Ábending til borgarstjóra Sigurður Oddsson skrifar 8. maí 2015 07:00 Í viðtali á Bylgjunni rétt fyrir opinn fund í Tjarnarsal ráðhússins var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður um staðsetningu sjúkrahúss við Hringbraut. Svarið var: Eftir samanburð við Keldnaholt og Vífilsstaði voru allir sammála um að Hringbraut væri best. Borgarstjórinn virtist greinilega ekkert vita eða vilja vita af Fossvoginum frekar en fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri spítalans, sem stóðu fyrir samanburðinum og sönnuðu í leiðinni að besta staðsetning spítalans væri í Fossvogi. Ég ákvað að mæta á fundinn í ráðhúsinu og láta Dag vita hvar Fossvogurinn væri gæfist tækifæri til þess. Dagur sagði skýrt og vel frá framkvæmdum í borginni. Hann nefndi aðeins spítalann og sagði alla þingmenn hafa verið sammála um Hringbraut. Ég hugsaði: Voru ekki líka allir sammála um að sjá flugvöllinn í friði þar til Rögnunefndin hefði skilað af sér.Krækt frá þungamiðju Dagur sagði frá væntanlegri verðlaunasamkeppni um umferðarmiðstöð í Vatnsmýri. Ég velti fyrir mér, hvers vegna krækja frá þungamiðju borgarinnar út í Vatnsmýri, þann stað sem borgaryfirvöld segja eitt verðmætasta byggingaland borgarinnar. Er kostur að hafa umferðarmiðstöð við hlið sjúkrahúss? Var gerður faglegur samanburður við aðra staði? Byggðist valið kannski á því að BSÍ hafði svo lengi verið þarna? Ég velti fyrir mér hvaða aðrir staðir kæmu til greina og þá rifjaðist upp fyrir mér lóð, sem endur fyrir löngu var ráðstafað, en virðist nú á lausu. Gott hvort borgaryfirvöld óskuðu ekki eftir tillögum um nýtingu hennar og forsætisráðherra svaraði með ágætis tillögu, sem sumir töldu aprílgabb. Annars var tillagan ekki svo galin miðað við Hringbraut. Ég fór að hugsa og komst að þeirri niðurstöðu að vart væri hægt að hugsa sér betri stað fyrir umferðarmiðstöð en á lóð RÚV, sem er á krossgötum við allar helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan að koma akandi og skipta yfir í almenningssamgöngur er hjóla- og göngufæri í allar áttir. Lóðin er stór og hægt að hafa umferðarmiðstöð og bílastæði neðst og byggja í hæðina verslun, þjónustu, íbúðir og svo auðvitað RÚV efst með loftnetin og skermana uppi á þaki. Það væri hægt að standa þannig að þessu að RÚV fengi út úr lóðinni nægilegt fjármagn fyrir sig + húsnæði til útleigu. Þannig gæti stofnunin orðið sjálfbærari og ekki eins háð skattpeningum frá Jóni og Gunnu. Í bónus við val á lóð RÚV er hægt byggja mörg hundruð íbúðir í Vatnsmýri. Íbúðir í göngufæri við skóla, miðbæ og væntanlega atvinnustarfssemi í háskólaþorpi. Mér finnst rétt að benda borgarstjóra á að gera faglegan samanburð á hvor staðurinn sé hentugri, áður en farið er af stað með hönnunarsamkeppnina. Ekki liggur eins mikið á umferðarmiðstöð og t.d. spítala, þannig að nægur tími er til að vanda til verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Bylgjunni rétt fyrir opinn fund í Tjarnarsal ráðhússins var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri spurður um staðsetningu sjúkrahúss við Hringbraut. Svarið var: Eftir samanburð við Keldnaholt og Vífilsstaði voru allir sammála um að Hringbraut væri best. Borgarstjórinn virtist greinilega ekkert vita eða vilja vita af Fossvoginum frekar en fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri spítalans, sem stóðu fyrir samanburðinum og sönnuðu í leiðinni að besta staðsetning spítalans væri í Fossvogi. Ég ákvað að mæta á fundinn í ráðhúsinu og láta Dag vita hvar Fossvogurinn væri gæfist tækifæri til þess. Dagur sagði skýrt og vel frá framkvæmdum í borginni. Hann nefndi aðeins spítalann og sagði alla þingmenn hafa verið sammála um Hringbraut. Ég hugsaði: Voru ekki líka allir sammála um að sjá flugvöllinn í friði þar til Rögnunefndin hefði skilað af sér.Krækt frá þungamiðju Dagur sagði frá væntanlegri verðlaunasamkeppni um umferðarmiðstöð í Vatnsmýri. Ég velti fyrir mér, hvers vegna krækja frá þungamiðju borgarinnar út í Vatnsmýri, þann stað sem borgaryfirvöld segja eitt verðmætasta byggingaland borgarinnar. Er kostur að hafa umferðarmiðstöð við hlið sjúkrahúss? Var gerður faglegur samanburður við aðra staði? Byggðist valið kannski á því að BSÍ hafði svo lengi verið þarna? Ég velti fyrir mér hvaða aðrir staðir kæmu til greina og þá rifjaðist upp fyrir mér lóð, sem endur fyrir löngu var ráðstafað, en virðist nú á lausu. Gott hvort borgaryfirvöld óskuðu ekki eftir tillögum um nýtingu hennar og forsætisráðherra svaraði með ágætis tillögu, sem sumir töldu aprílgabb. Annars var tillagan ekki svo galin miðað við Hringbraut. Ég fór að hugsa og komst að þeirri niðurstöðu að vart væri hægt að hugsa sér betri stað fyrir umferðarmiðstöð en á lóð RÚV, sem er á krossgötum við allar helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan að koma akandi og skipta yfir í almenningssamgöngur er hjóla- og göngufæri í allar áttir. Lóðin er stór og hægt að hafa umferðarmiðstöð og bílastæði neðst og byggja í hæðina verslun, þjónustu, íbúðir og svo auðvitað RÚV efst með loftnetin og skermana uppi á þaki. Það væri hægt að standa þannig að þessu að RÚV fengi út úr lóðinni nægilegt fjármagn fyrir sig + húsnæði til útleigu. Þannig gæti stofnunin orðið sjálfbærari og ekki eins háð skattpeningum frá Jóni og Gunnu. Í bónus við val á lóð RÚV er hægt byggja mörg hundruð íbúðir í Vatnsmýri. Íbúðir í göngufæri við skóla, miðbæ og væntanlega atvinnustarfssemi í háskólaþorpi. Mér finnst rétt að benda borgarstjóra á að gera faglegan samanburð á hvor staðurinn sé hentugri, áður en farið er af stað með hönnunarsamkeppnina. Ekki liggur eins mikið á umferðarmiðstöð og t.d. spítala, þannig að nægur tími er til að vanda til verka.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun