Á öldum umræðna um Dyflinnarregluna Toshiki Toma skrifar 21. maí 2015 07:00 Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar