Tertusneiðin eða kaka Hulda Bjarnadóttir skrifar 6. maí 2015 07:00 Hvort er betra að búa á Íslandi þegar heilbrigðiskerfið er fjársvelt og getur ekki fjármagnað tækjabúnað eða þegar heilbrigðiskerfið er ekki rekstrarhæft vegna verkfalla? Hvort er betra að búa á Íslandi þegar ferðamönnum fjölgar svo ört að við hræðumst átroðning eða þegar ferðamenn koma ekki til landsins vegna þess að starfsfólk ferðaþjónustunnar neitar að sinna starfinu vegna lélegra kjara? Hvernig komumst við í þessa stöðu? Yfirvofandi óvissa og seinagangur kjaraviðræðna er sjálfsagt farinn að hafa áhrif á fjölda manns nú þegar. Öllum til ama og leiðinda. Hugarróin er ekki mikil hjá þeim sem nú takast á. Erlendir félagar spyrja af hverju við gerum þetta ekki bara í þrepum reglulega án verkfallsaðgerða. Já, af hverju gerum við það ekki og hættum þessum stanslausu verkfallshótunum? Ég vil trúa því að ef markmið stéttarfélaganna í þessari lotu er raunverulega að hífa lágmarkslaun upp í 300 þúsund króna þá sjái mögulega fyrir endann á þessari verkfallsrimmu. En þar virðist hnífurinn standa í kúnni og einhver stærri sviðsmynd er mögulega ekki sögð og eitthvert leikrit er sett á svið. En sviðsmynd aðalhagfræðings Seðlabankans er að lokum sú að ef allar hækkanir ná fram að ganga þá muni verðbólga vaxa hratt og stýrivextir tvöfaldast. Ekki á það bætandi í samanburði okkar við nágrannaþjóðir. Engu að síður ætla allir að fá alla kökuna og frumskógur stéttar- og starfsmannafélaga er mættur með sínar kröfur. Enginn skal fá meira en hinn og það ætla allir að para sig við lækna og kennara. Ekki í næstu lotu, heldur núna. Laun hafa alltaf verið samanburður og eðlilegt er að kröfurnar séu lagðar fram. En er eðlilegt að öllum finnist það sjálfsögð krafa núna, undireins og fyrir alla? Það hlýtur að þurfa að taka þetta í skrefum líkt og Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa verið að benda á. Hvað þarf til að að slíkt verklag komist á? Kröfur flestra stéttarfélaganna eru að minnsta kosti langt umfram það sem fyrirtækin geta staðið undir. Klárum að ræða lágmarkslaunin í þessari lotu. Ræðum hitt svo í framhaldinu. Verðhækkanir, uppsagnir og gjaldþrot er hættan á hinum ásnum ef allt kemur til framkvæmda á sama tíma. Að því sögðu held ég áfram að velta mér upp úr því, hvort það sé gott að búa á Íslandi eða bölvanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hvort er betra að búa á Íslandi þegar heilbrigðiskerfið er fjársvelt og getur ekki fjármagnað tækjabúnað eða þegar heilbrigðiskerfið er ekki rekstrarhæft vegna verkfalla? Hvort er betra að búa á Íslandi þegar ferðamönnum fjölgar svo ört að við hræðumst átroðning eða þegar ferðamenn koma ekki til landsins vegna þess að starfsfólk ferðaþjónustunnar neitar að sinna starfinu vegna lélegra kjara? Hvernig komumst við í þessa stöðu? Yfirvofandi óvissa og seinagangur kjaraviðræðna er sjálfsagt farinn að hafa áhrif á fjölda manns nú þegar. Öllum til ama og leiðinda. Hugarróin er ekki mikil hjá þeim sem nú takast á. Erlendir félagar spyrja af hverju við gerum þetta ekki bara í þrepum reglulega án verkfallsaðgerða. Já, af hverju gerum við það ekki og hættum þessum stanslausu verkfallshótunum? Ég vil trúa því að ef markmið stéttarfélaganna í þessari lotu er raunverulega að hífa lágmarkslaun upp í 300 þúsund króna þá sjái mögulega fyrir endann á þessari verkfallsrimmu. En þar virðist hnífurinn standa í kúnni og einhver stærri sviðsmynd er mögulega ekki sögð og eitthvert leikrit er sett á svið. En sviðsmynd aðalhagfræðings Seðlabankans er að lokum sú að ef allar hækkanir ná fram að ganga þá muni verðbólga vaxa hratt og stýrivextir tvöfaldast. Ekki á það bætandi í samanburði okkar við nágrannaþjóðir. Engu að síður ætla allir að fá alla kökuna og frumskógur stéttar- og starfsmannafélaga er mættur með sínar kröfur. Enginn skal fá meira en hinn og það ætla allir að para sig við lækna og kennara. Ekki í næstu lotu, heldur núna. Laun hafa alltaf verið samanburður og eðlilegt er að kröfurnar séu lagðar fram. En er eðlilegt að öllum finnist það sjálfsögð krafa núna, undireins og fyrir alla? Það hlýtur að þurfa að taka þetta í skrefum líkt og Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa verið að benda á. Hvað þarf til að að slíkt verklag komist á? Kröfur flestra stéttarfélaganna eru að minnsta kosti langt umfram það sem fyrirtækin geta staðið undir. Klárum að ræða lágmarkslaunin í þessari lotu. Ræðum hitt svo í framhaldinu. Verðhækkanir, uppsagnir og gjaldþrot er hættan á hinum ásnum ef allt kemur til framkvæmda á sama tíma. Að því sögðu held ég áfram að velta mér upp úr því, hvort það sé gott að búa á Íslandi eða bölvanlegt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar