessara barna sem eiga að vera mannréttindi fyrir hvert barn sem þarf á þessu að halda. Menn tala um hreyfingu sem er góð út af fyrir sig. En þegar þessum börnum líður illa þurfa þau eitthvað meira til að byggja á til að geta hreyft sig. Það þarf að gefa þeim tækifæri til að fá aðstoð frá manneskju sem er sérmenntuð á því sviði sem þau þurfa til að efla og byggja upp sjálfstraust barnsins.Fyrirbyggjandi aðgerðir Það er hægt að fyrirbyggja margt með því að fá sálfræðing í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins og þar af leiðandi að gefa sem flestum tækifæri til að nýta sína styrkleika til náms og láta sína drauma rætast! Ekki segja að þetta kosti of mikið! Hvað kosta framtíðarmöguleikar barns og hvert mannslíf? Það er ekki eftir neinu að bíða! Ég tala af eigin reynslu um þessi mál og það er kominn tími á að við tökum strax á þessum málum og viðurkennum að þau þurfi hjálp. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sálfræðing í hverjum skóla og gefa börnum og ungmennum sömu tækifæri til náms og framtíðarmöguleika í lífinu.Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur af sínum geðröskunum.Komst úr myrkrinu með góðri hjálp og er meðlimur í https://grofin.wordpress.com
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar