Áhætta í umsvifum á norðurslóðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2015 00:01 Rannsóknir skortir á norðurslóðum svo hægt sé að taka ákvarðanir um hvort og þá hvernig verði farið í framkvæmdir þar. fréttablaðið/valli Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag. Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira
Um of er einblínt á tækifærin sem gætu legið í framkvæmdum á norðurslóðum, en þeirri áhættu sem þeim fylgir er allt of lítill gaumur gefinn. Þetta segir Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún segir að jafnvægi skorti í umræðuna um norðurslóðir.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Bráðnun íss og fleiri umhverfisbreytingar hafa beint sjónum manna að norðurslóðum og þeim efnahagslega ávinningi sem nýting þeirra gæti haft í för með sér. Um þær verður fjallað á málþinginu Olíuríkið Ísland, sem verður haldið í Háskóla Íslands í dag. Þar verður spurningunni um hvort framtíð Íslands liggi í olíuvinnslu á norðurslóðum velt upp. Lára mun skoða málið út frá sjónarhóli vátryggjenda. „Það er annað sjónarhorn en hjá fjárfestum. Ekki er bara horft á málið út frá tækifærum, heldur áhættuþættirnir teknir með inn í. Það vantar balans í umræðuna.“ Lára segir þá áhættuþætti af ýmsum toga. „Þetta er landfræðilega afskekkt svæði og einangrað, það er skortur á innviðum og ýmis vandamál sem gætu komið upp varðandi leit og björgun. Þá eru tæknimálin spurningarmerki og svo kemur að þessu með tryggingarnar, hvort þær fást á þessu svæði.“ Lára segir að fyrirtæki sem hyggi á starfsemi á norðurslóðum verði að huga sérstaklega vel að umhverfinu, náttúru og veðurfari. Þá komi orðsporsáhætta inn í, eins og sannaðist á olíuslysi BP í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa að huga að því ef eitthvað kemur upp á, því mengunarslys getur skaðað ímynd. Því fylgir þessu áhætta um lögsóknir og skaðabótaábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt til þess að tryggingar á svæðinu verði mjög háar og jafnvel aðeins á færi stórfyrirtækja vegna kostnaðar. Þá skorti rannsóknir á svæðinu, bæði grunnrannsóknir, en líka stöðugar rannsóknir eftir að starfsemi er farin í gang. Það þurfi að vakta svæðið vel. Á meðal þess sem komið verður inn á á málþinginu eru einmitt siðrænu sjónarmiðin er lúta að loftslagsbreytingum og alþjóðlegum skuldbindingum. Lára segir mikilvægt að gleyma sér ekki í möguleikunum. „Þegar menn ætla að ræða tækifærin þarf líka að taka áhættuna inn í reikninginn.“ Rannsóknarsetur um norðurslóðir og NEXUS, rannsóknarvettvangur um öryggis- og varnarmál, standa fyrir málþinginu sem hefst klukkan 14 í dag.
Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Springur Starship í þriðja sinn í röð? Erlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Sjá meira