Áhætta í umsvifum á norðurslóðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2015 00:01 Rannsóknir skortir á norðurslóðum svo hægt sé að taka ákvarðanir um hvort og þá hvernig verði farið í framkvæmdir þar. fréttablaðið/valli Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira