Áhætta í umsvifum á norðurslóðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2015 00:01 Rannsóknir skortir á norðurslóðum svo hægt sé að taka ákvarðanir um hvort og þá hvernig verði farið í framkvæmdir þar. fréttablaðið/valli Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira